Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is Kjarasamningar launafólks á al- mennum vinnumarkaði verða lausir í lok febrúar á þessu ári. Væntanlegar viðræður verða því líklega áberandi í fréttum strax í upphafi nýs árs. Björn Snæbjörnsson formaður Ein- ingar-Iðju er formaður Starfs- greinasambands Íslands, sem er fjölmennasta landssamband verka- fólks á landinu og stærsta sam- bandið innan Alþýðusambands Ís- lands. Félagsmenn eru um 50 þúsund. Björn segir að verkalýðs- hreyfingin sé afar ósátt við fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar. „Nei, við erum ekki sátt og telj- um að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við gefin fyrirheit og samninga á ýmsum sviðum. Ég nefni til dæmis fjárframlög til VIRK starfsend- urhæfingar, samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu virðist ríkið ætla að svíkja greiðslur til sjóðsins, sem um var búið að semja áður. Þetta þýðir væntanlega að erfiðara verður að stuðla að endurhæfingu fólks, til að komast á nýjan leik út á vinnumark- aðinn. Ríkið hefur borgað í sjóði sem styrkja sérstaklega öryrkja í okkar röðum. Framlög í þessa sjóði verða skert, sem bitnar harkalega á mörg- um. Síðast en ekki síst nefni ég til sögunnar að ráðgert er að stytta tímann til atvinnuleysisbóta. Sú ákvörðun hefur mætt harðri and- stöðu innan verkalýðshreyfing- arinnar, sveitarfélögin og fleiri eru á sama máli og við. Þessi atriði og fleiri, koma ekki til með að auðvelda komandi kjaraviðræður, síður en svo.“ Kröfugerð í upphafi ársins Björn segir að verkalýðshreyf- ingin ljúki væntanlega við að móta kröfugerðina til fulls í upphafi nýs árs. „Starfsgreinasambandið gengur líklega frá kröfugerðinni fyrir 20. janúar og ég geri mér vonir um að viðræður um nýjan kjarasamning hefjist fyrir alvöru við okkar við- semjendur sem fyrst. Auðvitað vona ég að skrifað verði undir nýja kjara- samninga fyrir 1. mars, en það verð- ur mjög líklega á brattann að sækja í þeim efnum. Mars og apríl geta þess vegna hæglega orðið mánuðir verk- fallsaðgerða af okkar hálfu. Ég sé því fram á kaldan vetur, því miður. Þetta er engu að síður staða mála í dag, það er sannarlega þungt hljóð í verkalýðshreyfingunni um þessar mundir. Sjálfur er ég í góðum tengslum við mitt fólk og þar er af- staðan sú sama.“ Krónutöluhækkanir Björn segir að Starfsgreina- sambandið fari fram fram á krónu- töluhækkanir en ekki prósentu- kröfuhækkanir. „Já, þetta verður skýlaus krafa, við höfum reyndar alltaf sett fram kröfur um hækkanir í krónutölu, sem er alltaf best fyrir þá sem eru með lægstu launin. Í kjaraviðræðunum kemur ekki til greina að semja við ríkið um það sem áður var búið að semja um, en svíkja svo. Fljótlega á nýju ári kem- ur til með að reyna á samstöðu félag- anna og ég er nokkuð viss um að öll félög innan Starfsgreinasambands- ins munu þjappa sér vel saman.“ Margar ferðir suður „Satt best að segja er ég lítið farinn að spá í árið 2015, en fyrstu mánuðirnir verða erfiðir og anna- samir, svo mikið er víst. Annars er ég bjartsýnn að eðlisfari, en ég veit með vissu að ferðirnar suður til Reykjavíkur verða margar og sömu- leiðis fundirnir. Okkar hlutverk er að rétta hlut félagsmanna og fá rétt- mæta leiðréttingu á launum þeirra,“ segir Björn. Spáir að komi til verk- falla í mars og apríl  Formaður Starfsgreinasambands Íslands sér fram á erfiðar kjaraviðræður  Samstaða launafólks mikilvæg Ljósmynd/Karl Eskil Pálsson Kjarasamningar Björn Snæbjörnsson verður væntanlega á ferð og flugi í upphafi nýs árs. Viðræður um nýja kjarasamninga munu einkenna störf hans. Í byrjun árs tóku gildi ný lög sem fella niður vörugjöld á stórum hluta inn- flutningsvara. Samhliða því var virðisaukaskattskerfinu breytt á þann veg að bil milli skattþrepa var minnkað og undanþágum fækkað. Þor- steinn segir að SA og aðildarfélög þess hafi lengi barist fyrir afnámi vörugjalda enda hafi þau verið hinn mesti skaðvaldur fyrir neytendur og fyrirtæki. „Vörugjöldin voru lögð á sem tímabundnir skattar eftir inn- göngu Íslands í EFTA og eru löngu úrelt. Þessi gjöld röskuðu samkeppn- isstöðu einstakra atvinnugreina og fyrirkomulag skattlagningarinnar var mjög dýrt í framkvæmd,“ útskýrir hann. „Stigið var mikilvægt skref með reglubreytingunum en stjórnvöld ættu ekki að láta staðar numið hér heldur halda áfram á sömu braut.“ Gott að losna við vörugjöldin Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Á heildina litið var árið 2014 mjög hagfellt. Atvinnuleysi fór minnkandi, staða heimila og fyrirtækja batnandi en upp úr stendur að ársverðbólga mældist aðeins tæplega 1%. Þetta gefur góð fyrirheit en krefjandi verk- efni eru framundan á árinu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins. Þorsteinn segir þrennt hafa valdið vonbrigðum á liðnu ári: „Við erum enn föst í gjaldeyrishöftum og hefðum viljað sjá fyrstu skrefin tekin í afnámi þeirra. Þá hefur skapast ólga á vinnumarkaði og ljóst að fjölmennir hópar vilja ekki fylgja þeirri leið sem mörkuð var í síðustu kjarasamn- ingum og miðar að því að byggja upp kaupmátt á grundvelli stöðugs verð- lags. Loks hefur skort á aðhald í rík- isfjármálum. Afgangur á fjárlögum fyrir árið 2015 er alls ekki nægj- anlegur. Eftir fjögurra ára hagvaxt- artímabil þyrfti ríkissjóður að skila verulegum afgangi til að greiða niður miklar skuldir ríkisins,“ segir hann. Greiða 30 milljörðum of mikið „Tryggingagjaldið er einnig mun hærra en það ætti að vera í ljósi minnkandi atvinnuleysis. Gjaldið var hækkað eftir hrun í þeim tilgangi að fjármagna aukið atvinnuleysi, en nú þegar atvinnuleysi minnkar er trygg- ingagjaldið lítið breytt. Okkur reikn- ast til að atvinnulífið greiði um 30 milljörðum króna meira í trygginga- gjald en ef gjaldið hefði fylgt þróun- inni á vinnumarkaði. Fyrirtækin eiga þessa skattalækkun inni.“ Þorsteinn býst ekki við að gjald- eyrishöftin verði endanlega afnumin árið 2015. „En ég tel að það verði stig- in ákveðin skref til afnáms þeirra. Á þessu ári ættu einnig málefni þrota- búa föllnu bankanna að leysast var- anlega og vonandi raskar það ekki fjárhagslegu jafnvægi.“ Stöðugleiki á vinnumarkaði er Þorsteini ofarlega í huga og hefur hann áhyggjur af því að kröfur ákveð- inna stétta um tugprósenta launa- hækkanir geti sett margt úr skorð- um. „Hlutfall launa í verðlagi er hátt á Íslandi og með því hæsta sem gerist meðal þjóða, og ljóst að hækkanir þeirra ráða miklu um verðbólgu.“ Hann segir að líta þurfi lengra fram á veginn í launamálum og fylgja fordæmi annarra Norðurlandaþjóða sem settu stöðugleika og samkeppn- ishæfni í fyrsta sæti en byggðu upp stórbætt lífskjör á nokkrum áratug- um. „Það var fyrst og fremst gert með því að hlúa að útflutnings- greinum þeirra. Þetta þurfum við að gera: að bæta lífskjör á Íslandi á grunni öflugs útflutnings á vörum og þjónustu.“ Góður jarðvegur erlendis Áhugavert er að velta vöngum yfir því hvernig atburðir erlendis geti haft áhrif á Íslandi á árinu. Þorsteinn nefnir lækkandi olíuverð og öflugan vöxt í Bandaríkjunum sem dæmi um jákvæða þætti sem ættu að hafa áhrif á Íslandi. „Á heildina litið mun mikil lækkun olíuverðs örva vöxt í heimsbúskapnum og hafa mjög já- kvæð áhrif. Vestanhafs hefur hag- kerfið tekið vel við sér síðustu misseri og í Evrópu virðast vera merki um hægfara bata með tilheyrandi mögu- leikum fyrir íslenskar útflutnings- greinar.“ Þorsteinn segir áríðandi að fylgjast vel með gerð fríversl- unarsamnings milli Bandaríkjanna og ESB en þar geti dregið til tíðinda á árinu. Horfur eru á að samið verði um gagnkvæma viðurkenningu á regluverki og stöðlum samhliða lækk- un tolla og að til verði mjög stórt og öflugt verslunarsvæði. „Ef samn- ingar takast er ýmislegt sem við þurf- um að laga okkur að og þá er von á miklum breytingum á viðskiptaum- hverfi Íslands. EFTA-löndin eru þeg- ar farin að vinna að því að tryggja að samningur Bandaríkjanna og ESB verði útvíkkaður yfir allt EES-svæðið og afar brýnt er að við vinnum öt- ullega að því markmiði.“ Stöðugleiki forsenda batn- andi lífskjara  Atvinnulífið á inni lækkun trygginga- gjalds upp á 30 milljarða  Þurfum að fylgjast vandlega með verslunarsamningi ESB og Bandaríkjanna Morgunblaðið/Ómar Möguleikarnir „Ef samningar takast er ýmislegt sem við þurfum að laga okkur að,“ segir Þorsteinn Víglundsson um viðræður ESB og BNA. FRAMUNDAN 2015 JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.