Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 22
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÚTTIR frá þjóðernisstefnu eins og hún birtist meðal nokkurra smærri þjóða í Evr- ópu. Þar má nefna danska sagnfræðinginn Uffe 0stergárd sem leggur stund á evrópskar samanburðarrannsóknir en hann hefur haldið því fr am að mikil líkindi séu með þjóðernislegri sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar og þjóða í Mið- og Miðaustur-Evrópu sem fengu sjálfstæði 1918, eins og t.d. Tékkum.8 En þjóðernisleg sagnaritun íslendinga hefur einnig verið talin líkjast sagna- ritun Færeyinga, Norðmanna og Finna, auk þjóða Mið-Evrópu, frekar en sagnaritun stærri þjóða Evrópu.9 Nokkur atriði eru álitin einkennandi fyrir þjóðernisstefnu þessara þjóða. Þær byggja sjálfsmynd sína í grundvallaratriðum á þeirri hugmynd að þegn- ar þeirra tengist ekki eingöngu á borgaralegan, pólitískan hátt sem meðlimir sömu ríkisheildar. Þvert á móti eru böndin sem tengja þegnana álitin vera af eins konar náttúrulegum, líffænum toga. Þær eru nokkurs konar þjóðarper- sónur með náttúruleg eðliseinkenni. Þá hafa ýmsir fræðimenn, þ.á.m. ástr- alski félagsfræðingurinn John Hutchinson, bent á hvernig þær byggja sjálfsmynd sína í ríkum mæli á hugmyndinni um sérstaka sköpunarsögu í fyrsta lagi og ákveðið þjóðernislegt blómaskeið eða gullöld í öðru lagi sem álitin er undanfari nútíma þjóðríkis.10 Að lokum má finna í þjóðernisgoð- sögnum þjóðanna þá hugmynd að innan vébanda þessara miðaldasamfélaga eða „miðaldaþjóðríkja“ hafi blómstrað nokkrir helstu þættir í hugmynda- fr æði upplýsingarinnar og nútíma einstaklingshyggju, svo sem vilji til ffelsis og jafnréttis, rökhyggja og jafnvel lýðræði.11 En þessi hugmyndafræði var forsenda hinna lýðræðislegu nútímaþjóðríkja. Þessi einkenni settu öll sterkan svip á íslenska þjóðernisstefnu á fýrri hluta aldarinnar og leiðin sem Sigurður Nordal fór þegar hann skrifaði sína Crymogæu var einmitt sú að snúa um þúsund ár aftur í tímann í leit að hin- um bestu þáttum í eðli og sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar sem henni bæri að leggja rækt við í nútímanum. Ef afstaða Sigurðar Nordals er borin saman við sjálfsmynd þjóðarinnar á fyrri hluta aldarinnar eins og hún birtist t.d. í kennslubókum Jónasar ffá Hriflu og í almennri þjóðernisorðræðu samfélagsins er afstaða Sigurðar flóknari og mótsagnakenndari.12 Hann setur mun fleiri fyrirvara og gefur rúm fyrir fleiri fleti en venja var í eldri þjóðernissinnuðum fræðiritum, bæði á Islandi og víðar í Evrópu.13 Meðal annars gengur hann öðrum þræði út ffá almennri þekkingu á þróun þjóðríkisins. Þannig heldur hann fram því við- horfi að íslendingar á 10. öld hafi að vísu verið meðvitaðir um sérstöðu sína sem íslendingar í merkingunni íbúar íslands en hugtakið hafi ekki haft póli- tíska merkingu, þeir litu ekki svo á að hér væri að „myndast ný þjóð í þeim skilningi, sem síðar varð.“ „Þeir vissu að vísu“, segir Sigurður: 12 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.