Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 61
61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015
sem nota má í barnastarfi kirkj-
unnar. Prestar eru mjög virkir á
Facebook, Instagram, Twitter og
Snapchat. Töluverð sálgæsla fer
fram á þessum miðlum. Ég greip
strax til þess ráðs um leið og ég
skráði mig á facebook að setja
mannakorn úr Biblíunni þar inn
daglega. Ég hef fengið afar mikil og
sterk viðbrögð við því og þakkir.
Þetta hafa fleiri prestar tekið upp.
Eftir að ég kom hér í Hóla stofnaði
ég hóp sem heitir Hólabiskup. Þar
set ég inn það sem ég er að fást við
af opinberum störfum, fundi,
visitasíur, og önnur verkefni. Það er
mikilvægt að fólk skynji hvað bæði
störf presta og biskupa eru fjöl-
breytt og taka á margvíslegum
verkefnum.“
Séra Solveig segist ekki setja
sér áramótaheit, hafi reyndar aldrei
verið dugleg í slíkum hlutum.
„Árið 2015 er reyndar stórt ár í
lífi okkar hjónanna. Maðurinn minn
sr. Gylfi Jónsson verður sjötugur
og við eigum 20 ára brúðkaups-
afmæli. Við munum eflaust gera
eitthvað fallegt í tilefni af því. Auk
þess mun ég leitast við að vera
meira með fjölskyldunni minni. Ég
á orðið þrjú barnabörn í Reykjavík,
sem ég sakna endalaust og svo er
yngsta dóttirin að koma heim í vor
eftir sex ára nám í New Orleans. En
starfslega séð, þá munum við halda
upp á 200 ára afmæli Biblíufélags-
ins hér í sumar, en hér á Hólum er
stærsta biblíusafn landsins. Sumar-
tónleikarnir hafa fastan sess hér og
síðan er það á stefnuskránni að visi-
tera Húnavatnssýslur. Árið leggst
vel í mig og ég treysti Guði til að
benda mér á þau verkefni sem verð-
ugast er að vinna hverju sinni.“
Ljósmynd/Gylfi Jónsson
Á Hólum Sólin sést ekki á Hólum í tvo mánuði. Þessi mynd var tekin þar um hádegisbil á vetrarsólstöðum, 21. desember. Í baksýn er Auðunarstofa, þar sem er skrifstofa vígslubiskups.
Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033
Flottir í fötum
ÚTSALAN
hefst í dag
opið 11:00 – 17:00
FRAMUNDAN 2015JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER