Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 70
70 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Róbert Róbertssonhefur verið fram-kvæmdastjóri Vörubifreiðastjóra- félagsins Mjölnis á Sel- fossi í áratugi og vinnur enn fullan vinnudag þrátt fyrir háan aldur. „Ég vinn alla virka daga frá átta til fjögur og er eini starfsmaður félagsins. Félagsmenn eru 18 tals- ins en á árum áður voru félagar 70 þegar mest var að gera. Ég sé um alla útreikninga og greiðslur á verkum en á seinasta ári var félagið með töluvert af litlum verkum og eitt stórt út- boð fyrir Vegagerðina sem var yfir 100 milljónir króna. Ég nota ekki tölv- ur heldur handreikna alla reikninga og það hef- ur alltaf gengið vel. Núna er verið að skrifa sögu Vörubifreiðastjórafélags- ins Mjölnis sem var stofn- að árið 1941 og við ósk- um eftir ljósmyndum eða öðru efni sem tengist sögu félagsins en hafa má samband á skrifstofu félagsins í Hrísmýri 1, Selfossi.“ Róbert ólst upp á Gelti í Grímsnesi en bjó lengst af í Biskups- tungum og starfaði þar sem vörubílstjóri. Róbert var í hreppsnefnd Biskupstungna í 28 ár og sinnti að auki ýmsum nefndarstörfum á vegum sveitarfélagsins. Hann var í forystu Ungmennafélags Bisk- upstungna um árabil og er þar heiðursfélagi. Hann var einnig um tíma umboðsmaður Morgunblaðsins í Biskupstungum. Róbert er kvæntur Ásdísi Sveinsdóttur og eiga þau þrjú börn: Bryndísi Guðrúnu, Önnu Rósu og Róbert Svein, og tvö barnabörn: Álfgeir og Bjarka Fannar. Í tilefni afmælisins býður Vörubifreiða- stjórafélagið Mjölnir öllum vinum og velunnurum Róberts til veislu sunnudaginn 11. janúar í Hrísmýri 1 frá klukkan tvö til fimm. Allir sem vilja heiðra Róbert í tilefni af þessum merka áfanga eru hjart- anlega velkomnir. Róbert Róbertsson er níræður í dag Í fullu fjöri Róbert vinnur alla virka daga frá átta til fjögur. Vinnur enn fullan vinnudag Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hellissandi Dagbjört Unnur Guðjónsdóttir fæddist 3. september 2014 kl. 8.18. Hún vó 3.605 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Kolbrún Ósk Pálsdóttir og Guðjón Hrannar Björnsson. Nýir borgarar M atthías fæddist í Reykjavík 3.1. 1930 og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1950, cand. mag.- prófi í norrænum fræðum frá HÍ með íslenskar bókmenntir sem að- algrein 1955 og stundaði framhalds- nám við Hafnarháskóla 1956-57. Matthías varð blaðamaður við Morgunblaðið 1951 og var ritstjóri Morgunblaðsins 1959-2001. Matthías sat m.a. í stjórn Hins ís- lenska þjóðvinafélags, í mennta- málaráði, í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins, í stjórn Filmíu, í stjórn Heimdallar og SUS, átti sæti í flokksráði Sjálfstæðisflokksins, var ásamt öðrum ritstjóri Stefnis og sat í ritstjórn tímaritsins Frelsið, sat í stjórn Krabbameinsfélags Ís- lands og Hjartaverndar. Hann var formaður Stúdentaráðs HÍ, Stúd- entafélags Reykjavíkur, Blaða- mannafélags Íslands, Félags ís- lenskra rithöfunda, Rithöfundasambands Íslands, Rit- höfundaráðs, Norræna rithöfunda- ráðsins, Þjóðhátíðarnefndar 1966- 74, Yrkju, Menntamálaráðs og var formaður Þjóðleikhúsráðs. Ljóðabækur Ljóðabækur Matthíasar: Borgin hló, 1958, 2. útg. 1995; Hólmgöngu- ljóð, 1960, 2. útg. 1985; Jörð úr ægi, 1961; Vor úr vetri, 1963; Fagur er dalur, 1966; Vísur um vötn, 1971; Mörg eru dags augu, 1972; Dagur ei meir, 1975; Morgunn í maí, 1978; Tveggja bakka veður, 1981; Veður ræður akri, 1981; Flýgur örn yfir, 1984; Dagur af degi, 1988; Sálmar á atómöld, 1991; Fuglar og annað fólk, 1991: Árstíðaferð um innri mann, 1992; Land mitt og jörð, 1994; Vötn þín og vængur, 1996; Ættjarðarljóð á atómöld, 1999; Ljóðaúrval, 2001; Kvöldganga með fuglum, 2005; Netljóð I-III (óprent- uð útg.) Vegur minn til þín, 2009, og Söknuður, 2011. Mörg ljóða Matt- híasar hafa verið þýdd og gefin út á fjölmörgum tungumálum og hafa birst í fjölda safnrita og tímarita. Samtalsbækur Samtalsbækur Matthíasar: Í kompaníi við allífið, viðtöl við Þór- berg Þórðarson, 1959; Svo kvað Tómas, viðtöl við Tómas Guðmunds- son, 1960; Hundaþúfan og hafið, við- töl við Pál Ísólfsson, 1961; Hugleið- ingar og viðtöl, 1963; Í dag skein sól, viðtöl við Pál Ísólfsson, 1964; Kjar- valskver, 1968, aukið 1974 og ný útg. 1995; Bókin um Ásmund, 1971; Skeggræður gegnum tíðina, sam- talsgreinar um Halldór Laxness, 1972, Gunnlaug Scheving, 1974, Sverri Haraldsson, 1977, M – Samtöl – fimm bindi af völdum samtölum Matthíasar við ýmsar persónur, útg. 1977-85, Í kompaníi við Þórberg, 1989; Vökunótt fuglsins 1990, samtöl og ritgerðir, og Samtöl Matthíasar Johannessen, úrval samtala, 2009. Leikrit og smásögur Leikrit Matthíasar: Sólmyrkvi, 1962 og Fjaðrafok og önnur leikrit, 1975, en þar eru átta leikrit: Jón gamli; Eins og þér sáið; Sólborg; Fjaðrafok; Lungnaæfing; Hús- kveðja, Ófelía og Sókrates. Meðal annarra leikrita hans: Guðs reiði; Glerbrot; Sjóarinn, spákonan, blómasalinn, skóarinn, málarinn og Sveinn; Maðurinn er vænglaus fluga; Bláa eyjan og sjö önnur leik- rit. Smásögur og þættir: Nítján smá- þættir, 1981; Konungur af Aragon og aðrar sögur, 1986; Flugnasuð í farangrinum, 1998; Hvíldarlaus ferð inn í drauminn, 1995; Vindkers víður botn, 2009. Skáldsögur: Sól á heimsenda, 1987, Hann nærist á góðum minn- ingum, 2001; Vatnaskil, 2002, Máls- vörn og minningar, 2004, og Sögur úr Vesturbænum, 2014. Matthías samdi fræðiritin Njála í íslenskum skáldskap, útg. 1958; Klofningur Sjálfstæðisflokksins gamla 1915, útg. 1971; Félagi orð, 1982; Bókmenntaþættir, 1985; Ævi- saga hugmynda – helgispjall, 1990; Þjóðfélagið – helgispjall, 1992; Spunnið um Stalín – helgispjall, 1995; Fjötrar okkar og takmörk - Matthías Johannessen, skáld og fyrrv. ritstj. Morgunblaðsins – 85 ára Morgunblaðið/Þorkell Samhent hjón Hanna og Matthías við ljóðaskilti hans á Sólheimum í Grímsnesi. Í kompaníi við mannlífið Gnoðarvogi 44, 104 Rekjavík | sími: 588 8686 | hafberg.is Gott í helgarmatinn fyrir þig Humar Þorskhnakkar Laxaflök Súpuhumar Opið í dag laugardag frá 11 - 15 Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.