Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 84
BALDUR HAFSTAÐ Minnisstæðasti kaflinn í Barni náttúrunnar heitir „Klif‘. Randver er nýlega kominn til dvalar hjá Stefáni á Hóli, föður Huldu. Hann tekur þátt í heyskapnum og er fullóvæginn við barn náttúrunnar í viðurvist vinnufólks- ins. Daginn eftir reikar hann frá bænum og gengur ffarn á Huldu. Hann verður áheyrandi að gráti hennar og sjálfsásökun fyrir að hafa valdið ógæfu hins fátæka bóndasonar, Einars. Randver lætur sem hann hafi ekki heyrt orð hennar og spyr hvers vegna hún sé að gráta. Hún vill ekki trúa honum fyrir leyndarmálum sínum enda augljóst af ffamkomu hans að hann er ennþá haldinn kvenhatri. En þá gerist hið óvænta. Hulda hleypur í átt að hamri miklum og hefur sig svo upp, nibbu af nibbu. Randver verður dauðskelkaður og hrópar: „Hulda! Farður [sic] niður! Hvað ætlarðu? Þér er bráður bani bú- inn, ef þér skrikar fótur“ (57). Spennan eykst eftir því sem Hulda mjakast ofar. f örvæntingu sinni kallar Randver Huldu elskuna sína. En þegar hún er í þann veginn að komast á hásnösina er eins og komi á hana hik og hún virðist ætla að snúa aftur og koma sömu leið til baka. Þar með væri henni bráður bani búinn; sú er að minnsta kosti sannfæring Randvers. Hann grípur til örþrifaráða: „Hulda!“ sagði hann hárri, æðisblandinni örvæntingarröddu. „Ef þú færir þig spönn niður á við, þá rek eg þennan kníf í gegnum hjarta mitt.“ (60) Orð Randvers hrífa. Hulda kippir fætinum að sér og seilist með höndunum upp á kleifarbrúnirnar og rykkir sér í einu vetfangi upp á snösina. Hún hróp- ar síðan á Randver og skipar honum að fleygja hnífnum. Það kemur í ljós að ástæðan fyrir því að Hulda ætlaði niður aftur var sú að það var köngulóarvefur efst í klaufinni við brúnina. í báðum sögunum er spenna milli elskenda. f sögu Einars lætur hvorugt undan þegar til uppgjörs kemur. Endanlegt uppgjör verður að vísu ekki í ffá- sögn Laxness af klifinu. En þar verða þó skil í skáldsögunni því að persón- urnar láta af þrjósku sinni og sannfærast um ást sína. Þannig gegnir glæfraförin í klettana andstæðu hlutverki í verkunum tveimur enda til henn- ar stofnað á ólíkan hátt. Annars vegar er trúlofun („Þau höfðu trúlofast þarna í kleifmni" 66), hins vegar slitnar upp úr trúlofun. Það eru því einkum andstæðurnar í líkindunum sem gera samanburðinn athyglisverðan. Laxness sagði um skáldsögu sína Sjálfstættfólkog sögu Knuts Hamsun Gróðurjarðarað þær væru með andstæðum forteiknum (472). Eins er um Barn náttúrunnar og Valshreiðrið. Hávaði og köll bergmála í ferð Huldu í hamrana en í Valshreiðrinu ríkir algjör þögn milli elskenda á þeirri 74 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.