Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 128
RITDÓMAR sem fóru fyrir brjóstið á mönnum hér á landi. Þar mætti raunar nefna til sögunn- ar ýmsar heimildir sem Áhlén virðist vera ókunnugt um. Þann 15. apríl 1954 birtist t.d. í Morgunblaðinu „Skeyti til Jóns Leifs“ frá „ffænku“ hans, Gróu á Leiti: Ég vona, að þú sért enn með réttu ráði, þótt reynslan bendi á annað, litli snáði; sem fífl þú skrifar skeyti um allan heim til skemmtunar og eftirlætis þeim er aðeins vilja hafa þig að háði. Því vil ég líka láta þig fá skeyti, og legðu nú þinn sauðarkoll í bleyti: Er nokkuð satt í því, sem heyrt ég hef um heiðarleik í sambandi við STEF -? Þín fyrirmynd og frænka, Gróa á Leiti. Það er sem betur fer liðin tíð að stærsta dagblað landsins birti nafnlaus níðkvæði um íslensk tónskáld. En vilji menn tala um „mótbyr“ er hans kannski helst að leita í lágkúrulegum árásum sem þessari, og vekur þá óneitanlega athygli að hér skuli ekki vikið einu orði að tónlist Jóns. Enda voru verk Jóns ætíð flutt hér á landi eftir því sem tök voru á, jafnvel þótt ekki hafi allir verið á eitt sáttir um ágæti henn- ar. En það gefur jafnframt auga leið, að þegar tónsmiður, búsettur á íslandi síð- ustu 23 ár ævinnar, er svo skeytingarlaus um allar ytri aðstæður að hann semur hvert stórvirkið á fætur öðru fyrir stórar hljómsveitir og risakóra, er næsta hjákát- legt að tala um „mótbyr“ þótt sum verkin hafi ekki heyrst fyrr en nú á síðustu árum, eftir því sem íslensku tónlistarlífi hefur vaxið fiskur um hrygg. Auk þess virðist Áhlén sjálfum vera ljóst, að and- streymið var hluti af listamannsímynd Jóns, og því að nokkru leyti hans eigin hugarsmíð. A.m.k. segir hann á einum stað í bókinni að „yfirlætisleg sjálfsmynd Jóns sem misskilins tónskálds og snill- ings“ hafi reynst foreldrum hans „þung í skauti og var þeim og honum eilíft misldíðarefhi“(bls. 151). Því má heldur ekki gleyma, þótt Áhlén geti þess ekki í bók sinni, að Jón Leifs átti sér alltaf öflugt lið málsmetandi manna á íslandi. Hann er líklega eina hérlenda tónskáldið sem stofhað hefur verið um sérstakt „félag“, stofnsett árið 1932 til að „styðja opinberar útgáfur á verkum Jóns Leifs og síðar opinberan flutning þeirra“, undir árvökulum augum Kristjáns Al- bertssonar og fleiri góðvina Jóns. Helstu listamenn þjóðarinnar gengu hvað eftir annað fyrir skjöldu og töluðu máli hans. Jóhannes Kjarval kallaði þau Jón og Annie „Genies" í Reykjavíkurblöðunum á þriðja áratugnum, og í lofgrein sinni um Jón, „Um þjóðlega tónlist“ (1935) komst Halldór Laxness eftirminnilega að orði: „Það snjalla í fari Jóns Leifs er þetta: hann hefurheyrtíslenskatóna [...] Hannhefur fundið íslensk tónstef, sem við þekkjum öll, því þau leynast í okkar eigin brjóstum, hvers og eins; hann hefúr ennffemur gert merkilegar tilraunir til að byggja yfir þau stílhrein listaverk í stóru sniði, með heimsbrag". Þessi orð eru öðru fremur til marks um einstaka skarpslcyggni skálds- ins, því þegar þau voru rituð hafði Jón Leifs ekki stundað tónsmíðar að ráði nema í áratug, og átti enn ósamin öll sín stærstu verk. Þegar öllu er á botninn hvolft á því „mótbyrinn“ minna skylt við tónverkin sjálf en við hina flóknu skap- gerð mannsins að baki þeim, og einmitt þess vegna verður öll umfjöllun þar að lútandi að taka persónu listamannsins til gaumgæfilegrar athugunar. Það er stór galli á þessari bók að Áhlén skuli ekki fjalla um skapferli Jóns á ítarlegri hátt. Sé bókin skoðuð vel má finna á stangli lýsingar sem fróðlegt hefði verið að safha á einn stað og vinna betur úr. Samkvæmt Áhlén var Jón hrokafullur, með ofmat á sjálfum sér (bls. 30), hann skorti þolin- mæði (bls. 31), var ffekur og síngjarn (bls. 118 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.