Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 2
Snjókoma hefur sett svip sinn á nýárið
og þekur nýfallinn snjórinn Árbæinn
eins og sjá má á viðkomandi mynd.
Samkvæmt Veðurstofu er umhleyp-
ingatíð framundan og í dag er útlit
fyrir að það gangi á með éljum.
Á sunnudaginn er von á að það
hláni, dagurinn gæti byrjað á snjó-
komu en endað í slyddu eða rigningu.
Kortin segja að á mánudaginn verði
orðið svalt aftur með hugsanlegu élja-
lofti.
Morgunblaðið/RAX
Snjókoman
hefur sett svip
sinn á nýárið
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015
Kaupum bíla
Hærra uppítökuverð
Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með
fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum.
Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is
og við sendum þér staðgreiðslutilboð
þér að kostnaðarlausu.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Gangagerð í Vaðlaheiði gekk afar illa fyrir jólafrí og
búist er við að svo verði áfram fyrst eftir að vinna
hefst að nýju. Vegna lélegs bergs hafa gangamenn
þurft að byggja stálgrind innan í göngin jafnóðum og
grafið er frá og sprauta steypu innan á hana.
Gangagröftur hefst aftur á mánudag í
Vaðlaheiðargöngum og Norðfjarðargöngum eftir
jólafrí. Miklar tafir hafa orðið í Vaðlaheiði vegna vatns-
aga Eyjafjarðarmegin og lélegs bergs Fnjóskadals-
megin. Grafnir hafa verið út 3,4 km sem er 47,5% af
fyrirhuguðum göngum. Valgeir Bergmann, fram-
kvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, áætlar að verkið sé
3-4 mánuðum á eftir áætlun.
Betur hefur gengið í Norðfjarðargöngum og er
Guðmundur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Suðurverki,
ánægður með framvinduna. Þar er sprengt frá báðum
endum. Frá Eskifjarðarmunna var búið að grafa 2,7
km fyrir jólafrí og Norðfjarðarmunna liðlega 2,1 km.
Jafngildir þetta tæplega 64% af heildarlengd ganga í
bergi.
Mikið innrennsli af heitu vatni sem erfitt var að
stöðva gerði það að verkum að vinnu var hætt Eyja-
fjarðarmegin. Verktakarnir, ÍAV og Marti Contrac-
tors, hófu sprengingar austanmegin, í Fnjóskadal, 6.
september. Aðstæður hafa verið allt aðrar en vest-
anmegin því lítið vatn lekur úr berginu en það er aftur
á móti frekar veikt. Sumar vikur hefur gengið vel og í
bestu vikunni voru grafnir 84 metrar. Síðustu vikur
hafa verið seinfarnar vegna mikilla styrkinga, 6-8
metrar á viku.
Samhliða hefur verið unnið að því að bæta vinnu-
aðstæður í göngunum Eyjafjarðarmegin þannig að
hægt verði að hefja gangagröft þar á næstu mánuðum.
Ekki er ljóst hvenær byrjað verður að grafa frá báðum
endum en Valgeir vonast til að það verði fljótlega.
Upphafleg verkáætlun gerði ráð fyrir að ganga-
greftri lyki í september í ár og framkvæmdinni í heild
fyrir lok árs 2016. Verktakar vinna nú að því að upp-
færa og endurgera verkáætlun með tilliti til breyttra
forsendna.
Þurfa að bleyta í rykinu
Síðustu vikuna fyrir jólafrí voru grafnir rúmir 75
metrar í Norðfjarðargöngum, 39,5 metrar frá Norð-
fjarðarmunna og 35,7 frá Eskifjarðarmunna. Vatnsagi
er ekki að trufla verktakann. Guðmundur Ólafsson
segir raunar að Eskifjarðarmegin sé svo þurrt að
flytja þurfi vatn inn í göngin til að bleyta í rykinu.
Hætt verður að grafa Norðfjarðarmegin þegar sá
leggur verður kominn í rúma þrjá kílómetra sem áætl-
að er að verði í lok apríl. Haldið verður áfram frá
Eskifirði og ef allt gengur upp verður slegið í gegn í
byrjun september 2015.
Hægt gengur vegna
styrkinga í veiku bergi
Sex metrar á viku í Vaðlaheiði Byrjað aftur á mánudag
Ljósmynd/Valgeir Bergmann
Bogagöng Stálvirkið sem sett er upp þar sem berg er
veikast myndar bogagöng og er steypu sprautað á.
Smáþjóðaleikarnir fara fram hér á
landi í sumar og verður keppt í
strandblaki í Laugardal. Reykjavík-
urborg hefur hafið útboð á svæðinu
sem mun hýsa keppnisvellina og er
það við hliðina á vatnsrennibraut-
inni. Opnað verður fyrir tilboð í
verkið 14. janúar.
Svæðið er rúmir 800 fermetrar
að stærð og mun rúma tvo strand-
blaksvelli og áhorfendaaðstöðu.
Strandblaksvöllur er 16 metra
langur og átta metra breiður með
neti í miðjunni sem skilur vall-
arhelmingana að.
Strandblak hefur lengi verið spil-
að á ströndum um allan heim og
þróaðist út frá tómstundagamni í
ólympíugrein en keppt var á leik-
unum í Atlanta 1996. Helsti mun-
urinn á blaki og strandblaki er sá
að í strandblaki eru tveir í liði í stað
sex í blaki.
Á Smáþjóðaleikunum er keppt í
sex einstaklingsíþróttagreinum og
tveimur hópíþróttagreinum. Skipu-
lagsnefnd hverra leika getur bætt
við tveimur greinum til viðbótar og
var valið að keppa í fimleikum og
golfi en þetta er í fyrsta skipti sem
keppt verður í golfi á Smáþjóða-
leikum.
Risavöllur gerður
fyrir strandblak
Teikning Í útboðsgögnum má sjá
hvar strandblaksvöllurinn verður.
Varðskipið Týr var væntanlegt til
Corigliano á Suður-Ítalíu um tíuleyt-
ið í gærkvöldi. Týr var með flutn-
ingaskipið Ezadeen í togi en um
borð í Ezadeen voru rúmlega 400
flóttamenn, þar af um 60 börn.
Týr kom að Ezadeen um klukkan
22.00 í fyrrakvöld. Þá var skipið út af
Tarantoflóa við Suður-Ítalíu. Það
stefndi til lands á fullri ferð en
áhöfnin hafði yfirgefið skipið.
Fimm varðskipsmenn fóru um
borð í Ezadeen í fyrrinótt við mjög
erfiðar aðstæður. Um 40 hnúta vind-
ur og krappur sjór var á svæðinu.
Fólkið var orðið matar- og vatnslítið
eftir langt volk á sjó. Varðskips-
mönnum tókst að koma dráttarvír
yfir í varðskipið um klukkan hálfsex
í gærmorgun. Ezadeen var þá orðið
vélarvana.
Snemma í gærmorgun fóru björg-
unarmenn frá ítölsku strandgæsl-
unni um borð í Ezadeen úr þyrlu.
Varðskipsmenn sneru þá til baka um
borð í Tý. »40 gudni@mbl.is
AFP/LHG
Ezadeen Týr tók skipið í tog og dró
það til hafnar á Suður-Ítalíu.
Stjórnlaust skip
með 400 flóttamenn
Varðskipið Týr dró skipið til hafnar
Samningafundur Skurðlæknafélags
Íslands og ríkisins stóð enn þegar
Morgunblaðið fór í prentun. Fund-
urinn hófst hjá Ríkissáttasemjara
klukkan 15.00 í gær.
Samningafundur er boðaður í
kjaraviðræðum Læknafélags Ís-
lands við ríkið klukkan 13.30 í dag.
Samninganefndir Læknafélagsins
og ríkisins funduðu frá klukkan
13.00 til 18.00 í gær.
Sigurveig Pétursdóttir, formaður
samninganefndar Læknafélagsins,
vildi ekki tjá sig um gang viðræðn-
anna að loknum samningafundinum
í gær. Hún sagði það eitt að samn-
ingsaðilar sæju ástæðu til að halda
áfram að funda. „Við höldum áfram
og gerum okkar besta,“ sagði Sig-
urveig.
Læknar hafa boðað þrjár lotur
fjögurra sólarhringa verkfalla í jan-
úar, febrúar og mars. Á mánudag
hefst verkfallslota Læknafélagsins
á aðgerðasviði og flæðissviði Land-
spítalans og hjá ýmsum stofnunum.
Hinn 12. janúar hefst verkfallslota á
lyflækningasviði LSH og Sjúkra-
húsinu á Akureyri, hinn 19. á rann-
sóknarsviði og kvenna- og barna-
sviði LSH og á
heilbrigðisstofnunum og hinn 26. á
geðsviði og skurðlækningasviði
LSH. Ný lota verkfallsaðgerða
Skurðlæknafélags Íslands á að hefj-
ast 12. janúar. gudni@mbl.is
Skurðlæknar
sátu fram á kvöld
Langar viðræðulotur
í læknadeilunni í gær
Morgunblaðið/Þórður
Læknadeilan Stöðug fundahöld.