Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 127
RITDÓMAR hver er þessi ég sem aðrir sjá? og við hvern eru eiginlega allir að tala, horfa á þegar sett eru upp samskipti við mig? sjá bara þessa 159 cm, þessi öguðu 56 kg, horfa í lítil svarbrún augu og heyra smámælt orð út um þunnar varirnar. úr hvaða landslagi er ég eiginlega? vildi óska þess að ég hefði stærri fætur, vildi að ég notaði 38 en ekki 35.(5). Kvenmyndin byrjar á því að holdgera sig sem eitthvað sem aðrir sjá. Með ná- kvæmum lýsingum á kílóum, fótamáli og hæð afhjúpar hún kvenlega stöðu sína. Hún er fyrst og síðast kvenlíkami, og hnykkir á þeirri stöðu sinni með því að umkringja orð sín svarbrúnum aug- um, þunnum vörum og smámæli. Hún gengur reyndar lengra, og lætur orðin sjálf algjörlega liggja á milli hluta er hún tekur að velta sér upp úr táknmáli líkama síns. Hún er til að mynda ekki alveg sátt við fótastærðina, og hefði heldur kosið að miðla þeirri merkingu sem stærri kvenfætur fela í sér. Hver svo sem sú tiltekna merking er. Með þessari líkams- tjáningu á fyrstu síðu, þar sem hún kynnir sjálfa sig, snýr hún jafhffamt út úr hefðbundnum dagbókarskrifum þar sem sú sem skrifar þykist treysta dagbók- arforminu fýrir andlegum göllum sínum og þráir æðri anda eða sál. í samræmi við gróteska sjálfsmyndina felast slík trún- aðarskrif í því að kvenmyndin sú arna hefði viljað hafa stærri fætur, vel að merkja fýrir aðra til að horfa á. Þar með eru háleit trúnaðarskrif dregin niður á jörðina, „fótum troðin“ ef svo mætti að orði komast. Þarna er skilmerkilega sett fram lögun kvenmyndarinnar sem óhjá- kvæmilega grundvallar túlkun þeirra sem á hana horfa, eða þeirra sem við hana tala. Hún minnist ekki á viðbrögð við orðum sínum, heldur hvað þeir sjá sem tala við hana. Staða þessarar kven- myndar í tungumálinu byggist á útiitinu, fýrst fáum við lýsingu á líkama og þá fyrst er hægt að túlka tal hennar og setja það í menningarlegt samhengi. Líkt og Russo bendir á, skiptir það höfuðmáli hvað kílóin eru mörg á þeirri kvenmynd sem talar. Þessi kynning í upphafi er leiðandi í verkinu og lýsir kvenmyndin strax á næstu síðu undarlegri líðan sinni með eftirfarandi orðum: „er ekki atit í lagi í dag. er með sting. óörugg. einhver fiskur í maganum. eins og að liðirnir bili og það komi sódavatn á milli þeirra og niður- gangstilfinning í allt fyrir neðan bringu en uppkastaviðbragð í hálsinn.“(6). Hún veltir mikið fyrir sér útlitinu á þeim karli sem henni er ætlaður sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum, upp- lýsingum frá spákonu, og hefur miklar áhyggjur af því að hann muni fara í klippingu. Hvernig á hún þá að bera kennsl á hann? Þeim persónum sem hún hittir er lýst á svipaðan hátt, eða ein- göngu með ofurnákvæmum líkams- og innyflislýsingum. Kvenmyndina langar ekki til að gráta vegna einsemdar, heldur eru „tárapokarnir löngu orðnir yfirfull- ir“ og „kominn tími á grát“.(9). Þörfin fyrir að gráta er síðan, eftir á að hyggja, skýrð með einlægni eða einsemd, en hin líkamlega þörf fýrir að gráta kemur á undan og er forsenda tilfinningalegra útskýringa. Líkamsmálið kemur þannig ávallt á undan sálarröddinni og allri til- finningatjáningu. Líkaminn liggur til grundvallar hinu andlega. „verð skotin á tuttugu og þriggja mínútna fresti" Heimsmynd þessa texta er fullkomlega grótesk. Tilvist sjálfsmyndarinnar sem talar markast af líkamanum og öllu því sem honum tengist í minnstu smáatrið- um. Vegna þessarar framsetningar getur textinn hæglega komið fýrir sjónir sem hneykslanlegur, ákaflega klúr og oft fá- ránlegur. Það er nánast taktfast farið yfir mörk þess sem ekki má nefna í sambandi við líkamann, og líkamstjáninguna yfir- höfuð. Engar háleitar hugmyndir eru TMM 1998:1 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.