Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Síðumúla 33 sími 588-4555 www.syrusson.is syrusson@syrusson.is Syrusson-alltaf með lausnina Syrusson Hönnunarhús Það er ekki að ástæðulaususem Dúkkuheimili HenriksIbsen er enn jafn mikið ogvíða leikið þó 135 ár séu liðin frá frumsýningu þess, enda ekki sjálfgefið að verk standist tím- ans tönn. Leikritið er afbragðs vel skrifað og uppbygging þess og per- sónusköpun svo góð að unun er að fylgjast með leikurum í vel heppn- uðum uppfærslum á verkinu – og uppfærsla Borgarleikhússins er svo sannarlega vel heppnuð. Meðan leikskáldið var enn á lífi mótuðust viðtökur áhorfenda eðli- lega mest af hurðaskellinum fræga þegar Nóra yfirgefur mann sinn og börn fyrir fullt og allt sökum þess að hún telur skyldurnar við sjálfa sig sem manneskju vera mikilvægari en skyldurnar sem eiginkona og móðir. En leikritið er miklu marglagaðra en svo að það snúist um þetta eitt og hefur því elst ótrúlega vel, vegna þess að það fjallar líka m.a. um mik- ilvægi þess að þora að vera heið- arlegur gagnvart sjálfum sér og ófrelsið sem felst í að skulda, sem er eitthvað sem margir landsmenn kannast við og fær nýja merkingu í kjölfar efnahagshrunsins. Sú ákvörðun Hörpu Arnardóttur leikstjóra og Hrafnhildar Hagalín, þýðanda og dramatúrgs sýning- arinnar, að færa verkið til í tíma og láta það gerast í samtímanum geng- ur fullkomlega upp. Þýðing Hrafn- hildar er afar þjál og fer vel á því að láta persónur senda tölvupóst í stað efnislegra bréfa auk þess sem snjallt er að láta börn Helmers-hjónanna fara með stóran hluta þess texta sem upphaflega var lagður í munn hús- hjálpinni og barnfóstrunni sem strikaðar hafa verið út úr verkinu. Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur er ekki aðeins sérdeilis falleg heldur þjónar mikilvægu táknrænu hlut- verki. Á miðju sviði frá næstum sviðsbrún og inn eftir öllu sviðinu liggur rauðbrúnn dregill, búinn til úr gúmmíkurli, sem minnir á rauðan sand sem ekki aðeins er hægt að þyrla upp líkt og moldviðri heldur er einnig hægt að stinga höfðinu bók- staflega í sandinn og grafa mik- ilvæga hluti sem þörf er á að fela. Erfitt er að fóta sig á sandinum, ekki síst fyrir konur á háum hælum og þannig undirstrikar gúmmíkurla- teppið hversu erfitt er fyrir konur verksins að fóta sig í heimi feðra- veldisins. Fyrir hlé voru á sviðinu sérhönn- uð og rándýr húsgögn á heimili Helmers-hjónanna sem gaf velmeg- un þeirra áþreifanlega til kynna, enda lögfræðingurinn Þorvaldur Helmer verðandi bankastjóri. Eftir hlé var allur glamúr horfinn. Auðnin ein blasti við og kallaðist á við hjóna- band Nóru og Helmers sem reyndist byggt á sandi. Lýsing Björns Berg- steins Guðmundssonar líkti á skemmtilegan hátt eftir rándýrum ljósaskermum og tónlist Margrétar Kristínar Blöndal virkaði vel til að undirstrika stemninguna m.a. þegar kunnuglegt jólastef var leikið í drungalegri útsetningu. Búningar Filippíu I. Elísdóttur þjónuðu flestum persónum vel, en þó best Nóru sem birtist t.d. í gylltum fötum meðan aðrar persónur verks- ins litu fyrst og fremst á hana sem dekraða pabbastelpu og eyðslukló sem kunni ekki með peninga að fara. Um það leyti sem Nóra upplýsir Kristínu Linde um leyndarmál sitt, að hún hafi fengið tæpar 13 milljónir að láni til að bjarga lífi eiginmanns síns, klæðist hún brúnum, stuttum tjullkjól sem undirstrikar hlutverk hennar sem leikbrúðu fyrst föður síns og síðan eiginmanns. Eftir upp- gjörið við Þorvald stendur Nóra ber- skjölduð eftir í húðlitri samfellu áður en rauð kápan markar eldmóð henn- ar og útgöngu. Hlutverkaleikurinn, sem er lykilþema í verkinu, var einn- ig undirstrikaður með því að láta börnin á heimilinu klæðast ofur- hetju- og prinsessubúningum. Uppfærslan stendur og fellur með Unni Ösp Stefánsdóttur í hlutverki Nóru, sem er á sviðinu nær allan tímann. Unnur Ösp náði af einstakri leikni að sýna áhorfendum marg- brotna Nóru í því flókna tilfinninga- ferðalagi sem persónan fer í gegn- um. Henni tókst frábærlega að miðla sárauka og örvæntingu konu, sem á sífellt erfiðara með að leika það hlut- verk sem eiginmaður og samfélag krefst af henni. Samleikur hennar og Hilmis Snæs Guðnasonar sem Þor- valdar var góður og þjónaði kynferð- islegur undirtónn og vísbendingar um ofbeldi í sambandinu verkinu vel. Þorvaldur veit allt best og er það undirstrikað með afkáralegum og sprenghlægilegum hætti þegar Nóra æfir dansatriði sitt, sem var einn af hápunktum fyrri hlutans. Senan kallaðist líka sterkt á við at- riði þar sem Nóra segir börnum sín- um til í söng og sviðsframkomu, en þess ber að geta að Alexander Kaab- er Bendtsen, Steinunn Kristín Val- týsdóttir og Vera Stefánsdóttir fóru mjög vel með hlutverk barnanna á frumsýningunni. Hilmir Snær var hæfilega óþol- andi sem ráðríkur og tilfinninga- kaldur eiginmaður fyrir hlé. Eftir hlé fór hann vel með vandasöm um- skipti Þorvaldar frá örvæntingu þegar hann óttast að vera á valdi lánardrottins Nóru, Níels Krogstad, til sturlaðrar gleði þegar Níels skilar skuldabréfinu sem þýðir að þau hjónin eru laus allra mála. Aðeins of mikill munur var hins vegar á þeim tveimur Þorvöldum sem birtust fyrir og eftir hlé auk þess sem hann virt- ist hreinlega of skilningsríkur gagn- vart eiginkonu sinni undir lok verks- ins. Valur Freyr Einarsson var þrælfínn sem heimilisvinurinn Jens Rank og senan þar sem hann tjáði Nóru ást sína var mjög vel unnin. Í ljósi þess natúralíska leikstíls sem lagt var upp með hjá fyrr- greindum þremur aðalpersónum virkaði lögnin á Kristínu Linde og Níels Krogstad sérkennileg og hlýt- ur sú túlkunarleið að skrifast á leik- stjórann. Eintóna og kæruleys- islegur talandi Arndísar Hrannar Egilsdóttur gerði lítið fyrir Kristínu og síður kjóllinn virtist þvælast óþarflega mikið fyrir fótum hennar. Í meðförum Þorsteins Bachmann virkaði Níels eins og lítilmótlegur leiðindagaur sem erfitt var að hafa samúð með. En sú leið að láta Níels vera biturt illmenni, sem ljóst er að muni engum hlífa í falli sínu, dregur úr dramatískri spennu milli hans og Nóru. Persónur Kristínar og Níels virtust aftur á móti eins og leysast úr álögum þegar þau ræddu ást sína hvors til annars í seinni hlutanum og var sú sena skemmtilega útfærð. Leikstjórinn fær sérstakt hrós fyrir hugvitsamlega útfærslu á frægasta hurðaskelli leikbók- menntanna. Á leið sinni út lendir Nóra í ofviðri sem þyrlar henni út úr heimi verksins með sjónrænt áhrifa- ríkum hætti, en hljóðmyndin vekur spurningar um hvort feðraveldið gangi hreinlega af konum dauðum. Nálgun Hörpu og leikhóps hennar á Dúkkuheimili er bæði fersk og djörf. Hér er á ferðinni sýning sem enginn leikhúsunnandi ætti að láta framhjá sér fara. Í leit að sjálfri sér Ljósmynd/Grímur Bjarnason Í kröppum dansi „Uppfærslan stendur og fellur með Unni Ösp Stefánsdóttur í hlutverki Nóru,“ segir m.a. í rýni. Borgarleikhúsið Dúkkuheimili bbbbn Dúkkuheimili eftir Henrik Ibsen. Þýðing og dramatúrgía: Hrafnhildur Hagalín. Leikstjórn: Harpa Arnardóttir. Leik- mynd: Ilmur Stefánsdóttir. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Björn Berg- steinn Guðmundsson. Tónlist: Margrét Kristín Blöndal. Hljóð: Garðar Borgþórs- son. Leikarar: Unnur Ösp Stefánsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Bach- mann, Valur Freyr Einarsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Andrea Magnús- dóttir, Vera Stefánsdóttir, Alexander Kaaber Bendtsen, Bjarni Hrafnkelsson, Jarún Júlía Jakobsdóttir og Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Frumsýning á Stóra sviði Borgarleikhússins 30. desember 2014. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Hrafnhildur Hagalín leikskáld hlaut viðurkenningu úr Rithöf- undasjóði Ríkisútvarpsins fyrir árið 2014 og tók við henni og 500.000 krónum í Útvarpshúsinu á gamlársdag. Af leikverkum Hrafnhildar má nefna Ég er meistarinn, Hægan, Elektra og Sek. Hefð er fyrir því að úthluta viðurkenningum til eins eða tveggja rithöfunda úr sjóðnum á gamlársdag. Í stjórn sjóðsins eru fimm einstaklingar, einn skipaður af menntamálaráðherra og er hann formaður, tveir af Rík- isútvarpinu og tveir af Rithöf- undasambandi Íslands. Viðurkenning Hrafnhildur Hagalín. Hrafnhildur hlaut viðurkenningu Leikkonan Luise Rainer er látin, 104 ára að aldri. Rainer fæddist í Þýskalandi og varð fyrst til þess að hljóta Óskarsverðlaun tvö ár í röð, árin 1936 og 1937. Í fyrra skiptið hlaut hún verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Great Ziegfeld og ári síðar fyrir leik sinn í The Good Earth. Einungis fjórir leik- arar hafa náð þeim árangri í sögu verðlaunanna og enginn leikari sem hlotið hefur Óskarinn hefur náð jafnháum aldri og Rainer náði. Rainer var austurrísk, fæddist í Þýskalandi árið 1910 og hóf feril sinn á leiksviðum í Austurríki og Þýskalandi. Hún lék í sínum fyrstu kvikmyndum árið 1932 og voru þær báðar austurrískar. Banda- ríska kvikmyndaverið MGM gerði þriggja ára samning við hana árið 1935 og lék hún í sinni fyrstu Hollywood-mynd, Escapade, það ár. Eftir að hafa hlotið Ósk- arsverðlaunin fékk hún fá bitastæð hlutverk og síðasta stóra hlutverk hennar í kvikmynd var í Hostages árið 1943. Merkisleikkona Luise Rainer í kvik- myndinni The Great Ziegfeld. Luise Rainer látin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.