Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 45
ÞANKAR UM MÁLVERKAFALSANIR
Það er allútbreiddur misskilningur að kategorískri flokkun fylgi stigskipt
afstaða; að menn muni aftur fara að gera stífan greinarmun á hámenningu
og lágmenningu; hátíðlegri list og dægurlist. Kategorísk flokkun ómerkir
einmitt allan slíkan rugling milli ólíkra tegunda. Hún gengur út frá því að all-
ir flokkar eigi jafnmikinn tilverurétt og því er ekki um neinn stigskiptan
ágreining að ræða milli ólíkra flokkunarhópa, öðru nær. Einstaklingur sem
virðir kategorískan mun á ólíkum listrænum og menningarlegum afurðum
víkkar sjóndeildarhringinn sjálfkrafa. Hann getur til dæmis notið þess að
fara í kirkju að morgni til að hlýða á hátíðlegan flutning á kantötu eftir Bach;
tekið þátt í útisamkomu um eftirmiðdaginn þar sem rokkhljómsveitir og
trúbadúrar halda uppi stemningunni; og endað daginn á hljómleikum með
alþjóðlegum djass-hljómlistarmönnum. Væri slíkur maður með kategorí-
urnar á hreinu kæmi honum ekki til hugar að láta sér leiðast á Bach-hljóm-
leikunum af því að kantötuna skorti salsataktinn, né mundi hann ætlast til
að djassinn sem hann hlustaði á um kvöldið væri blandaður fjórum
fjórðu-töktum rokkaranna. Kategorískt þenkjandi einstaklingi þykir
einmitt óviðjafiianlegt að geta notið ríkidæmis alls hins margbreytilega sem
tilveran hefur upp á að bjóða. Hann biður ekki um kost rýrðan af óþarfa
samsulli vegna þess að vanþróaðir bragðlaukar hans fulsi við óvæntu áreiti
sem hann kannast ekki við frá fyrri upplifun.
Á sinn hátt er kategorískur listunnandi einnig laus við þá kvöð að þurfa að
finna keiminn af frumherjunum okkar góðu í hverju einu sem hann virðir
fýrir sér. Hann hrífst af hinu sérstæða og ræktar með sér smekk sem einkenn-
ist af víðsýni og forvitni. Bandaríski gagnrýnandinn Clement Greenberg hélt
því fram að maður þyrfti ekki að fara á listsýningar ætlaði hann sér ekki ann-
að en endurupplifa áhrifin af því sem hann þekkti þegar. Falsarar eru snill-
ingar í þeirri list að þefa uppi fyrirffam gefnar væntingar og koma þeim fyrir
í svikinni vöru sinni. Það er algengasta meðalið sem þeir beita til að draga
væntanlegt fórnarlamb á tálar. Það er með öðrum orðum látið ganga sjálf-
viljugt í gildruna, teymt áfram af lönguninni til að endurupplifa eitthvað
sem það þekkir, en þekkir þó ekki nægilega vel til að geta forðast svikin. í stað
þess að vera sá sem valdið hefur glatar kaupandi svikinnar vöru valdi sínu í
hendur hins óprúttna, vegna þess að hann er á valdi eigin tilfmninga en ekki
dómgreindar sinnar. Ræktun smekkvísi í tengslum við sæmilega dómgreind
er eina varanlega vörnin gegn sírenusöng svikarans.
* Flestar tilvitnanir eru fengnar úr dómi Hæstaréttar í máli Ákæru-
valdsinsgegn Pétri Þór Gunnarssyni, sem varfelldur4. nóvembersíðast-
liðinn. Dóminn er hægt að lesa í heild sinni á heimasíðu Hæstaréttar
íslands (www.haestirettur.is). Aðrar tilvitnanir eru úr viðtölum við
Ólaflnga Jónsson, forvörð.
TMM 2000:1
www.malogmenning.is
35