Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 85
UPPGJÖR í HÖMRUM
örlagastund. Stúlka fer í klettana en ekki piltur. Hún fer upp, ekki niður. Hún
lætur af þrjósku sinni við ákall elskandans sem brýtur odd af oflæti sínu. Á
þessari stundu breytir hún kvenhatara í elskhuga, ekki unnusta í ókunnugan
mann eins og gerðist við valshreiðrið hinn örlögþrungna dag. f Valshreiðrinu
er stúlkan fyrsta ást unga mannsins. í Barni náttúrunnar er Hulda síðasta ást
Randvers.
í framhaldi af hinu sérstæða atviki í klettunum átti reyndar sitthvað effir
að gerast í skáldsögunni. Enn var allmikil þrjóska í Huldu og hún gaf sig ekki
fyrr en veröld Randvers var hrunin. En þrjóska hennar var annars eðlis en
hinn einbeitti vilji stúlkunnar í smásögunni. Hulda hugsaði umfram allt um
frelsi sér til handa. Hún vildi losna út úr hinu fjötraða sveitalífi og njóta auð-
æva Randvers með honum á fjarlægum stöðum - og auðæva Ara þegar
Randver hafði brugðist vonum hennar. Hin stúlkan vildi láta unnusta sinn
lúta vilja sínum í öllu. Viðskilnaðurinn við hana reyndist honum því ekki
erfiður, gjörólíkt því sem gerðist hjá Randver sem lagðist í þunglyndi og
drykkju.
Rifja má upp einstök atriði til viðbótar í sögunum tveimur sem sýna lík-
indi eða skyldleika. Stúlkurnar eru eftirlætisbörn á efnuðu heimili. Þær hafa
jarpt hár og dökk augu og eru handsmáar. Þær elska menntaðan mann sem
birtist þeim í heimahögum þeirra - við ána. Þær una sér best undir berum
himni og virðast ekki taka þátt í daglegum störfum. Þær stýra umræðum og
athöfnum. Þegar mikið liggur við leggja þær hönd á öxl unnustans. Um
Huldu segir faðir hennar, Stefán:
Já, sál hennar. - Þó að eg sé faðir hennar, þá skammast eg mín ekkert
fyrir að segja, að þar gnæfir villidýrið yfir alt annað. Það er svo ógur-
lega mikið afþessu vilta í sál hennar, þessu vilfidýrseðli [...] og af því
leiðir, að hún yfirstígur og einskisvirðir tilfinningar annara. (41)
Hið sama mætti segja um stúlkuna í Valshreiðrinu
En þrátt fyrir allt eru báðar umræddar sögur óhagstæðar konum. í smá-
sögunni lýtur stúlkan í lægra haldi fyrir unnustanum og missir hann á því
augnabliki sem hún kastar fjöreggi ástar þeirra í hylinn. Það fylgir sögunni að
hún giffist ekki. Henni varð ekki að þeirri ósk sinni að ná valdi á annars vilja -
unnustans. í skáldsögunni ákveður konan að hætta við það sem hugur henn-
ar hafði staðið til; hún fer ekki út í heim heldur sest að í sveitinni sem hún
hafði að vissu leyti fyrirlitið.
Matthías Viðar Sæmundsson bendir á það í bókinni Ást og útlegð að í
Valshreiðrinu megi greina hugmyndir Nietzsches um sigrandi mátt viljans.
Matthías Viðar talar um „hólmgöngu tveggja vilja“ í uppgjöri elskendanna
TMM 2000:1
www.malogmenning.is
75