Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 45
ÞANKAR UM MÁLVERKAFALSANIR Það er allútbreiddur misskilningur að kategorískri flokkun fylgi stigskipt afstaða; að menn muni aftur fara að gera stífan greinarmun á hámenningu og lágmenningu; hátíðlegri list og dægurlist. Kategorísk flokkun ómerkir einmitt allan slíkan rugling milli ólíkra tegunda. Hún gengur út frá því að all- ir flokkar eigi jafnmikinn tilverurétt og því er ekki um neinn stigskiptan ágreining að ræða milli ólíkra flokkunarhópa, öðru nær. Einstaklingur sem virðir kategorískan mun á ólíkum listrænum og menningarlegum afurðum víkkar sjóndeildarhringinn sjálfkrafa. Hann getur til dæmis notið þess að fara í kirkju að morgni til að hlýða á hátíðlegan flutning á kantötu eftir Bach; tekið þátt í útisamkomu um eftirmiðdaginn þar sem rokkhljómsveitir og trúbadúrar halda uppi stemningunni; og endað daginn á hljómleikum með alþjóðlegum djass-hljómlistarmönnum. Væri slíkur maður með kategorí- urnar á hreinu kæmi honum ekki til hugar að láta sér leiðast á Bach-hljóm- leikunum af því að kantötuna skorti salsataktinn, né mundi hann ætlast til að djassinn sem hann hlustaði á um kvöldið væri blandaður fjórum fjórðu-töktum rokkaranna. Kategorískt þenkjandi einstaklingi þykir einmitt óviðjafiianlegt að geta notið ríkidæmis alls hins margbreytilega sem tilveran hefur upp á að bjóða. Hann biður ekki um kost rýrðan af óþarfa samsulli vegna þess að vanþróaðir bragðlaukar hans fulsi við óvæntu áreiti sem hann kannast ekki við frá fyrri upplifun. Á sinn hátt er kategorískur listunnandi einnig laus við þá kvöð að þurfa að finna keiminn af frumherjunum okkar góðu í hverju einu sem hann virðir fýrir sér. Hann hrífst af hinu sérstæða og ræktar með sér smekk sem einkenn- ist af víðsýni og forvitni. Bandaríski gagnrýnandinn Clement Greenberg hélt því fram að maður þyrfti ekki að fara á listsýningar ætlaði hann sér ekki ann- að en endurupplifa áhrifin af því sem hann þekkti þegar. Falsarar eru snill- ingar í þeirri list að þefa uppi fyrirffam gefnar væntingar og koma þeim fyrir í svikinni vöru sinni. Það er algengasta meðalið sem þeir beita til að draga væntanlegt fórnarlamb á tálar. Það er með öðrum orðum látið ganga sjálf- viljugt í gildruna, teymt áfram af lönguninni til að endurupplifa eitthvað sem það þekkir, en þekkir þó ekki nægilega vel til að geta forðast svikin. í stað þess að vera sá sem valdið hefur glatar kaupandi svikinnar vöru valdi sínu í hendur hins óprúttna, vegna þess að hann er á valdi eigin tilfmninga en ekki dómgreindar sinnar. Ræktun smekkvísi í tengslum við sæmilega dómgreind er eina varanlega vörnin gegn sírenusöng svikarans. * Flestar tilvitnanir eru fengnar úr dómi Hæstaréttar í máli Ákæru- valdsinsgegn Pétri Þór Gunnarssyni, sem varfelldur4. nóvembersíðast- liðinn. Dóminn er hægt að lesa í heild sinni á heimasíðu Hæstaréttar íslands (www.haestirettur.is). Aðrar tilvitnanir eru úr viðtölum við Ólaflnga Jónsson, forvörð. TMM 2000:1 www.malogmenning.is 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.