Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 103
TÖFRARAUNSÆI í ÍSLENSKUM SAMTÍMASKÁLDSÖGUM Einfríður eða Fríða eins og hún er oftast kölluð, aðalpersónan í Granda- veginum, á sér líka sinn einkaheim sem er öðrum hulinn en mimurinn liggur í því að sá heimur kemur til hennar frekar en hún sæki til hans. Sú veröld sem hún á hlutdeild í en aðrir ekki er veröld hinna dauðu. Fríða er skyggn, um- kringd látnum ættingjum og fólki sem hefur á einn eða annan hátt tengst hús- inu sem hún býr í á Grandavegi 7. Fríða er orðin vön hinum dauðu og finnst oft notalegt að finna fyrir nærveru þeirra. Stundum vill hún þó fá að vera í fr iði en þeir dauðu sitja um hana eins og vargar og heimta af henni ótrúlegustu hluti. Þannig hefur Vigdís snúið dæminu við: í stað aðalpersónu sem flýr inn í einkaheim reynir Fríða að njóta næðis í hinum raunverulega heimi, reynir að hafa stjórn á þessu aðgangsharða fólki og eigin lífi um leið. En þetta samneyti Fríðu við annars heims fólk gerir það einmitt að verkum að sýn hennar á sjálfa sig, heiminn og aðra er þroskaðri en gengur og gerist um 14 ára unglinga. Hún sér ekki aðeins þá dauðu, heldur einnig myndir úr fortíð og framtíð og getur lesið í huga annarra persóna ef því er að skipta. Þannig fær hún innsýn inn í heim hinna fullorðnu þar sem ekki er allt sem sýnist. Missirinn er eitt aðalþemað í Grandaveginum. Afi hennar og amma misstu tvö börn úr berklum, Eiríkur einn af fyrrverandi íbúum hússins missti son sinn í bruna, Einfríður missir bróður sinn Hauk sem drukknar og hún missir einnig föður sinn sem stekkur að heiman eftir dauða sonarins og tekur til við að djamma og djúsa sem aldrei fyrr. Sagan er sögð út frá sjónar- hóli þess sem hefur misst og stendur á þröskuldi nýs lífs og bókin hefst einmitt á frásögn um missi. Hundur Einfríðar, einn besti vinur hennar, verður undir bíl og máfar éta hræ hans upp á augabragði. Þegar Einfríður grefur hundinn að kvöldi hefur allt breyst. Hún hefur fundið nýjan vin, kærasta sem hún vill eyða með lífinu og hin brotna eining fjölskyldunnar er aftur heil. Grandavegur 7 er saga af brotinni fjölskyldu og Einfríður og Haukur bróðir hennar reyna að gera líf sitt heilt á ný með öllum tiltækum ráðum. Þetta er saga af örvæntingarfull- um tilraunum barna til að raða sundruðum heimi aftur saman. Vegna þess hve heitt börnin elska föðurinn er óstöðugt eðli hans sífelld ógn, hótun um að koma aldrei aftur, að skilja þau ein eftir, að farast og deyja. Þau eru síhrædd, óttast að hann gleymi sér, sofni og vakni aldrei aft ur. í hvert skipti sem pabbinn yfirgefur fjölskylduna gleymir hann öllu sem hana snert- ir og eyðileggur öryggið og merkingu lífs þeirra. Þess vegna eru börnin sífellt að reyna að ná honum heim með „göldrum". Skyggni sína notar Einfríður til að sameina fjölskylduna aftur, f gegnum hina ffamliðnu reynir hún að átta sig á missinum. Hún reynir að sækja skýringar til hinna dauðu því draugarn- ir hafa allir sömu sögu að segja og hún. Þeir hafa allir orðið fyrir óbætanleg- um missi í lífinu. TMM 2000:1 www.malogmenning.is 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.