Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 84
BALDUR HAFSTAÐ
Minnisstæðasti kaflinn í Barni náttúrunnar heitir „Klif‘. Randver er
nýlega kominn til dvalar hjá Stefáni á Hóli, föður Huldu. Hann tekur þátt í
heyskapnum og er fullóvæginn við barn náttúrunnar í viðurvist vinnufólks-
ins. Daginn eftir reikar hann frá bænum og gengur ffarn á Huldu. Hann
verður áheyrandi að gráti hennar og sjálfsásökun fyrir að hafa valdið ógæfu
hins fátæka bóndasonar, Einars. Randver lætur sem hann hafi ekki heyrt orð
hennar og spyr hvers vegna hún sé að gráta. Hún vill ekki trúa honum fyrir
leyndarmálum sínum enda augljóst af ffamkomu hans að hann er ennþá
haldinn kvenhatri. En þá gerist hið óvænta. Hulda hleypur í átt að hamri
miklum og hefur sig svo upp, nibbu af nibbu. Randver verður dauðskelkaður
og hrópar: „Hulda! Farður [sic] niður! Hvað ætlarðu? Þér er bráður bani bú-
inn, ef þér skrikar fótur“ (57). Spennan eykst eftir því sem Hulda mjakast
ofar. f örvæntingu sinni kallar Randver Huldu elskuna sína. En þegar hún er í
þann veginn að komast á hásnösina er eins og komi á hana hik og hún virðist
ætla að snúa aftur og koma sömu leið til baka. Þar með væri henni bráður
bani búinn; sú er að minnsta kosti sannfæring Randvers. Hann grípur til
örþrifaráða:
„Hulda!“ sagði hann hárri, æðisblandinni örvæntingarröddu. „Ef þú
færir þig spönn niður á við, þá rek eg þennan kníf í gegnum hjarta
mitt.“ (60)
Orð Randvers hrífa. Hulda kippir fætinum að sér og seilist með höndunum
upp á kleifarbrúnirnar og rykkir sér í einu vetfangi upp á snösina. Hún hróp-
ar síðan á Randver og skipar honum að fleygja hnífnum.
Það kemur í ljós að ástæðan fyrir því að Hulda ætlaði niður aftur var
sú að það var köngulóarvefur efst í klaufinni við brúnina.
í báðum sögunum er spenna milli elskenda. f sögu Einars lætur hvorugt
undan þegar til uppgjörs kemur. Endanlegt uppgjör verður að vísu ekki í ffá-
sögn Laxness af klifinu. En þar verða þó skil í skáldsögunni því að persón-
urnar láta af þrjósku sinni og sannfærast um ást sína. Þannig gegnir
glæfraförin í klettana andstæðu hlutverki í verkunum tveimur enda til henn-
ar stofnað á ólíkan hátt. Annars vegar er trúlofun („Þau höfðu trúlofast
þarna í kleifmni" 66), hins vegar slitnar upp úr trúlofun.
Það eru því einkum andstæðurnar í líkindunum sem gera samanburðinn
athyglisverðan. Laxness sagði um skáldsögu sína Sjálfstættfólkog sögu Knuts
Hamsun Gróðurjarðarað þær væru með andstæðum forteiknum (472). Eins
er um Barn náttúrunnar og Valshreiðrið. Hávaði og köll bergmála í ferð
Huldu í hamrana en í Valshreiðrinu ríkir algjör þögn milli elskenda á þeirri
74
www.malogmenning.is
TMM 2000:1