Morgunblaðið - 03.01.2015, Page 25

Morgunblaðið - 03.01.2015, Page 25
FRÉTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið upplysingar@reykjavik.is eða í síma 411 1111. www.reykjavik.is Á vef Reykjavíkurborgar undir „mínar síður“ geta fasteignaeigendur: www.reykjavik.is • sent inn erindi vegna fasteignagjalda • skoðað álagningarseðil fasteignagjalda (eftir 26. janúar 2015) og alla breytingarseðla þar á eftir • skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda • valið einn eða níu gjalddaga fasteignagjalda (til 15. janúar 2015) • gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur • óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum þar sem þeir verða, líkt og áður, ekki sendir út til greiðenda, 18-72 ára Fasteignagjöld í Reykjavík verða innheimt í heimabönkum. Fasteignaeigendum er jafnframt bent á beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum eða boðgreiðslur af greiðslukortum. Mínar síður á www.reykjavik.is inu.“ Vörusamsetning og þjón- ustuleiðir hafa tekið gífurlegum breytingum og segir Orri hefð- bundnar vörur fjarskiptafyr- irtækja vera að hverfa sem sjálf- stæðar einingar. „Tal- og gagnasamband er að færast inn í pakka með öðrum vörum enda síma- og netsamband orðið eins og hefðbundin veita, þar sem fólk vill aðgang en aðgreiningin er ekki mikil og arðsemin að veita eingöngu samband ekki jafn góð og áður. Samkeppnin er því ekki eingöngu við önnur fjarskiptafyr- irtæki heldur einnig við stór al- þjóðleg tölvufyrirtæki á borð við Apple og Google en vörur þeirra vinna ofan á kerfum fjarskiptafyr- irtækja á hverjum stað og virðis- aukinn vill leita til þeirra meðan fjarskiptafyrirtækin geta setið eftir með óarðbærari hluta eins og rekstur veitukerfanna. Við telj- um okkur þó hafa meira fram að færa en bara að reka veitukerfið og það er spennandi verkefni að móta viðskiptamótel Símans fyrir komandi ár í þessu breytta um- hverfi. Við megum ekki gleyma því að þær nýjungar sem þessi fyrirtæki hafa komið með hafa aukið eftirspurn eftir fjarskiptum margfalt sem býr til ný og spenn- andi tækifæri fyrir okkur.“ Nýjar vörur sem fjarskiptafyrirtæki hafa boðið upp á og byggja ofan á kerfi þeirra eru t.d. þjónusta á borð við sjónvarp Símans, að- gangur að tónlist og öðru efni og segir Orri að áfram verði byggt á vörum sem nýta fjarskiptakerfi fyrirtækisins og skapi virðisauka fyrir Símann og dótturfélög hans. Lekamálið og frelsið Mörgum þykir góð regla að tjá sig ekki um samkeppnisaðila sína en óhjákvæmilegt er að spyrja forstjóra Símans um afleiðingar af birtingu trúnaðarupplýsinga í kjölfar tölvuinnbrots í kerfum Vodafone. Fjölda notendanafna og lykilorða viðskiptavina Vodafone var stolið af kerfum fyrirtækisins og birt á netinu af óþekktum tölvuþrjóti. „Þegar upp koma mál af þessum toga er það áminning til allra sem starfa á þessum vett- vangi, ekki bara þeirra sem verða fyrir barðinu á innbrotinu. Bless- unarlega tókst sömu aðilum ekki að brjóta sér leið í gegnum örygg- iskerfi Símans og strax í kjölfarið útvíkkuðum við strangari öryggis- staðal sem náði yfir upplýsinga- tæknihluta fyrirtækisins yfir á alla starfsemi okkar,“ segir Orri en hann tekur jafnframt fram að ekk- ert kerfi sé 100 prósent öruggt. „Á sama tíma og fólk vill hafa 100 prósent aðgengi að sínum gögnum í mismunandi tækjum er erfitt að tryggja 100 prósent öryggi. Við gerum þó alltaf það sem við getum til að tryggja sem mest öryggi fyr- ir viðskiptavini okkar og um leið þjónusta þarfir þeirra eftir bestu getu.“ Aðgangur að efni og frjálsri tjáningu á netinu var til umræðu á nýafstöðnu ári en Síminn og önnur fjarskiptafyrirtæki lokuðu á skráa- deilingarsíðurnar Deildu.net og Pi- rate Bay að beiðni Sýslumannsins í Reykjavík. Það olli nokkru fjaðrafoki meðal margra netverja og töldu margir að gengið væri of nærri tjáningarfrelsi fólks meðan samtök höfundarrétthafa fögnuðu niðurstöðunni. Orri segir að þó fjarskiptafyrirtækin hafi dregist inn í umræðuna um lokun á fyrr- nefndum síðum þá sé það ekki hlutverk þeirra að taka afstöðu til þess hvort loka eigi einstaka net- síðum. „Fjarskiptafyrirtæki rit- skoða ekki það sem fer fram á kerfum þess. Það gildir um símtöl og netnotkun fólks. Að sama skapi getum við ekki verið ábyrg fyrir því sem birt er á netinu, líkt og við berum ekki ábyrgð á samtali fólks sem bruggar einhver ólögleg launráð sín á milli í síma. Það er svo allt annað mál að þegar kemur að því að yfirvöld krefjist þess að lokað sé á tiltekna síðu og það er niðurstaða réttarkerfisins þá verð- um við að sjálfsögðu við þeirri beiðni,“ segir Orri og bendir á að það sé hlutverk réttarkerfisins að meta mörk tjáningarfrelsis og höf- undarréttar en ekki fjarskiptafyr- irtækjanna. Unnið með rétthöfum og horft til tækni framtíðarinnar Ólöglegt niðurhal á tónlist og kvikmyndum hefur verið litið hornauga af rétthöfum þess efnis. Orri segir besta vopnið gegn nið- urhali af þessu tagi vera fólgið í einfaldari löglegum lausnum. „Fólk er ekki endilega að reyna að spara sér krónurnar heldur er ein- faldleikinn við hið ólöglega oft meiri og flóknara fyrir fólk að sækja sér efni á löglegan hátt. Þess vegna leggjum við áherslu á að einfalda okkar kerfi og vinna með aðilum eins og Spotify sem gerir fólki kleift að sækja sér tón- list á einfaldan og löglegan hátt. Þá bjóðum við upp á töluvert efni í Sjónvarpi Símans og erum stöðugt að bæta það.“ Það er stöðugt og skemmtilegt verkefni fjarskiptafyrirtækis að mæta þörfum viðskiptavina sinna sem nýta sér nýjustu tækni að sögn Orra og Síminn ætlar áfram að vera í fremstu röð á sínu sviði. „Við erum að fjárfesta í 4G fjar- skiptatækninni og fylgjumst grannt með þróun á 5G og öðrum kerfum sem geta t.d. hliðrað til bandvídd ef þarf en helsti ókost- urinn við kerfin í dag er að þegar mikill mannfjöldi kemur saman eins og t.d. á landsleik Íslands og Hollands í haust, þá ræður kerfið illa við þegar allir ætla að streyma efni beint af símanum sínum. Líkt og þegar Gylfi steig á vítapunkt- inn.“ Þá kallar hröð þróun sem er í ýmsum sjálfvirkum búnaði eins og bílum og öðrum faratækjum á öfl- ugt fjarskiptakerfi og segir Orri að Síminn fylgist grannt með gangi mála. „Ef umferðarmann- virki og fjarskiptainnviðir eiga að tala saman til að tryggja öryggi farþega og fólks í umferðinni þá þarf að tryggja gott, hratt og öruggt fjarskiptakerfi. Þetta er eitt af mörgum spennandi verk- efnum framtíðarinnar segir hann og nefnir að áður en þessi áratug- ur er úti verði hægt að fá 1 Gb/s hraða yfir koparheimtaugar. „Stór hluti af okkar kerfi samanstendur af ljósleiðara en dæmið sýnir hvað þróunin hefur verið hröð og að hún nær einnig yfir kopartækni. Þessi þróun gerir okkur kleift að bjóða háhraðanet á stórum svæð- um með mun hagkvæmari hætti en helstu keppinautarnir geta.“ Bætt kjör með lægri sköttum Nokkur umræða hefur verið um skattkerfisbreytingar, vörugjöld og niðurskurð í samfélaginu en hjá Símanum starfa um 800 manns og veitir fyrirtækið bæði þjónustu og selur vörur. Skattkerfisbreytingar hafa því bein áhrif á starfsemi Símans. Orri segir breytingar á vörugjöldum vera kærkomna enda gjöldin barn síns tíma og býst við einhverjum verðbreytingum vegna einföldunar þeirra og breytinga á virðisaukaskatti og nefnir að hjá Símanum muni verð á þeirri þjón- ustu sem sé í hærra skattþrepinu lækka sem VSK-breytingunni nemi en að ákveðið hafi verið að hækka ekki verð þeirrar þjónustu sem sé í lægra skattþrepinu, þó að það fari úr 7% í 11%. Hann segir muna mest um launatengd gjöld og tekur undir gagrnýni Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að vægi skattahækkana hafi verið of mikið á undanförnum árum en niður- skurður of lítill. „Við erum í fyrsta skiptið í langan tíma að upplifa stöðuleika í verðlagi, sem gerir það að verkum að við þurfum að vanda til verka í komandi kjara- samningum ef við ætlum að tryggja stöðugleikann og byggja upp stöðugri kaupmáttaraukningu. Við getum bætt kjör fólks með lægri sköttum og lækkað launa- kostnað. Hverjum starfsmanni fylgir töluverður launakostnaður sem hægt væri að skila í launa- umslag starfsfólks væri hann lækkaður,“ segir Orri og bendir á að eitt af því góða við íslenskt rekstrarumhverfi sé dýnamískur vinnumarkaður. „Verkalýðshreyf- ingin hefur sýnt mikla framsýni við að taka þátt í að skapa fyr- irtækjum þannig ramma að þau hiki ekki við að ráða starfsfólk þegar þörf er á. Takist að lækka tryggingargjaldið og önnur launa- tengd gjöld á Íslandi mun það skila sér í launaumslagið og í auknum tækifærum til að fjölga störfum.“ Skortur á tæknimenntuðu fólki Síminn er tæknifyrirtæki og það starfar mjög breiður hópur fólks hjá fyrirtækinu. Aukið hlutfall starfsmanna verður tölvu- og tæknimenntað fólk í framtíðinni en Orri segir það fylgja aukinni tæknivæðingu og sjálfvirkum kerf- um, sem krefjast viðhalds og vinnu. „Meðan ég var fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins tókst í samstarfi við framhalds- og háskóla að víkka út flöskuhálsinn sem var í tækni- og tölvumenntun og það eru fínir árgangar í píp- unum. Það hefur hins vegar verið og verður áfram viðvarandi vanda- mál hér eins og í Evrópu að skort- ur er á tæknimenntuðu fólki. Á sama tíma og við erum að horfa upp á almennt atvinnuleysi í mörgum löndum eru þetta þær stéttir sem nóg er að gera hjá og laun að hækka hratt.“ Þá bendir Orri á að fjárfest- ingar í nýsköpun í tæknigeiranum muni aukast. Fjárfestingar Símans hafa aukist hratt á undanförnum misserum og á þessu ári nema fjárfestingar fyrirtækisins rúmum 4,5 milljörðum króna sem eru um 15% af veltu samstæðunnar „Við gerum ráð fyrir að hlutfallið verði svipað á þessu ári og því næsta. Við erum meðal annars að fjár- festa í 4G, efla sjónvarp Símans, stytta leiðir fyrir neytendur í kerf- inu okkar þannig að færri hendur þurfi t.d. í að meðhöndla reikninga og áskriftir o.fl. í þeim dúr. Fyr- irtæki eins og Síminn getur aldrei leyft sér að slaka á taumunum. Með markvissum fjárfestingum er- um við að skapa ný tækifæri fyrir viðskiptavini okkar og þannig treystum við rekstrargrundvöllinn til framtíðar.“ Morgunblaðið/Golli Fjárfestingar Símans frá 2009* Ár CAPEX** CAPEX/Tekjur 2009 2010 2011 2012 2013 2014E 3,2 3,3 2,8 2,9 3,9 4,5 7,8% 9,6% 10,7% 10,1% 12,9% 15,0% * Fjárhæðir eru í milljörðum **Fjárfestingarútgjöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.