Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 111
Helgi Ingólfsson Eldurinn og andinn Þrátt íyrir ankannalega febrúarmuskuna fagnaði hann dagsbirtunni með augunum, en ekki síður í hjarta sínu, því að dagsbjarminn blikaði ætíð eins og demantur, jafnvel þá daga þegar hann hafði verið dreginn úr dimmri dýflissunni til að mæta Dóminikönunum. Eigi að síður líktist þessi dagur engum öðrum, hinsta stundin, augnablik dómsins. Hann stóð óstyrkur á vagninum sem skókst í sífellu, úlnliðirnir reyrð- ir hátt á bak upp með reipi og enda þess brugðið sem snöru um háls- inn, svo herða myndi að ef hann félli við. Meðfram strætunum alla leiðina út að Campo del Fiore fylktist reiður múgur með hnefa steytta á loft, hrópandi ókvæðisorð, ragnandi óguðlega, hrækjandi í átt að honum. Aðalsmenn sameinuðust við hlið armingja, prestar við hlið pörupilta, daglaunamenn við hlið drykkjudólga, víxlarar við hlið vasaþjófa. Ef hann hafði nokkurn tíma fundið hvöt hjá sér til að rifja upp dýrðardaga sína, þá var það nú - fyrir hugskotssjónum svifu óljósar minningar frá þeim tíma þegar hann reið glitsöðluðum gæð- ingum, skiptist á skoðunum við Frankakonung, skeggræddi við skóla- spekingana í Öxnafurðu, þvældist endilangt um Evrópu, frá Napólí til Wittenberg, frá Lundúnum til Prag. Nú stóð hann hér í tættum lörf- um, úthúðaður og útskúfaður, fordæmdur og fyrirlitinn, óstöðugur á ískrandi vagnskrifli, á leið til eigin aftöku, nei, til syndahreinsunar sinnar samkvæmt skilgreiningu Klementíusar og alls kirkjulega stóðs- ins. Tannlaus ribbaldi greip í vagnbríkina, hljóp við fót og hrópaði: „Megir þú að eilífu stikna í helvíti, trúvillingurinn þinn!“ Ófýrirleitið hæðnisbros drjólans minnti á glott hauskúpu, handanheimsgeiflu sláttumannsins. Tíminn var á þrotum. Castell san Angelo var nú úr augsýn, að baki lágu sjö ár í félagsskap við völskur og varasama misindismenn. Það tímabil hafði einkennst af endalausum yfirheyrslum, hótunum og kappræðum við mislynda guðfræðinga, sem sumir voru mjúkmálir og aðrir með stálkjaft. Hann TMM 2000:1 www.malogmenning.is 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.