Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 67
MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 ✝ Eysteinn JóhannesViggósson vélstjóri, fæddist 20.8. 1931 í Stykkishólmi og lést á Sólvangi, Hafnarfirði, hinn 30. nóvember 2014. Hann var sonur hjónanna Viggós Bjarnasonar, f. 26.9. 1801 í Svefneyjum á Breiðafirði, og Maríu Þórðardóttur, f. 15.8. 1804 á Hofstöðum í Gufu- dalssveit, A-Barða- strandasýslu. Eysteinn ólst upp í Stykkishólmi en dvaldi lengi í Bjarneyjum á Breiðafirði hjá Hallfríði og Pétri Kúld. Þar lék hann sér frjáls í náttúrunni með- al fugla í móum og sjávardýra í fjörunni. Honum leiddist aldrei að segja okkur sögur úr Bjarn- varður Sigurbjörn Steins- son, f. 10.9. 1891 á Kleif á Skaga og Bentína Þorkels- dóttir, f. 27.7. 1898 í Reykjavík. Þegar Hall- dóra var fjögurra ára fluttist hún með foreldrum sínum á Sauðárkrók þar sem faðir hennar gerðist bílstjóri í Skagafirði á T- Ford-vörubíl sínum SK 1. Á unglingsárum fór hún í síld á Siglufjörð um tíma en réð sig svo í vist í Reykjavík þegar hún var á 16. aldursári. Maki 1. (skildu) Haraldur Guð- mundsson. Börn þeirra; Fanney, f. 1940, d. 1992, Ester Guðbjörg, f. 1941, Sigríður Kolbrún, f. 1942, d. 2006, Bentína, f. 1944, og Guðvarður, f. 1949. eyjum og stóð við það síðar að nefna börn sín eftir þeim hjón- um. Halldóra Sigríður Guðvarð- ardóttir fæddist 16.8. 1922 í Reykjavík en lést á Hrafnistu í Hafnarfirði hinn 27. ágúst 2008. Foreldrar hennar voru Guð- Eysteinn lauk mótorvélstjóra- prófi 1950 og var á togurum í sjö ár, sigldi um heimsins höf og var vel að sér í sögu landa og menn- ingu þeirra. Elskaði gríska tón- list og hélt mikið upp á Theodo- rakis, þó sérstaklega lagið Zorba. Fór allur á ið við hljómfallið enda dansinn fallegur og lifandi hvar sem hann er dansaður í heimin- um og ógleymanlegt var að sjá Anthony Quinn leika hinn gríska Alexis Zorbas. Þá mynd sáum við saman margoft. Þar sem grískir tónar heyrðust jókst hjartsláttur hans og adrenalín og löngun hans til að dansa með var alltaf til stað- ar, það þurfti ekki rauðvín til. Hann lauk vélvirkjanámi frá Stálvík 1976 og fékk vélstjórnar- réttindi með ráðherrabréfi 1984. Á þessum árum vann hann á varð- skipum Landhelgisgæslunnar og var 1. vélstjóri og yfirvélstjóri hjá Hafrannsóknastofnun frá 1977. Pabbi var góður tungumálamað- ur, þótti sopinn góður en alltaf traustur til vinnu, bara hella upp á sterkt kaffi þá var hann klár. Hann var heilsuhraustur og sterkur, kenndi sér aldrei meins fyrr en heilsan gaf sig á þessu ári. Eysteinn kynnist Halldóru árið 1954. Mamma var ekki heilsuhraust, var með barna- astma og tíðar voru ferðirnar á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Á þessum árum voru berklar til staðar og var álitið að hún væri smituð og var meðhöndluð þann- ig. Það voru erfiðir tímar fyrir barn að dvelja langtímum saman á sjúkrastofnun í einangrun, missa af skólagöngu, barnaleikj- um og vera fjarri fjölskyldu. Þegar Halldóra og Eysteinn kynnast er mamma einstæð móðir með fimm börn og hann gengur þeim öllum í föðurstað. Þau giftu sig 1. maí 1955. Hann starfaði til sjós á þessum árum og vann mikið en hún hvatti hann til áframhaldandi náms. Þau búa saman á Hverfisgötu 54 í Hafn- arfirði fyrstu árin. Saman eignast þau Ómar Örn 1954 (d.1996), Pét- ur Kúld 1958 (d. 1996) og síðast Hallfríði 1961. Þau byggja ein- býlishús á Hvaleyrarholtinu, að Svalbarði 10, og leggja allan sinn frítíma í að byggja, laga, mála og skreyta garðinn, allt frá grunni. Heimili þeirra, húsmunir og handavinna mömmu, allt var svo fallegt. Þau voru svo stolt af garðinum sínum og fékk hann viðurkenningu frá Hafnarfjarð- arbæ. Mamma var ótrúlega sterk manneskja en sorgin sótti hart að henni þegar elsta dóttir hennar, Fanney, deyr 1992. Pétur deyr í júní 1997 og Ómar í júlí, mánuði seinna. Þannig missti pabbi báða syni sína. Á þessum tíma verða miklar breytingar á þeirra hög- um. Seinustu árin voru erfið bæði andlega og fjárhagslega og reyndi mikið á þau. Blessuð sé minning þeirra. Sem kona hún lifði í trú og tryggð; það tregandi sorg skal gjalda. Við ævinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda, og ljós þeirra skín í hjartans hryggð svo hátt yfir myrkrið kalda. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Hallfríður Eysteinsdóttir. Eysteinn Jóhannes Viggósson og Halldóra Sigríður Guðvarðardóttir Elsku fallega amma mín, þú ert sú kona sem ert mín fyrirmynd og mun ég ávallt hugsa til þín með virðingu og þakklæti. Það er svo margt að minnast t.d. þegar þú saumaðir og hannaðir á mig falleg föt, jólaboðin með fallegu skreyttu kræsingunum, sumarbú- staðaferðirnar, leitin að fallegasta steininum. Það sem er efst í huga mér er hláturinn, það var svo Guðrún Jónsdóttir ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist 9. ágúst 1906. Hún lést 12. desember 2014. Útför Guð- rúnar fór fram 19. desember 2014. gaman að hlæja með þér, það er ekki langt síðan við tók- um bakföll af hlátri svo tárin runnu og hvað ég var innilega glöð og endurnærð eftir heimsókn til þín. Takk, elsku amma mín, að gefa mér þessar og marg- ar minningar í minn- ingarsjóðinn minn. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Kveðja, Auður Lísa. Hann er svo skrýtinn og skemmtilega skondinn þessi heimur okkar og þar með líf einstaklinganna sem fylgja jú með í pakkanum. Gunna Haraldar kom mér fyrst fyrir sjónir árið ’57 eða 8. Ég þá polli í sveit í Kerlingadal austur, ekki enn tíu ára. Hún rúmlega þrítug og kominn í dal- inn fagra, grösugan og þröng- an, sem kaupakona þessa þurrkdaga „sem nánast engir voru“, eins og hún sagði síðar. Það gekk vel undan hrífunni hennar í slægjunni svo við litlu dýrin sáum einfært um að við yrðum að haska okkur líka. Svo fór hún út í Vík aftur um kvöld- ið með mjólkurbílnum. Kannski kom hún daginn eft- ir, kannski ekki – fór eftir þurrkinum. En keik var hún á vellinum, rösk og aðsópsmikil. Þannig man ég hana alltaf, að- sópsmikla og stóð þétt með sjálfri sér, jafnvel lítt árennileg. Svo liðu þau öll þessi ár og ég man ekki hvernig það kom til en allt í einu vorum við búin að ráða okkur pössunarstelpu á Bergstaðastrætið. Stóra og þroskaða eftir aldri, samvizku- sama og duglega. Hún var meira að segja með nokkur börn til viðbótar þarna í sum- arstarfinu öðrum hvorum meg- in við ferminguna sína. Hún hafði fengið saumavél í ferm- ingargjöf. Það þótti okkur hjón- unum merkilegt þarna rétt fyr- ir 1990. En heimasætan okkar Guðrún Haraldsdóttir ✝ Guðrún Har-aldsdóttir fæddist í Kerling- ardal í Mýrdal 31. júlí 1922. Hún lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 11. des- ember 2014. Útför Guðrúnar fór fram frá Foss- vogskirkju 19. des- ember 2014. var í beztu höndum hjá henni Marlín, sem allt í einu kynnti okkur fyrir ömmu sinni, henni Gunnu Haralds saumakonu, alla leið austan úr Kerlingadal. Það fór vel á með okkur „sveit- ungunum“ og hún sagði mér að hún ætti nú Hól, fjárhúsið ofarlega í inntúninu. Í þeim sumarbústað yndi hún sér í nálægð við gamla ættarsetrið. Marlín er fagur erfingi og arftaki ömmu sinnar. Hörku- dugleg og fylgin sér, útsjón- arsöm og klár. Stundum velti ég fyrir mér hvernig uppeldi barna gerist og gengur fram og alltaf hallast ég meira á þá sveif að fyrirmyndin og örygg- isþáttur heimilisins sé það bezta. Þannig ólst Marlín upp við útsjónarsemi, gamaldags dugnað og fyrrum gildin góð sem fleytti ömmustelpunni meira að segja út í heiminn án þess að víla fyrir sér. „Já, já, hún plumar sig prýði- lega, hún Marlín mín,“ sagði Guðrún um stoltið sitt þegar við hjónin litum til hennar í Lönguhlíðina síðast. Hún var þá í kaffistofunni. Fannst það ómögulegt strax og við vorum ekki almennilegir gestir fyrr en við höfðum þegið boð í prívatið hennar. Við hér á B 59 þökkum kynni góð og þá arfleifð sem litla fjöl- skyldan okkar naut alla leið frá henni Gunnu Haralds. Ástvinum sendum við hug- heilar kveðjur og biðjum algóð- an Guð að færa söknuð þessara skammdegisdaga til bjartari daga og fagurra minninga um stóra konu og sterka. Fjöl- skyldan Bergstaðastræti, Pjetur, Ragnheiður og dætur. Nú kveðjum við góðan mann. Mann sem hefur verið hluti af okkar fjölskyldu síðasta áratug- inn en sem vinur í lengri tíma. Daníel höfum við þekkt frá barn- æsku þar sem hann og pabbi heit- inn voru æskuvinir og kom hann oft í heimsókn til okkar. Við feng- um að kynnast honum enn betur þegar hann varð hluti af okkar fjölskyldu og áttum við margar góðar stundir með honum og mömmu. Gleði og bros fannst okkur ein- kenna Daníel. Alltaf var hann boð- inn og búinn að hjálpa og var af- skaplega bóngóður. Ef Daníel heyrði af því að okkur vantaði að- stoð af einhverju tagi þá var hann mættur tilbúinn til aðstoðar. Daníel var margt til lista lagt. Daníel Gunnar Sigurðsson ✝ Daníel GunnarSigurðsson fæddist í Bakkaseli í Hrútafirði 1. apríl 1941. Hann lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 25. nóv- ember 2014. Daníel var jarð- sunginn frá Há- teigskirkju 8. des- ember 2014. Hann var samvisku- samur maður og hugsaði vel um sitt og sína. Allt sem Daníel tók sér fyrir hendur var gert af mikilli vandvirkni, ekkert verk var hálf- klárað. Þar má sér- staklega nefna bú- staðinn hans í Hrútafirði og íbúð- ina þeirra mömmu í Kópavoginum sem hann lagaði og dundaði við af mikilli natni. Daníel hafði einnig gaman af því að ferðast bæði hér heima og erlend- is. Líklega eru ekki margir stað- irnir á Íslandi sem hann hafði ekki komið til og ferðuðust þau mamma töluvert saman um landið ásamt því að skella sér í nokkrar utanlandsferðir. Hann var ein- staklega ánægður með þær ferðir sem leyndi sér ekki í frásögnum hans af þeim. Daníel sýndi okkur og okkar lífi mikinn áhuga. Hann var afskap- lega barngóður og hændust börn- in okkar að honum og var hann kallaður afi Danni af þeim. Við kveðjum hér Daníel með söknuði en góðar minningar í hjarta. Erna, Ólöf og Edda Guðjónsdætur. Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur og mér finnst þetta voða óraun- verulegt ennþá og er alltaf svona hálfpartinn að bíða eftir að þú hringir í mig. Ég sit hérna að skrifa minningargrein um þig að hlusta á uppáhalds jólasálminn þinn á afmælisdaginn minn og hugsa um allar góðu minningarn- ar sem ég á með þér. Man hvað mér fannst gaman að heyra sögur frá því þú varst lítil fyrir norðan, það sem ég gat hlustað á þær aftur og aftur án þess að verða leið á þeim. Svo þegar við tókum göngu- túrana, alltaf varstu svo dugleg að labba og ég átti alltaf erfitt með að halda í við þig þótt ég væri mikið yngri, það var kraftur í þér. Man líka hvað mér þótti gaman þegar Marý Valdís Jónsdóttir ✝ Marý ValdísJónsdóttir fæddist 29. október 1927. Hún lést 7. desember 2014. Út- för Valdísar fór fram 19. desember 2014. við sátum við snyrti- borðið þitt að gera okkur fínar, aðallega þú en þú gerðir stundum við mig líka og mér fannst það sko toppurinn, svo gat ég horft á þig með aðdáun meðan þú gerðir þig fína og alltaf varstu svo glæsileg. Ég mun varðveita allar þessar minningar, sem og all- ar hinar sem ég á með þér. Ég er svo þakklát fyrir að þú fékkst að sjá börnin mín þrjú ég veit þú munt vaka yfir þeim og fylgjast með þeim, minning þín mun lifa. Bið að heilsa Rúnu og þangað til ég hitti þig næst þá kveð ég að sinni. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín nafna, Marý Valdís. Óskari kynntist ég ungur að aldri í sumarvinnu hjá 66°N hf., sem síðar varð yfir 20 ára sam- starf okkar þegar ég síðar réð mig í fast starf hjá fyrirtækinu. Konan hans, Rut Kristjánsdótt- ir, var jafnframt starfandi mest- an sinn starfsaldur hjá fyrirtæk- inu sem verkstjóri, en hún stýrði sjó- og regnfataframleiðslunni af miklum myndarskap. Óskar var þessi ómissandi fagmaður sem smíðaði mikið af áhöldum og tækjum sem sérsmíða þurfti fyr- ir framleiðsluna. Þetta var bún- aður til að auka framleiðni, en jafnframt til að leysa tæknileg vandamál í nýrri vöruþróun. Smíðaði hann þetta í bílskúrnum heima hjá sér í Sæviðarsundinu, þar sem hann stundaði bílavið- gerðir. Seinna þegar fram- leiðslustöðum 66°N fjölgaði og voru orðnir sjö, víða um landið, var hans smíði nauðsynlegur hluti af framleiðslukerfum þeirra staða Alveg frá því að ég tók bílpróf 18 ára var Óskar mér mikill bjargvættur. Hann var alltaf boðinn og búinn að bjarga mál- unum er gamlir bílskrjóðar sem ég átti á þessum árum neituðu að hlýða og fara í gang. Þegar allt annað var fullreynt var hringt í Óskar og var þá fyrsta spurning hans yfirleitt: „hvar ertu stadd- ur?“ og síðan var hann mættur að vörmu spori. Þannig var hann alltaf ósérhlífinn og hjálpsamur. Með fjölgun framleiðslustaða 66°N á landinu komu stundum Óskar Hjartarson ✝ Óskar Hjart-arson fæddist 29. ágúst 1927 í Vestmannaeyjum. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans við Hringbraut 15. desember 2014. Útför Óskars fór fram frá Fossvogs- kirkju í Reykjavík 22. desember 2014. upp tæknileg vandamál sem þurfti að leysa með stuttum fyrirvara. Er mér minnisstætt er við þurftum eitt skipti að fara á Sel- foss en loftpressan fyrir aðalfram- leiðslulínuna hafði bilað og flestar vél- arnar stopp. Ég kom við hjá Óskari og hann klæddur skyrtu og þunnum vinnuslopp stökk upp í sendibílinn hjá mér með verk- færatöskuna í annarri hendinni og þunna úlpu í hinni. Þetta var um miðjan vetur og veðurspáin svört, spáð brjáluðu veðri seinni partinn. Við keyrðum Hellisheið- ina austur og gekk ferðin vel. Þegar við svo snérum heim um kl. 19 að kveldi var komið vit- laust veður og Hellisheiðin ófær og ekki um annað að ræða en að keyra Þrengslin. Veðrið var orð- ið þannig að það var kominn brjálaður snjóstormur. Bíllinn spólaði látlaust í brekkunni og þurftum við að láta hann ítrekað renna aftur á bak út í kantinn til að dekkin næðu spyrnu í smá sandkornum. Svona gekk þetta smátt og smátt, og þurfti annar okkar að standa úti að lóðsa en skyggnið var lítið sem ekkert. Við urðum því mikið fegnir að komast upp á jafnsléttu þar sem ferðin fór að ganga betur eftir tveggja klukkustunda hrakn- inga, en mig grunar að Óskari, eins og mér, hafi verið brugðið við þetta allt enda kominn á átt- ræðisaldur, en hann lét samt ekkert á sér finna en varð að orði að við þyrftum að gera ráðstaf- anir til að vera betur búnir í svona ferðir. Fallinn er frá mikill höfðingi og í hjarta mínu finn ég fyrir söknuði þó að við höfðum ekkert hist í yfir 10 ár, blessuð sé minn- ing hans. Gestur Már Þórarinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.