Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 15
DACRENNING NORRÆNNAR SÖGU „Nú koma íslendingar fram á sjónarsviðið. Þá er dagrenning norrænnar sögu.“ (43) Þó varast Sigurður Nordal ýmsar gildrur þjóðernisstefnunnar og hefur enda fyrir sér hörmulegar afleiðingar hennar suður í Evrópu meðan hann lýkur við ritið. Hann hafnar því að íslendingar hafi verið la créme de la créme Norðmanna sem hafi sakir ættgöfgi og stórlyndis kosið heldur útlegð á norð- urhjara en ánauð heima (63-68, 79). Þessar skýringar á landnámi íslands duga honum ekki. Að hans mati eru íslendingar ekki Norðmenn eingöngu, hann man vel eftir Keltum og Löppum sem eru enn í öndvegi rannsókna á ís- lenskum miðöldum.3 Og þjóðernissinninn Sigurður Nordal kemur á óvart með því að telja þjóð afar villandi hugtak þegar um miðaldir er að ræða (91). Um þjóðernishugmynd íslendinga segir hann: „Þeir vissu að vísu, að þeir voru íslendingar, íbúar Islands, en fundu ekki til þeirrar sérstöðu öðru vísi en Þrændur gagnvart Víkverjum, Gautar gagnvart Svíum, Jótar gagnvart Skán- ungum.“ (98) Þetta er í ágætum takti við skoðanir róttækra fræðimanna um þessar mundir.4 Hugmynd Sigurðar Nordals er að þjóðernið hafi orðið til á töfrastað: „En íbúar landsins urðu íslenzk þjóð á Þingvelli.“ (150) Fyrir honum eru Þing- vellir greinilega þjóðminningastaður (lieu de mémoire) eins og það heitir nú.5 Honum þykir enda eins og ýmsum fræðimönnum fyrr og síðar að alþingi á Þingvöllum hafi verið einstakt fyrirbæri, þess umkomið að skapa þjóðarvitund íslendinga. Á það myndu margir fræðimenn ekki sættast leng- ur. Og þegar kemur að stöðu íslenskra fornbókmennta í heiminum brýst þjóðerniskenndin fram af fullum krafti: í slenzkar fornbókmenntir, - ef til þeirra er talið allt, sem varðveitt var á íslandi og hvergi annars staðar, - eru frumlegustu og að flestu leyti sígildustu bókmenntir allra miðalda, milli klassískra rita Grikkja og Rómverja og rita frumkristninnar annars vegar og þroskuðustu bók- mennta endurreisnartímanna hins vegar. En þær eru auk þess lang- fyllstu og fullkomnustu heimildir um hina germönsku uppsprettu vestrænnar menningar, kjarni hinnar þriðju ritningar Norðurálfu- þjóða. Þær eru furðulegt, veraldarsögulegt afrek smárrar þjóðar“6 Það þarf ekki að efast um að íslendingum hefur líkað vel að lesa slík orð árið 1942, rétt eins og þeim þykir ennþá lofið gott um eigið afrek. Öðru hvoru hefur Sigurður Nordal þjóð sína og bókmenntir hennar á stall en kippir henni svo af honum í næstu andrá, slær úr og í, hafnar til að mynda þjóðernishugtakinu en endurreisir það síðan á Þingvöllum. Við erum enn á svipuðum stað í glímu okkar við þjóðernið, hugtaki sem við öðrum þræði höfnum en virðumst á hinn bóginn ekki geta verið án. Annað höfuðatriði í þeirri mynd sem Sigurður Nordal vill draga af ís- TMM 2000:1 www.malogmenning.is 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.