Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 92
SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR aðferðum sálgreiningarinnar í umfjöllun sinni og að gera ekki ráð íyrir ólík- um menningarheimum. Draugar gætu til dæmis kallað á hik í einum menn- ingarheimi en ekki öðrum, til dæmis ekki á íslandi þar sem annar hver maður trúir á tilvist drauga og hefur reyndar hitt einn eða tvo! Þetta bendir Rosemary Jackson einmitt á í bók sinni Fantasy: The Literat- ure ofSubversion en hún segir að ekki sé hægt að skilja fantasíuna án þess að skilgreina þjóðfélagið sem hún er sprottin úr. Hún segir að fantasían reyni að uppfylla skort sem sé til kominn vegna þeirra hafta sem mismunandi menn- ingarheimar setji og að hún birti þrá sem leitist við að finna á ný eitthvað sem við innst inni skynjum sem fjarveru og/eða missi. Að sögn Jacksons leitar fantasían uppi það óséða og ósagða í menningu okkar, allt sem hefur verið þaggað niður og/eða fjarlægt. Hún bendir einnig á að skilgreining á sögu hljóti að miðast við það umhverfi sem hún er sprottin úr, þ.e. túlkun sögu hlýtur að miðast við hvort um trúarlega eða veraidlega menningu er að ræða í viðkomandi sögu. Heimur fantasíunnar er gjarnan uppfullur af óhugnanlegum táknum sem vísa öll til þeirrar staðreyndar að tilraunir mannsins til þess að nálgast hina upprunalegu heild séu fyrirfram vonlausar. Því ríkir gjarnan mikið öngþveiti og örvænting í fantastískum bókmenntum en einnig gróteskur húmor. Þótt mikill grundvallarmunur sé á skilgreiningum Todorovs og Jacksons kemur í ljós að endanlegar niðurstöður þeirra eru mjög svipaðar. Þau slá því bæði föstu að fantasían leitist við að lýsa fyrirbærum sem hvorki er hægt að sjá né segja frá. Fantasían nærist á tvíræðni tungumálsins, þeim orðum og hugmyndum sem við náum ekki að setja fram eða tjá. Fantasían er það sem við getum hvorki afgreitt sem raunveruleika né ímynd- un. Todorov leggur megináherslu á hik þess manns sem getur ekki greint þarna á miili en Jackson leggur aðaláherslu á þrá mannins til að nálgast þetta ósýnilega fyrirbæri. Fráfantasíu til töfraraunsœis Töfraraunsæi hefur verið skilgreint á svipaðan hátt og fantasían og þegar kemur að því að greina þarna á milli verður oft fátt um svör. Eflaust eru flestir lesendur sammála um þá túlkun á Húsi andanna eftir Isabel Allende að höfundur dragi upp mynd af raunverulegum atburðum með þvi að nota venjubundnar aðferðir raunsærrar ffásagnar en brjóti síðan upp þetta raunsæi með því að bæta inn í söguna óraunverulegum þáttum. Hér erum við komin með eina af skilgreiningum Jacksons á fantasíunni3 og við gætum eflaust notað enn fleiri. Því spyr ég: er töfraraunsæi ekki aðeins 82 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.