Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 27
Kristján B. Jónasson
Fúlsað við flotinu
íslenzk menning eftir Sigurð Nordal á árinu 2000
Hefði ég á nýársnótt setið á rassinum á vegamótum utan alfaraleiðar og horft
á álfa sturta úr sínum andlegu féhirslum við fætur mér, efast ég stórlega um
að ég hefði hvikað þótt einn þeirra hefði að lokum boðið mér þriggja binda
öskjuna Fornar menntirl, II og III úr heildarsafni Sigurðar Nordals, þar sem
ritið íslenzk menningtrónir einmitt í heiðurssæti: Ég hefði fúlsað við flotinu.
Ekki þar fyrir að íslenzk menning fari illa í hillu, öðru nær, en vandamálið
liggur fremur í því hvernig ég á að skilja ritið og bregðast við því fyrst
yfirlýstur tilgangur þess er að vera „hugleiðing um vanda þess og vegsemd að
vera íslendingur nú á dögum, studd við þá þekkingu á fortíð þjóðarinnar,
sem höfundur hefur getað aflað sér og talið mestu varða11.1 Óðar og ég fer að
íhuga hvað felst í þessari yfirlýsingu koma á mig vöflur. Því vandi þess og veg-
semd að vera íslendingur verður vissulega tvöfalt erfiði ef ég þarf fyrst að
hugsa um hvort ég get notað orðið „íslendingur“ áður en ég fer að íhuga veg-
semd þess og vanda. Vandinn er líka í mínum augum ekki „að vera“ Islend-
ingur, heldur fremur það hvað íslendingurinn „sé“ og reyndar ekki einu
sinni það, heldur fremur inn í hvaða orðræður og iðkanir hugmyndin um
pólitíska og menningarlega sjálfsvitund íslendingsins fellur, hvernig hún
vinnur, hvaða valdi og hagsmunum hún þjónar og hve fyrirferðarmikil hún
er í raun sem uppistöðuþáttur í sjálfsemd raunverulegs fólks nú á dögum;
hvaða sögulegu þýðingu hún hefur haft. Og hvaða „þekkingu“ talar Sigurður
um? Þekking hans sýnist mér byggð á hugmyndum hinnar pósitívísku sögu-
hyggju 19. aldar eða þá innlifunarhyggju fyrstu áratuga þeirrar 20. sem er
bundin í fræðistafi hjá Croce og Collingwood og markar um margt stefnuna
í íslenzkri menningu eins og Gunnar Karlsson hefur rakið.2 Þessi sögulega
þekking dregur að sjálfsögðu dám af þeim aðstæðum sem hún verður til í,
þeim „framleiðsluferlum" sem sagnfræðingar og menntamenn þess tíma
tileinkuðu sér innan háskólastofnana Norður-Evrópu og einkennist af því:
Þessi þekking er sjálf söguleg.
En um leið kemur textinn á móti mér á þessari leið því eins og Sigurður
rekur sjálfur í formála var hann ekki alls kostar ánægður með pósitívismann
sem honum var kenndur á háskólaárum hans í Kaupmannahöfn og það var
TMM 2000:1
www.malogmenning.is
17