Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 111
Helgi Ingólfsson
Eldurinn og andinn
Þrátt íyrir ankannalega febrúarmuskuna fagnaði hann dagsbirtunni
með augunum, en ekki síður í hjarta sínu, því að dagsbjarminn blikaði
ætíð eins og demantur, jafnvel þá daga þegar hann hafði verið dreginn
úr dimmri dýflissunni til að mæta Dóminikönunum. Eigi að síður
líktist þessi dagur engum öðrum, hinsta stundin, augnablik dómsins.
Hann stóð óstyrkur á vagninum sem skókst í sífellu, úlnliðirnir reyrð-
ir hátt á bak upp með reipi og enda þess brugðið sem snöru um háls-
inn, svo herða myndi að ef hann félli við. Meðfram strætunum alla
leiðina út að Campo del Fiore fylktist reiður múgur með hnefa steytta
á loft, hrópandi ókvæðisorð, ragnandi óguðlega, hrækjandi í átt að
honum. Aðalsmenn sameinuðust við hlið armingja, prestar við hlið
pörupilta, daglaunamenn við hlið drykkjudólga, víxlarar við hlið
vasaþjófa. Ef hann hafði nokkurn tíma fundið hvöt hjá sér til að rifja
upp dýrðardaga sína, þá var það nú - fyrir hugskotssjónum svifu
óljósar minningar frá þeim tíma þegar hann reið glitsöðluðum gæð-
ingum, skiptist á skoðunum við Frankakonung, skeggræddi við skóla-
spekingana í Öxnafurðu, þvældist endilangt um Evrópu, frá Napólí til
Wittenberg, frá Lundúnum til Prag. Nú stóð hann hér í tættum lörf-
um, úthúðaður og útskúfaður, fordæmdur og fyrirlitinn, óstöðugur á
ískrandi vagnskrifli, á leið til eigin aftöku, nei, til syndahreinsunar
sinnar samkvæmt skilgreiningu Klementíusar og alls kirkjulega stóðs-
ins. Tannlaus ribbaldi greip í vagnbríkina, hljóp við fót og hrópaði:
„Megir þú að eilífu stikna í helvíti, trúvillingurinn þinn!“ Ófýrirleitið
hæðnisbros drjólans minnti á glott hauskúpu, handanheimsgeiflu
sláttumannsins. Tíminn var á þrotum.
Castell san Angelo var nú úr augsýn, að baki lágu sjö ár í félagsskap
við völskur og varasama misindismenn. Það tímabil hafði einkennst
af endalausum yfirheyrslum, hótunum og kappræðum við mislynda
guðfræðinga, sem sumir voru mjúkmálir og aðrir með stálkjaft. Hann
TMM 2000:1
www.malogmenning.is
101