Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 95
TÖFRARAUNSÆl í ÍSLENSKUM SAMTÍMASKÁLDSÖGUM upphaflegu tengsl mannsins við náttúruna og sjálfan sig. Textinn má vera fá- ránlegur en þarf um leið að vera gæddur vissum trúverðugleika.10 Ég mun aðallega notast við þessa skilgreiningu Verzasconis, Faris og For- emans í túlkun minni á íslenskum töffaraunsæisbókmenntum, a.m.k. í grundvallaratriðum, því hún er sú eina sem ekki rennur alfarið saman við fantasíuna. Um leið mun ég grípa til fleiri atriða frá Faris svo og atriða úr fantasíunni því ég tel að „hreint“ töffaraunsæi sé ekki til frekar en „hrein“ fantasía. Einnig vil ég leggja áherslu á að þótt höfundur hafi einhvern tímann verið stimplaður sem súrrealisti eða realisti geti texti hans samt borið ein- kenni töfraraunsæis. íslenska þjóðtrúin: Fylgjan 1 íslenskri þjóðtrú er sterk áhersla lögð á að sérhverri manneskju fylgi einhver ffamliðinn einstaklingur, offast nákominn ættingi sem verndar þann sem hann fylgir. Fylgjan er sjaldnast sýnileg dauðlegum mönnum en þó þykjast sumir sjá hana, stundum örfáum mínútum áður en sá sem hún fylgir kemur á staðinn. Fylgjan er off til staðar sem einhvers konar tilfinning eða hún birt- ist viðkomandi í draumi, t.d. til að vara við komandi áföllum eða vitja nafns ófædds barns. í gamla daga þótti óheillamerki að hunsa skilaboð fylgjunnar og í íslensk- um bókmenntum, sérstaklega fornsögum og þjóðsögum, eru ótal dæmi um að sá ferst sem brýtur skilaboðin. f eldri sögum er fylgjan sjaldnast elskuleg og umvefjandi, hún er miklu fremur ill og hefnigjörn vera sem ekki fær frið í gröf sinni, gengur affur og ofsækir heilu byggðalögin eða kannski bara einn einstakling líkt og sjá má í Grettissögu en þar eltir Glámur Gretti uppi hvert sem hann fer í nýlegri íslenskri skáldsögu, Skot, eftir Rögnu Sigurðardóttur (1998) kemur fýlgjan skýrt fram. Fylgjan er það eina sem brýtur upp raunsæis- ramma sögunnar og því vil ég hiklaust flokka söguna undir töfraraunsæi. Saga Rögnu fjallar um íslenska konu, Margréti sem vinnur í Rotterdam, Hollandi. Dag nokkurn hittir hún Arno, austrænan og heillandi karlmann og fellur samstundis kylliflöt fyrir honum. En kynni þeirra verða endaslepp því nokkrum klukkutímum eftir fyrsta og síðasta ástarfund þeirra er hann skotinn á færi úti á götu. Sagan snýst síðan um leit Margrétar að morðingja Arno og sú sem aðstoðar Margréti í leitinni er fylgjan hennar sem reyndar er gjörólík flestum fylgjum sem íslenskir lesendur eiga að venjast. Fylgjan er nefnilega fugl, og það enginn venjulegur fugl því hann er blanda af hrafni og uglu. Fugl þessi, sem kallaður er Bokki, fýlgir Margréti hvert sem hún fer og TMM 2000:1 www.malogmenning.is 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.