Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 85
UPPGJÖR í HÖMRUM örlagastund. Stúlka fer í klettana en ekki piltur. Hún fer upp, ekki niður. Hún lætur af þrjósku sinni við ákall elskandans sem brýtur odd af oflæti sínu. Á þessari stundu breytir hún kvenhatara í elskhuga, ekki unnusta í ókunnugan mann eins og gerðist við valshreiðrið hinn örlögþrungna dag. f Valshreiðrinu er stúlkan fyrsta ást unga mannsins. í Barni náttúrunnar er Hulda síðasta ást Randvers. í framhaldi af hinu sérstæða atviki í klettunum átti reyndar sitthvað effir að gerast í skáldsögunni. Enn var allmikil þrjóska í Huldu og hún gaf sig ekki fyrr en veröld Randvers var hrunin. En þrjóska hennar var annars eðlis en hinn einbeitti vilji stúlkunnar í smásögunni. Hulda hugsaði umfram allt um frelsi sér til handa. Hún vildi losna út úr hinu fjötraða sveitalífi og njóta auð- æva Randvers með honum á fjarlægum stöðum - og auðæva Ara þegar Randver hafði brugðist vonum hennar. Hin stúlkan vildi láta unnusta sinn lúta vilja sínum í öllu. Viðskilnaðurinn við hana reyndist honum því ekki erfiður, gjörólíkt því sem gerðist hjá Randver sem lagðist í þunglyndi og drykkju. Rifja má upp einstök atriði til viðbótar í sögunum tveimur sem sýna lík- indi eða skyldleika. Stúlkurnar eru eftirlætisbörn á efnuðu heimili. Þær hafa jarpt hár og dökk augu og eru handsmáar. Þær elska menntaðan mann sem birtist þeim í heimahögum þeirra - við ána. Þær una sér best undir berum himni og virðast ekki taka þátt í daglegum störfum. Þær stýra umræðum og athöfnum. Þegar mikið liggur við leggja þær hönd á öxl unnustans. Um Huldu segir faðir hennar, Stefán: Já, sál hennar. - Þó að eg sé faðir hennar, þá skammast eg mín ekkert fyrir að segja, að þar gnæfir villidýrið yfir alt annað. Það er svo ógur- lega mikið afþessu vilta í sál hennar, þessu vilfidýrseðli [...] og af því leiðir, að hún yfirstígur og einskisvirðir tilfinningar annara. (41) Hið sama mætti segja um stúlkuna í Valshreiðrinu En þrátt fyrir allt eru báðar umræddar sögur óhagstæðar konum. í smá- sögunni lýtur stúlkan í lægra haldi fyrir unnustanum og missir hann á því augnabliki sem hún kastar fjöreggi ástar þeirra í hylinn. Það fylgir sögunni að hún giffist ekki. Henni varð ekki að þeirri ósk sinni að ná valdi á annars vilja - unnustans. í skáldsögunni ákveður konan að hætta við það sem hugur henn- ar hafði staðið til; hún fer ekki út í heim heldur sest að í sveitinni sem hún hafði að vissu leyti fyrirlitið. Matthías Viðar Sæmundsson bendir á það í bókinni Ást og útlegð að í Valshreiðrinu megi greina hugmyndir Nietzsches um sigrandi mátt viljans. Matthías Viðar talar um „hólmgöngu tveggja vilja“ í uppgjöri elskendanna TMM 2000:1 www.malogmenning.is 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.