Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 27
Kristján B. Jónasson Fúlsað við flotinu íslenzk menning eftir Sigurð Nordal á árinu 2000 Hefði ég á nýársnótt setið á rassinum á vegamótum utan alfaraleiðar og horft á álfa sturta úr sínum andlegu féhirslum við fætur mér, efast ég stórlega um að ég hefði hvikað þótt einn þeirra hefði að lokum boðið mér þriggja binda öskjuna Fornar menntirl, II og III úr heildarsafni Sigurðar Nordals, þar sem ritið íslenzk menningtrónir einmitt í heiðurssæti: Ég hefði fúlsað við flotinu. Ekki þar fyrir að íslenzk menning fari illa í hillu, öðru nær, en vandamálið liggur fremur í því hvernig ég á að skilja ritið og bregðast við því fyrst yfirlýstur tilgangur þess er að vera „hugleiðing um vanda þess og vegsemd að vera íslendingur nú á dögum, studd við þá þekkingu á fortíð þjóðarinnar, sem höfundur hefur getað aflað sér og talið mestu varða11.1 Óðar og ég fer að íhuga hvað felst í þessari yfirlýsingu koma á mig vöflur. Því vandi þess og veg- semd að vera íslendingur verður vissulega tvöfalt erfiði ef ég þarf fyrst að hugsa um hvort ég get notað orðið „íslendingur“ áður en ég fer að íhuga veg- semd þess og vanda. Vandinn er líka í mínum augum ekki „að vera“ Islend- ingur, heldur fremur það hvað íslendingurinn „sé“ og reyndar ekki einu sinni það, heldur fremur inn í hvaða orðræður og iðkanir hugmyndin um pólitíska og menningarlega sjálfsvitund íslendingsins fellur, hvernig hún vinnur, hvaða valdi og hagsmunum hún þjónar og hve fyrirferðarmikil hún er í raun sem uppistöðuþáttur í sjálfsemd raunverulegs fólks nú á dögum; hvaða sögulegu þýðingu hún hefur haft. Og hvaða „þekkingu“ talar Sigurður um? Þekking hans sýnist mér byggð á hugmyndum hinnar pósitívísku sögu- hyggju 19. aldar eða þá innlifunarhyggju fyrstu áratuga þeirrar 20. sem er bundin í fræðistafi hjá Croce og Collingwood og markar um margt stefnuna í íslenzkri menningu eins og Gunnar Karlsson hefur rakið.2 Þessi sögulega þekking dregur að sjálfsögðu dám af þeim aðstæðum sem hún verður til í, þeim „framleiðsluferlum" sem sagnfræðingar og menntamenn þess tíma tileinkuðu sér innan háskólastofnana Norður-Evrópu og einkennist af því: Þessi þekking er sjálf söguleg. En um leið kemur textinn á móti mér á þessari leið því eins og Sigurður rekur sjálfur í formála var hann ekki alls kostar ánægður með pósitívismann sem honum var kenndur á háskólaárum hans í Kaupmannahöfn og það var TMM 2000:1 www.malogmenning.is 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.