Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 127
RITDÓMAR engra heimilda er getið fyrir meintri ást- leitni Jóns við „stúlkurnar í ferðahópnum sem hann var leiðsögumaður fyrir á Is- landi síðsumars 1934“, eða „hina kyn- æsandi Fröken Boldt ffá Berlin-Fridenau, ungu stúlkuna með hundinn[. . .]“ (bls. 178)! Slíkar gróusögur bæta engu því sem fengur er að við vitneskju okkar um Jón Leifs, og eru varla sæmandi þeim sem vill láta taka sig alvarlega sem ævisöguritara. Þó er bókin greinilega sprottin af ein- lægri aðdáun Áhléns á Jóni og tónlist hans, og þótt einkennilegt megi virðast er sú að- dáun einmitt megingalhnn á hinum tón- hstarlega þætti bókarinnar. Hér skortir alla þá gagnrýnu umræðu um tónverkin sem þó hlýtur að vera nauðsynleg í bók sem þessari, og í staðinn verður umfjöllunin að nokkurs konar samfelldri loffæðu, eins og reyndar oft áður þegar tónlist Jóns Leifs á í hlut. Tónskáldinu er hins vegar lítill greiði gerður með slíku gagnrýnislausu hóli, enda sennilega öllum ljóst að innan um perlurnar í hfsstarfi Jóns finnast einnig „af- spyrnu vond verk“, svo vitnað sé í orð Hjálmars H. Ragnarssonar á málþingi um tónhst Jóns í Gerðubergi í fyrravetur. Af umfjöhun Áhléns er ekki að sjá annað en honum þyki öU verk Jóns jafngóð (þó fá Baldr og Eddurnar nokkuð lengri umfjöll- un, enda metnaðarfyUstu verk Jóns), og hann gerir sér heldur ekki far um að kynna sérstaklega fyrir lesendum sínum verk sem hafa á einhvem hátt sérstöðu í ævistarfi tónskáldsins. Þannig fær t.d. smáverkið Scherzo Concreto ffá árinu 1964 yfir- borðskennda umfjöUun í stuttri máls- grein, og er þó stórmerkt dæmi um einstæða tónsmíðatUraun á ferli Jóns. Þrátt fyrir yfirskriftina á þessi örstutta tónsmíð ekkert skylt við elektróníska „concréte“-tónlist, heldur er um að ræða prógrammmúsík fyrir „sjö persónur", leiknar af tíu hljóðfærum. Það sem þó skiptir höfuðmáli er að Jón komst aldrei á tónsmíðaferli sínum nær því að semja tólftónatónlist en einmitt í þessu verki, sem er samið þegar hann er á sjötugsaldri og löngu búinn að búa sér til nærri óffá- víkjanlegar reglur í tónskáldskap sínum. Bandaríski tónlistarmaðurinn Paul Zu- kofsky hefur sagt að í verkinu megi sjá merki þess að Jón hafi þekkt tónlist Schönbergs betur en menn hefur hingað tU grunað, og það jafhvel þótt Jón hafi komist svo að orði, að verkið mætti ann- aðhvort skilja sem alvöru eða skop. Ekkert af þessu kemur fram í umfjöllun Áhléns, heldur það eitt, að hann ímyndar sér að verkið lýsi „fundi með starfsbræðrum úr tónskáldastétt", án þess þó að rökstyðja tilgátu sína nánar. Eins og áður var getið einbeitir Áhlén sér fyrst og ffemst að því að rekja feril Jóns í Þýskalandi og Svíþjóð. Þó neyðist hann, eðli málsins samkvæmt, til að fjalla einnig í nokkru máli um þau ár sem Jón bjó á íslandi, og er yfirleitt minna að græða á þeim hlutum bókarinnar. Mestu púðrinu eyðir hann í að halda fram gam- alli kenningu um Jón og samtíma hans, sem tími er kominn tU að endurskoða. Undirtitillinn „tónskáld í mótbyr“ gefur strax til kynna viðhorf Áhléns. Sam- kvæmt kenningu hans var Jón misskUið tónskáld sem barðist alla ævi við smá- borgarahátt samtímamanna sinna og heyrði verk sín aldrei flutt vegna þeirrar andúðar sem menn höfðu á tónsköpun hans. Rómantíska mýtan um misskilda listamanninn sem skrifar fyrir skúffuna hefur lengi viljað loða við Jón. En var mótbyrinn jafn sterkur og Áhlén gefur í skyn? Hann segir það t.d. vera „krafta- verk [...] að [Jón] skyldi yfirleitt semja tónlist, miðað við það andstreymi og auðmýkingu sem hann mátti búa við“ (bls. 9). Hér gengur Áhlén of langt. Jón var stórhuga og skapmikUl listamaður, og sætti sig aldrei við málamyndanir. Það voru ekki síst erfiðir skapsmunir hans, og atgangsharka vegna höfundarréttarmála, TMM 2000:1 www.malogmenning.is 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.