Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP)
eru margverðlaunuð fyrir hönnun,
myndgæði, notagildi, umhverfisvernd
og áreiðanleika.
• Bjóðum þjónustusamninga,
rekstrarleigusamninga og alhliða
prentumsjón.
• Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur
sem eiga það sameiginlegt að gera
kröfur um gæði og góða þjónustu.
• Kjaran er viðurkenndur söluaðili á
prentlausnum af Ríkiskaupum.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
• BLI A3 MFP Line of the Year 2013
• BLI A3 MFP Line of the Year 2012
• BLI A3 MFP Line of the Year 2011
bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki
Íslenskukennarinn er hress í fyrsta tíma eftir áramót. Hann les uppstafsetningaræfingu:a) Þeir [þ.e. Hrafna-Flóki og félagar] gáðu eigi fyrir veiðum að fáheyjanna og dó allt kvikfé þeirra um veturinn.
b) Vegna kalskemmda og heyanna hófust hrútasýningar á Vesturlands-
svæði í seinna lagi.
c) Hey, Anna, takk fyrir gærdaginn.
Þetta er ekki bara grín. Þetta er kennsla. Það er j á milli ey og a. En í
samsettum orðum eins og heyanna (nefnifall: heyannir) á reglan ekki við.
Og svo er spurning hvort það þyki fínt að nota í íslensku upphrópunina
hey (hei): hún er ekki í orðabókum en sést víða á netmiðlum, því miður.
Nú grípur kennarinn tækifærið og minnist á stóran og lítinn upphafsstaf:
Við höfum Vesturlandssvæði (sjá setningu b) með stórum staf rétt eins og
t.d. Skagafjarðarveldið. Og
það er stór stafur í Þorláks-
messu en aftur á móti lítill
stafur í jakobsfífli, napóle-
onsköku, evuklæðum og öku-
þór. Stafsetningarorðabókin
(2006), skýrir þennan mun
(bls. 679): „Ef sérnafni fylgir
enginn eða aðeins hverfandi merkingarþáttur í myndun samnafns er sam-
nafnið haft með litlum upphafsstaf enda þótt það sé upprunalega dregið af
sérnafni.“
Setning a) hér að ofan var tekin úr sögunni í Landnámu af Hrafna-Flóka.
Við sjáum að þar er talað um að kvikfé deyi; nú er gjarnan sagt að fé drepist.
En hitt hlýtur að vera í góðu lagi einnig úr því að það stendur í Landnámu.
Eitt enn, sbr. lið c): Afmarkið ávarp með kommu(m).
Í heita pottinum sagði roskin kona (hún var „í eldri kantinum“: hryllilegt
orðalag!) frá því að níu ára hefði hún verið látin læra „Nú er frost á Fróni“
(Þorraþrællinn 1866) eftir Kristján Jónsson. Þar standa þessar línur: „Hvít-
leit hringaskorðan huggar manninn trautt.“ Telpan skildi ekkert í þessu
fyrr en hún var komin á fullorðinsár. Þarna í pottinum skýrði hún þetta eins
og besti kennari, sagði m.a. að hringaskorða væri kenning í anda fornkvæða.
Sú sem skorðar (festir) hringana = kona; og trautt = varla. Náföl hús-
freyjan getur ekki huggað manninn sinn enda er búrið að verða autt og búið
snautt. Það er vel hægt að kenna níu ára börnum þetta.
Sama er að segja um hringaná, kenningu sem Jónas Hallgrímsson gerði
fræga í „Hættu að gráta, hringaná“, en stúlkan grét af því að Grímur græð-
ari hafði í lækningaskyni höggvið af henni tá með sporjárni. Ná = Gná, ein
af ásynjum, og ríður loft og lög. Kona er þannig gyðja hringanna. (Of-
urnákvæmur landi mundi e.t.v. stafsetja: hringa Ná.)
Orðið töggur (kvk.ft.) átti að koma í staðinn fyrir ‚karamellur‘. En það
náði aldrei að festast í málinu þótt reynt hafi verið. Orðin töggurbætingur
(= karamellubúðingur) og töggursósa (= karamellusósa) standa t.d. í mat-
reiðslubók frá 1945.
Og nú ætla ég að segja ykkur frá vali mínu á orðum ársins 2014:
líkþrá = von um „lík“ á sveitasíma (Gyrðir Elíasson)
sjálfviti = Besserwisser (Valgarður Egilsson)
Hey, Anna;
heyjanna; heyanna
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
Mikilvægasta pólitíska yfirlýsingin sem gefinvar um áramótin var kafli í áramótaávarpiSigmundar Davíðs Gunnlaugssonar for-sætisráðherra á gamlárskvöld þar sem hann
sagði:
„Enn eru í landinu höft á flutningi fjármagns. Stærsta
hindrunin í afnámi hafta eru svokölluð slitabú hinna föllnu
banka, en þau hafa þegar starfað lengur en æskilegt getur
talist. Framan af nutu slitabúin skattleysis þrátt fyrir að
vera að flestu leyti rekin eins og fyrirtæki. En með skatt-
lagningu búanna er það efnahagslega svigrúm, sem er
óhjákvæmilegur liður í afnámi hafta, nú loks byrjað að
myndast.
Það er nauðsynlegt að þessi fyrirtæki leggi sitt af mörk-
um til samfélagsins.
Víða erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum, hafa fjár-
málafyrirtæki, sem í flestum tilvikum var haldið gangandi
með aðgangi að ríkiskassa landanna verið látin greiða
himinháar sektir ofan á endurgreiðslu lána til að bæta
samfélögunum það tjón sem hlotist hafði af framgöngu
þeirra.
Frá því að ný ríkisstjórn tók við hefur
farið fram umfangsmikil vinna við að meta
eftirstöðvar fjármálaáfallsins og hvernig
bezt sé að vinna úr þeim. Sú vinna hefur
skilað því að stjórnvöld eru nú vel í stakk
búin til að ráðast í veigamiklar aðgerðir
snemma á nýju ári.
Hvaða leið sem verður farin mun rík-
isstjórnin aldrei hvika frá því að standa vörð um hagsmuni
almennings í landinu. Íslenska þjóðin hefur þegar tekið á
sig allan þann kostnað, sem hægt er að ætlast til af henni
vegna hins alþjóðlega fjármálaáfalls, kostnað sem hefði
hæglega geta orðið enn þá meiri og jafnvel óbærilegur ef
Íslendingar hefðu ekki staðið á rétti sínum.
Við lausn þessa verkefnis ríður mikið á að við stöndum
öll saman Íslendingar, þá verður þetta mikla hagsmuna-
mál þjóðarinnar, eins og önnur farsællega til lykta leitt.“
Hér er mikið sagt.
Það er rétt hjá forsætisráðherra að á undanförnum ár-
um hafa alþjóðlegir bankar beggja vegna Atlantshafs
samþykkt að greiða gríðarlegar sektir vegna tjóns sem
þeir hafa valdið viðskiptavinum sínum og samfélögum þar
sem þeir starfa. Um er að ræða nokkra þekktustu banka
heims, í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýzkalandi, Sviss og
jafnvel að einhverju leyti í Frakklandi. Fréttir hafa birzt
reglulega í fjölmiðlum um þessar sektargreiðslur en
sennilega hafa ekki margir áttað sig á að forsendur fyrir
slíkum sektargreiðslum gætu verið til staðar hér á landi.
Það er þó augljóst að hið sama hlýtur að eiga við hér eins
og annars staðar.
Athyglisvert er að í langflestum tilvikum hafa hinir al-
þjóðlegu bankar gert samkomulag um að borga frekar en
að láta mál fara til dómstóla og þar með viðurkennt sekt
sína, þ.e. að þeir hafi með viðskiptaháttum sínum valdið
viðskiptavinum sínum og umhverfi tjóni sem eðlilegt væri
að þeir bættu.
Ætla verður að í megindráttum sé komið samkomulag á
milli stjórnarflokkanna um grundvallaratriði þessa máls
enda hefði forsætisráðherra tæpast talað á þennan veg ef
svo væri ekki. Hins vegar má telja líklegt að ekki liggi fyr-
ir niðurstaða í stjórnarherbúðum um hversu langt skuli
ganga.
Á undanförnum mánuðum hefur mátt finna í samtölum
hér og þar að til er að verða röksemdafærsla fyrir því að
það sé ekki efnislegur grundvöllur fyrir því að leggja slík-
ar sektargreiðslur á hina föllnu banka. Hún er sú að það
hafi ekki verið gömlu bankarnir, sem leiddu efnahagslegt
tjón yfir samfélagið heldur efnahagstjórn landsins í að-
draganda hrunsins. Þessa kenningu heyrði ég fyrst í des-
ember 2008 í samtali við Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrver-
andi bankastjóra Kaupþings. Frásögn af því
samtali birtist í bók minni Umsátrið – fall Ís-
lands og endurreisn en þar er haft eftir
Hreiðari Má (á bls. 124):
„Staða ríkissjóðs var fegruð … Kaupmátt-
araukningin, sem til varð fyrir kosningarnar
2007 var byggð á sandi. Efnahags- og pen-
ingastjórnun landsins skiptir auðvitað öllu
máli. Á þeim sviðum voru miklir veikleikar,
sem áttu sinn þátt í hruni bankanna. Ákvörðunin um að
taka Glitni yfir í lok september er versta ákvörðun lýð-
veldissögunnar.“
Þessi söguskýringin hefur verið að vakna til lífsins á
undanförnum mánuðum. Þar koma gamlir Kaupþings-
menn við sögu. Hún hentar tveimur hópum. Annars vegar
hinum erlendu kröfuhöfum í þrotabú gömlu bankanna
sem hafa menn á sínum snærum við að koma á framfæri
við fjölmiðla fréttum sem henta hagsmunum þeirra. Það
er óskiljanlegt að Alþingi hafi ekki þegar sett lög sem
skyldi hagsmunaverði til að skrá sig opinberlega og upp-
lýsa fyrir hverja þeir vinna. Og hins vegar stjórnarand-
stöðunni sem telur þessa söguskýringu henta hagsmunum
sínum, jafnvel þótt Samfylkingin hafi átt aðild að rík-
isstjórn með Sjálfstæðisflokki frá vori 2007 og fram í árs-
byrjun 2009.
Framundan eru hörð átök um sektargreiðslur eða
skattlagningu þrotabúanna. Innan stjórnkerfis okkar
verða á ferð andlitslausir embættismenn sem munu halda
því fram að orðspor Íslands á alþjóðavettvangi muni skað-
ast verði gömlu bankarnir hér látnir inna slíkar fjár-
greiðslur af hendi. Það eru enn til staðar leifar af van-
metakennd gamallar nýlenduþjóðar.
En það verður erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að ganga
í lið með erlendum vogunarsjóðum sem eiga þrotabú
gömlu bankanna og þar með Arionbanka og Íslandsbanka.
Þetta eru víglínurnar sem eru að myndast.
Í húfi er aðgerð sem getur ráðið úrslitum um fjárhags-
lega velgengni þjóðarinnar í framtíðinni.
Gengur stjórnar-
andstaðan í lið
með erlendum
vogunarsjóðum?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Mikilvægasta pólitíska
yfirlýsingin um áramót
Eitt sinn sagði bandaríski rithöf-undurinn F. Scott Fitzgerald
við landa sinn og starfsbróður, Er-
nest Hemingway: „Ríkt fólk er ólíkt
mér og þér.“ Hemingway svaraði
þurrlega: „Já, það á meira fé.“ Hefði
Hemingway verið staddur á Íslandi
árin 2004-2008, eftir að klíkukapítal-
ismi tók við af markaðskapítalisma
áranna 1991-2004, þá hefði hann get-
að orðað þetta öðru vísi: „Já, það get-
ur fengið meira fé að láni.“
Mér datt þetta í hug, þegar ég
rakst á grein í mánaðarritinu Boat
International frá árinu 2008. Louisa
Beckett skrifaði hana, en Mark Llo-
yd tók ljósmyndir. Hún var um lysti-
snekkju af gerðinni Heesen 4400 sem
þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingi-
björg Pálmadóttir höfðu fengið af-
henta í nóvember 2007. Bar hin 45 m
langa snekkja heitið 101. Því er lýst
hvernig snekkjan var löguð að þörf-
um og smekk eigendanna. Einnig
kemur fram í greininni að þau hjón
eigi einkaþotu með sama nafni og séu
að reisa skíðaskála með sama nafni í
frönsku Ölpunum.
Þau Jón Ásgeir og Ingibjörg höfðu
áður átt 29 m langa snekkju af gerð-
inni Ferretti, en hún nægði þeim
ekki svo að þau sendu skipstjóra sinn
í leit að heppilegum farkosti á höf-
unum. Hollenska fyrirtækið Heesen
varð fyrir valinu og hófst smíði
snekkjunnar í ágúst 2005. Ingibjörg
vann með Perry van Hirtum, að-
alhönnuði Heesen, og flaug hann oft
til Lundúna næstu tvö árin til að
ráðgast við hana. Aðallitirnir á gripn-
um voru svart, hvítt, silfurgrátt og
blágrátt. „Ég held að ég hafi orðið
fyrir áhrifum af andrúmsloftinu á Ís-
landi, af íslenskri náttúru,“ sagði
Ingibjörg við tímaritið.
Snekkjan var þó ekki skráð á Ís-
landi, heldur á Cayman-eyjum, og
lánaði Kaupþing í Lúxemborg fyrir
henni gegn veði í henni. Árið 2009
leysti þrotabú Kaupþings síðan
snekkjuna til sín og seldi, en sölu-
verðið nægði ekki fyrir öllu láninu.
Samkvæmt upplýsingum frá Jóni
Ásgeiri, sem birtust á visir.is 5. jan-
úar 2008, kostaði snekkjan „nær
milljarði en tveimur“. Eitthvað er
þar málum blandið því að þá var sölu-
verð slíkrar snekkju á alþjóðlegum
markaði nálægt 35 milljónum dala,
en tveir milljarðar króna voru þá 32
milljónir dala. Sama snekkja, sem
nefnist nú „Bliss“, er til sölu fyrir um
25 milljónir dala eða röska þrjá millj-
arða króna.
Ríkt fólk er ólíkt mér og þér: Það
getur fengið meira fé að láni.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Lánsfé og lystisnekkjur