Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is „Maður verður alltaf að vera bjartsýnn, slíkt kemur manni í flestum tilvikum lengra. Ég fagna allri umræðu um byggðamál, enda er full þörf á að ræða þetta stóra mál. Vissulega kemur fyrir að um- ræðan fari út um víðan völl, en fyrst og fremst er jákvætt að mál- ið sé komið á dagskrá,“ segir Stef- án Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs Skagafjarðar og for- maður Norðvesturnefndarinnar, sem ríkisstjórnin setti á laggirnar á síðasta ári. Nefndin hefur skilað ríkisstjórninni tillögum sínum til eflingar Norðurlandi vestra. Með- al annars er lagt til að höfuð- stöðvar Rarik verði fluttar á Sauð- árkrók og rekstur skipa Landhelgisgæslunnar í Skaga- fjörð. „Ég bjóst við því að tillög- urnar þættu umdeildar, en hlut- verk nefndarinnar er aðeins að leggja fram hugmyndir, en ríkis- stjórnin fer svo með ákvörðunar- valdið í þessum efnum. Þegar nefndin var skipuð í maí voru efa- semdaraddir ekki háværar, en núna stendur ekki á viðbrögðum. Þetta kom mér svolítið á óvart. Ég er mikill talsmaður lands- byggðarinnar, sem á sannarlega undir högg að sækja á margan hátt. Þjóðin þarf þess vegna að standa saman um að verja lands- byggðina. Að mínu viti á umræðan ekki að snúast um réttmæti eða tilvist nefndarinnar. Við kappkost- uðum að vinna þetta eins mikið og hægt var með stjórnvöldum, enda um að ræða samstarfsverkefni stjórnvalda og sveitarfélaga.“ Hugsanlega fordæmi Stefán Vagn segir að boltinn sé nú hjá ríkisstjórninni. Hann bendir jafnframt á að opinberum störfum hafi fækkað mikið á Norðurlandi vestra á undan- förnum árum, sérstaklega í Skaga- firði. Þess vegna þurfi að grípa til opinberra úrræða. „Þessi nefnd hefur sem sagt skilað sinni skýrslu og það kæmi mér verulega á óvart ef ríkis- stjórnin stendur ekki við loforð um að flytja opinber störf út á land og dreifa þjónustunni. Ég er sannfærður um að hingað norður verða flutt opinber störf. Ef vel tekst til er hugsanlega komið for- dæmi fyrir önnur landsvæði, sem þarf klárlega að styrkja með ein- hverjum hætti.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skagafjörður Opinberum störfum hefur fækkað á Norðurlandi vestra og formaður byggðarráðs Skagafjarðar seg- ir nauðsynlegt að fjölga opinberum störfum á svæðinu. Hann er sannfærður um að það verði gert. Boltinn í byggðamál- um hjá ríkisstjórninni  Formaður Norðvesturnefndar sannfærður um að opinber störf verði í auknum mæli flutt út á land Morgunblaðið/Styrmir Kári. Flutningur Norðvesturnefndin vill að höfuðstöðvar RARIK verði fluttar á Sauðárkrók og skiparekstur Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð. FRAMUNDAN 2015 JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því. Gleðilegt ár! Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 Þökkum ánægjuleg viðskipti á liðnu ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.