Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Kostnaður við áramótaskaupið var
26 milljónir króna í ár og er hann
svipaður og hann var í fyrra. Til
samanburðar var
kostnaðurinn við
framleiðsluna 31
milljón króna ár-
in 2011 og 2012.
Samkvæmt upp-
lýsingum frá
Skarphéðni Guð-
mundssyni, dag-
skrárstjóra RÚV,
tóku um 50
manns þátt í gerð
skaupsins í ár.
Þar á meðal voru óvenjumargir leik-
arar ráðnir sem helgast af því að
hver og einn lék í færri atriðum en
gjarnan hefur verið.
Aðspurður segir hann að fram-
leiðandi, leikstjóri og höfundar fái
fasta greiðslu fyrir skaupið óháð því
hve margar vinnustundir þeir leggja
til verksins. „Oftast nær hefst vinna
að hluta um mitt ár, stundum fyrr
og stundum ekki fyrr en að hausti.
Aðalskrifin fara svo fram að hausti
og tökur hefjast vanalega í nóvem-
berbyrjun og standa fram í desem-
ber,“ segir Skarphéðinn.
Hann segir að umsjónarmenn og
leikstjóri fái fullt frelsi og umboð til
þess að hafa efnistökin eins og þeim
hentar. „Í fyrra og fyrir þetta nýj-
asta skaup töldum við tímabært að
kalla til sögunnar úrval af hæfileika-
ríkum konum sem tekið hafa þátt í
gerð grínefnis í gegnum árin, sum-
part í tilefni af því að 30 ár eru liðin
síðan hið sama var gert með eftir-
minnilegum árangri. Í millitíðinni
hefur konum í íslensku gríni fjölgað
mjög, ekki síst í hópi höfunda, og því
þótti okkur tilvalið að kalla til hóp
kvenna sem spannar nokkrar kyn-
slóðir í íslensku gríni,“ segir hann.
Líkt og önnur ár hafði fólk mis-
jafnar skoðanir á skaupinu. Skarp-
héðinn bendir á að það sé ekki heigl-
um hent að gera öllum til geðs.
Nett klikkun
„Það er satt best að segja nett
klikkun að höfundarnir vilji leggja
annað eins á sig miðað við þær kröf-
ur sem þjóðin gerir til skaupsins.
Sama hvað hverjum og einum finnst
um einstaka skaup þá er ég ekki
viss um að þjóðin vilji breyta miklu
varðandi fyrirkomulag í kringum
það. Þetta er jú einn af hápunktum
sjónvarpsársins ef ekki sjálfur há-
punkturinn – í það minnsta sé tekið
mið af áhuga, áhorfsmælingum og
umtali.“
26 milljóna króna skaup
50 manns tóku þátt í gerð áramótaskaupsins Fá fasta
greiðslu óháð vinnustundum Erfitt að gera öllum til geðs
Áramótaskaupið Þorsteinn Bachmann í hlutverki sínu í áramótaskaupinu.
Kostnaðurinn við skaupið var um 26 milljónir króna líkt og í fyrra.
Skarphéðinn
Guðmundsson
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra,
tók við lyklum að ráðuneytinu úr höndum Sigurðar
Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, í gær en hún tók við embættinu á ríkisráðs-
fundi á gamlársdag. Sigrún hefur ráðið Ingveldi
Sæmundsdóttur aðstoðarmann sinn en Ingveldur var
áður aðstoðarmaður Sigurðar Inga í umhverfis- og
auðlindaráðuneytinu. Sigrún er jafnframt tíundi ráð-
herrann í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tíundi ráðherrann í núverandi ríkisstjórn
Skákþing Reykjavíkur hefst á
morgun, sunnudaginn 4. janúar, kl.
14. Tefldar verða níu umferðir eftir
svissnesku kerfi og eru tímamörk
1½ klst. á 40 leiki auk 30 sek. á leik.
15 mínútur bætast við eftir 40 leiki
auk 30 sek. á leik. Umferðir fara
fram tvisvar í viku, á mið-
vikudögum kl. 19.30 og á sunnu-
dögum kl. 14. Teflt er í húsnæði
Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni
12. Áhorfendur eru velkomnir.
Mótið í ár er haldið sérstaklega
til heiðurs fyrsta stórmeistara þjóð-
arinnar, TR-ingnum Friðriki Ólafs-
syni, sem verður áttræður meðan
mótið stendur yfir. „Skákmenn eru
hvattir til að heiðra meistarann
með þátttöku sinni í aðalmóti vetr-
arins sem nú fer fram í 84. sinn,“
segir í tilkynningu.
Skráning fer fram á heimasíðu
TR.
Skákþing Reykjavík-
ur haldið til heiðurs
Friðriki Ólafssyni
Færri bifreiðir fara um götur borg-
arinnar á nagladekkjum en áður.
Þrátt fyrir ófærðina og hálkuna
sem einkenndi síðastliðinn
desembermánuð fjölgaði ekki nagla-
dekkjum. Þá velja 70% bílstjóra
aðra kosti en nagladekk undir bif-
reiðir í Reykjavík. Þetta er meðal
þess sem kemur fram í fréttatil-
kynningu Reykjavíkurborgar sem
send var út í gær.
Hlutdeild negldra dekkja í
Reykjavík var 31% í desember en
69% bifreiða reyndust á ónegldum
samkvæmt niðurstöðum talningar
sem gerð var 17. desember. Á sama
tíma árið 2013 voru 32% bifreiða á
negldum hjólbörðum og 33% árið
2012. Þá sýndi talning 13. nóvember
síðastliðinn að 25% bifreiða voru á
negldum dekkjum en prósentutalan
var 28% á sama tíma árið áður.
Reykjavíkurborg mælir ekki með
nagladekkjum á götum borgarinn-
ar, m.a. sökum hávaða- og svifryks-
mengunar en auk þess eyða nagla-
dekk malbiki hundraðfalt meira en
önnur dekk. davidmar@mbl.is
Færri aka um á nagla-
dekkjum en áður
Til leigu vandað skrifstofuhúsnæði 486 fm+ 41 fm sameign á 8. hæð í Húsi verslunarinnar.
Á hæðinni ermótttökuaðstaða / biðstofa. Tíu lokaðar skrifstofur, 2 fundarherbergi og 2 stór vinnu-
rými. Auðvelt er að fjölga / fækka skrifstofum þar sem parketið er fljótandi og veggir færanlegir.
Tækjarými og geymslur á hæðinni. Snyrtileg eldhúsaðstaða. Kerfisloft með innfeldri lýsingu og
öflugu loftræstikerfi, stillanlegt fyrir hvert rými.
Atvinnueign ehf - Síðumúla 13, 108 Reykjavík - s: 577 5500 - www.atvinnueign.is
Halldór Már Sverrisson
Viðskiptafræðingur
Löggiltur fasteignasali
Löggiltur leigumiðlari
898 5599
halldor@atvinnueign.is
Fasteignasala og leigumiðlun
Skrifstofuhúsnæði
að Kringlunni 7
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17
DIMMALIMM
ÚTSALAN er hafin
40-50% afsláttur
IanaReykjavik
Haust/Vetur 2014