Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 84
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 3. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Óheppni aðalástæða krabbameins 2. Vinapartí varð að 1.500 manna … 3. Kveikja í íslenska fánanum 4. Föst í ólæstri geymslu í tvo daga  Styrkhafar úr sjóði Önnu K. Nordal, Bjarni Frímann Bjarnason, lágfiðlu- og píanóleikari, og söngvarinn Krist- ján Jóhannesson, flytja fjölbreytta efnisskrá ásamt Jónasi Ingimund- arsyni þar sem lágfiðla, píanó og söngur koma við sögu, á tónleikum í Salnum í dag kl. 16. Bjarna Frímanni verður afhent viðurkenning styrkt- arsjóðs Önnu K. Nordal á tónleik- unum og er afhendingin tilefni tón- leikanna og sú 15. úr sjóðnum sem styrkir efnilega tónlistarnema. Krist- ján hlaut styrkinn í fyrra. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Á mynd- inni sjást Jónas, Kristján og Bjarni. Hlýtur viðurkenn- ingu á tónleikum  Nemendagalleríi Listaháskóla Ís- lands, Kaffistofunni á Hverfisgötu 44, verður breytt í sólarströnd um helgina á myndlistarsýningunni Wish you were here sem Rakel Mjöll Leifsdóttir og Birgir Sigurjón Birgisson standa að. Á henni verða hljóðverk og vídeóverk tengd minn- ingum og tímaflakki sýnd innan um gerviströnd, eins og segir í tilkynn- ingu. 400 kg af hvítum sandi með pálmatrjám hefur verið komið fyrir í galleríinu og verður í kvöld haldin sólstrandarteiti með gjörningum og tón- leikum frá kl. 19 til 22. Sýningin verður opnuð í dag og á morg- un kl. 12. Nemendagalleríi breytt í sólarströnd FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Heldur hvassara norðvestantil. Víða él, en yfirleitt þurrt á aust- anverðu landinu. Hægari vindur og úrkomulítið í kvöld. Frost 0 til 10 stig. Á sunnudag Vaxandi suðaustanátt, víða 13-18 m/s síðdegis. Snjókoma og síðar slydda eða rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi í bili. Á mánudag Sunnan og suðvestan 10-18 m/s. Snjókoma eða él sunnan- og vestantil, en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti 1 til 5 stig við suðaustur- og austurströndina. Í kvöld verður lýst kjöri íþrótta- manns ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna (SÍ) í 59. sinn í árlegu hófi samtakanna og Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands í Gullhömrum. Alls hafa 39 íþróttamenn hlotið nafnbótina íþróttamaður ársins frá því Vil- hjálmur Einarsson þrístökkvari var fyrst valinn árið 1956. »2 Íþróttamaður ársins kjörinn í 59. sinn „Ég hef ekki verið í svona góðu formi síðan ég sleit krossbandið í febrúar 2013,“ segir Vignir Svavarsson sem hefur komið ferli sínum á flug á nýjan leik með Midt- jylland í Danmörku í vetur. Vignir yfirgaf Þýskaland síð- asta sumar eftir sex ára dvöl og hélt aftur til Danmerkur þar sem hann eyddi fyrstu þremur árunum sem at- vinnumaður. »3 Vignir kom ferl- inum aftur á flug Steven Gerrard yfirgefur enska knattspyrnufélagið Liverpool í vor eftir að hafa verið í röðum þess frá átta ára aldri. Gerrard staðfesti end- anlega í gærmorgun að þetta væri síðasta tíma- bil hans hjá félaginu en hann myndi spila áfram fótbolta ann- ars staðar. Reiknað er með að hann fari til Banda- ríkjanna í sum- ar. »4 Hverfur á braut eftir aldarfjórðungsdvöl Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Svona spilamennska er hörkupúl langt fram eftir nóttu og helst á færi ungra manna, en mér finnst gaman að taka svona spretti öðru hvoru. Með þessu held ég puttunum lið- ugum, en ég hef að mestu lagt raf- magnsgítarinn á hilluna,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður. Þessa helgina leikur hann á Kringlu- kránni með félögunum í hljómsveit- inni Gullkistunni, sem kemur saman að jafnaði einu sinni á ári, það er fyrstu helgina í janúar, og spilar lög frá árunum 1966 til 1970. Þar eru áberandi lög Rolling Stones og Bítl- anna. Fyrri dansleikurinn var í gær- kvöldi og annar er í kvöld, laugar- dagskvöld. „Mér finnst viðeigandi að slá í með Rolling Stones lagi eins og You bet- ter move on. Svo er líka sjálfsagt að taka Hljómalög, til dæmis Fyrsta kossinn og Bláu augun þín. Það er víst af nægu að taka – og rokk og bít eru í aðalhlutverki,“ segir Gunnar. Með honum í Gullkistunni eru Ás- geir Óskarsson Stuðmaður, Jón Ólafsson kenndur við sveitina Pelic- an og Óttar Felix Hauksson úr Pops. Kringlugestir klappi Upp eru runnin tímamót í lífi Gunnars Þórðarsonar sem verður sjötugur á morgun, 4. janúar. Lík- legt má því telja að á miðnætti klappi Kringlugestir hressilega fyrir afmælisbarninu, sem síðustu áratugi hefur verið í aðalhlutverki íslensks tónlistarlífs. Annars segir Gunnar að tímamót þessi verði, að dansleiknum á Kringlukránni frátöldum, rólegur og góður fjölskyldudagur. Að minnsta kosti sé ekkert stórt á döf- inni. „Fyrst spilaði ég á böllum árið 1963, svo þetta er orðin hálf öld og tveimur árum betur. Nei, mér finnst stemningin á skemmtunum ekki hafa breyst ýkja mikið. Mannfólkið er alltaf sjálfu sér líkt. Helsta breyt- ingin er sú að sveitaböllin, sem eitt sinn voru, hafa lagst af, en þeim mun meira er um tónleika og spilirí á kaffihúsum eða slíkum stöðum.“ Meira en 3.000 taktar Gunnar er enn af fullum krafti í tónlistinni, þó með öðrum hætti en var fyrr á árunum. Er nú að veru- legu leyti kominn inn á hið sígilda svið og dægurtónlistin orðin auka- geta. Í fyrra var flutt óperan Ragn- heiður, þar sem ævi og örlög Ragn- heiðar Brynjólfsdóttur voru sú saga sem Friðrik Erlingsson spann í kringum texta við tónverk Gunnars. „Í venjulegu dægurlagi eru sextán taktar en í Ragnheiði meira en 3.000. Vissulega er tónlistarvinna auðveld- ari með tölvunni, þar sem maður pikkar nóturnar inn. En tölvur semja ekki músíkina. Hugsun manns sjálfs þarf alltaf að vera melódísk.“ Heldur gítarputtum liðugum  Gunnar sjötugur og leikur fyrir dansi um helgina Morgunblaðið/Golli Tónlist „Hugsun manns sjálfs þarf alltaf að vera melódísk,“ segir Gunnar, þjóðskáld margra vinsælla laga. Tónleikar í tilefni af 70 ára af- mæli Gunnars verða haldnir í Hörpu 29. mars næstkomandi. Þar verða hans þekktustu lög flutt af landsliði íslenskra hljóð- færaleikara og söngvara, auk þess sem Gunnar stígur sjálfur á svið. Einnig er væntanleg vegleg safnplata í tilefni stórafmælisins sem mun hafa að geyma öll bestu lög Gunnars á einum stað. Og af nægu er að taka. Strandamaðurinn Gunnar flutti ungur til Keflavíkur og hóf þar ferilinn með Hljómum en síðan komu Trúbrot og ýmsar fleiri sveitir. Þá hefur Gunnar samið nærri 700 lög sem komið hafa út á hljómplötum, auk þess sem hann hefur útsett lög, sett upp sýningar og svo mætti lengi telja þau margvíslegu tónlistarverkefni sem Gunnar hefur tekið þátt í í tímans rás. Margir minnast tilleggs Gunn- ars á Vísnaplötunum góðu sem komu út fyrir tæpum fjörutíu ár- um og seldust vel. Þá eru vel- þekktar plöturnar Himinn og jörð og Borgarbragur, lög í Eurovision fyrr á árum, sýningar á Broadway og Hótel Íslandi og svo mætti áfram telja margt gott úr safni tímans sem vinsælt hefur orðið. Hefur samið yfir 700 lög SAFNPLATA OG STÓRTÓNLEIKAR Í HÖRPU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.