Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 22
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÚTTIR
frá þjóðernisstefnu eins og hún birtist meðal nokkurra smærri þjóða í Evr-
ópu. Þar má nefna danska sagnfræðinginn Uffe 0stergárd sem leggur stund
á evrópskar samanburðarrannsóknir en hann hefur haldið því fr am að mikil
líkindi séu með þjóðernislegri sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar og þjóða í
Mið- og Miðaustur-Evrópu sem fengu sjálfstæði 1918, eins og t.d. Tékkum.8
En þjóðernisleg sagnaritun íslendinga hefur einnig verið talin líkjast sagna-
ritun Færeyinga, Norðmanna og Finna, auk þjóða Mið-Evrópu, frekar en
sagnaritun stærri þjóða Evrópu.9
Nokkur atriði eru álitin einkennandi fyrir þjóðernisstefnu þessara þjóða.
Þær byggja sjálfsmynd sína í grundvallaratriðum á þeirri hugmynd að þegn-
ar þeirra tengist ekki eingöngu á borgaralegan, pólitískan hátt sem meðlimir
sömu ríkisheildar. Þvert á móti eru böndin sem tengja þegnana álitin vera af
eins konar náttúrulegum, líffænum toga. Þær eru nokkurs konar þjóðarper-
sónur með náttúruleg eðliseinkenni. Þá hafa ýmsir fræðimenn, þ.á.m. ástr-
alski félagsfræðingurinn John Hutchinson, bent á hvernig þær byggja
sjálfsmynd sína í ríkum mæli á hugmyndinni um sérstaka sköpunarsögu í
fyrsta lagi og ákveðið þjóðernislegt blómaskeið eða gullöld í öðru lagi sem
álitin er undanfari nútíma þjóðríkis.10 Að lokum má finna í þjóðernisgoð-
sögnum þjóðanna þá hugmynd að innan vébanda þessara miðaldasamfélaga
eða „miðaldaþjóðríkja“ hafi blómstrað nokkrir helstu þættir í hugmynda-
fr æði upplýsingarinnar og nútíma einstaklingshyggju, svo sem vilji til ffelsis
og jafnréttis, rökhyggja og jafnvel lýðræði.11 En þessi hugmyndafræði var
forsenda hinna lýðræðislegu nútímaþjóðríkja.
Þessi einkenni settu öll sterkan svip á íslenska þjóðernisstefnu á fýrri hluta
aldarinnar og leiðin sem Sigurður Nordal fór þegar hann skrifaði sína
Crymogæu var einmitt sú að snúa um þúsund ár aftur í tímann í leit að hin-
um bestu þáttum í eðli og sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar sem henni bæri
að leggja rækt við í nútímanum.
Ef afstaða Sigurðar Nordals er borin saman við sjálfsmynd þjóðarinnar á
fyrri hluta aldarinnar eins og hún birtist t.d. í kennslubókum Jónasar ffá
Hriflu og í almennri þjóðernisorðræðu samfélagsins er afstaða Sigurðar
flóknari og mótsagnakenndari.12 Hann setur mun fleiri fyrirvara og gefur
rúm fyrir fleiri fleti en venja var í eldri þjóðernissinnuðum fræðiritum, bæði
á Islandi og víðar í Evrópu.13 Meðal annars gengur hann öðrum þræði út ffá
almennri þekkingu á þróun þjóðríkisins. Þannig heldur hann fram því við-
horfi að íslendingar á 10. öld hafi að vísu verið meðvitaðir um sérstöðu sína
sem íslendingar í merkingunni íbúar íslands en hugtakið hafi ekki haft póli-
tíska merkingu, þeir litu ekki svo á að hér væri að „myndast ný þjóð í þeim
skilningi, sem síðar varð.“ „Þeir vissu að vísu“, segir Sigurður:
12
www.malogmenning.is
TMM 2000:1