Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Laugavegur Ferðamenn jafnt sem heimamenn létu hundslappadrífu í höfuðborginni ekki hafa áhrif á sig í gær heldur örkuðu veginn með bros á vör, vel búnir til þess að taka á móti nýju ári. Árni Sæberg Hinn 8. desember 1989 var kveðinn upp dómur í Hæstarétti Íslands, þar sem for- seta Hæstaréttar var vikið úr embætti dóm- ara við réttinn. Ástæðan var sú að hann taldist hafa nýtt í óhófi heimild, sem ágreiningslaust var að hann hefði haft, til að kaupa sér áfengi á „kostnaðarverði“ í ÁTVR. Heimild hans hafði verið til staðar þann tíma sem hann hafði í forföllum forseta Íslands gegnt starfi sem einn af þremur handhöfum for- setavalds. Þótti hann hafa keypt meira áfengi en góðu hófi gegndi. Enginn efaðist um að hann hefði haft heimild til kaupanna og hann hefði engar lagareglur brotið. Samt varð hann að gjalda fyrir með embætti sínu. Haustið 2014 er þjóðin upplýst um að á árinu 2004 hafi sá maður, sem gegndi embætti forseta Hæstaréttar Íslands þá, og gegnir því reyndar einnig nú, brotið af ásetningi gegn embættisskyldum sínum samkvæmt lög- um. Þá stóð svo á að auglýst hafði verið laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt. Út spurð- ist að maður, sem for- setanum líkaði ekki við, hygðist sækja um embættið og var sá talinn líklegur til að hljóta það. Á þessum tíma var í lögum kveðið svo á að rétt- urinn skyldi gefa álit á hæfni umsækjenda til að gegna dómaraembætti. For- setinn núverandi og einhverjir starfsbræðra hans gengu þá til eftirtalinna verka: 1. Einn þeirra var látinn tala við umsækjandann og hóta honum því að meirihluti réttarins myndi gefa hlutdræga umsögn og skaða hann ef hann héldi fast við ákvörðun sína um að sækja um embættið. Umsækjand- inn lét sér ekki segjast. 2. Þá var tekið til við að leita að öðrum um- sækjendum sem talið var hugs- anlegt að skákað gætu hinum óæskilega umsækjanda. Líklegt er að þeim hafi verið lofað hagstæðri umsögn. 3. Hótunin um misbeit- ingu umsagnarinnar var svo fram- kvæmd. Það var reyndar svo klaufalega gert að erindreksturinn blasti við hverjum manni. Þessari atburðarás er lýst í 14. kafla bók- arinnar „Í krafti sannfæringar“ sem kom út nú í haust. Í þessu síðara tilviki er hafið yf- ir allan vafa að dómarinn sem nefndur var braut vísvitandi gegn embættisskyldum sínum þannig að fór gegn settum lögum. Brot hans var miklu alvarlegra en brot for- seta réttarins í fyrrnefnda tilvik- inu sem leiddi þá til brottvikningar úr starfi. Núverandi forsetinn gaf raunar með hátterni sínu jafngildi beinnar yfirlýsingar um að hann væri tilbúinn til að misfara með vald sitt sem hæstaréttardómari ef hann persónulega teldi tiltekna niðurstöðu æskilega. Þó að refs- isök hans sé nú fyrnd lifa áfram líkurnar á misbeitingu dómsvalds þess manns sem einu sinni hefur hagað sér með þessum hætti. Þetta er maður sem meðal annars fer með vald til að dæma aðra menn til fangelsisvistar. En hann situr óáreittur áfram. Ekki hefur einu sinni komið fram opinberlega að helstu fjölmiðlar landsins hafi óskað eftir við- brögðum hans við þessari frásögn. Væri það gert bæri honum skýlaus skylda til að svara, þar sem hér ræðir um stjórnsýsluverk en ekki dómaraverk. Ríkið getur ekki komið sér undan aðhaldi að stjórn- sýslu með því að fela dómurum stjórnsýsluverkefni og segja svo á eftir að þeir þurfi ekki að skýra verk sín sé skýringa þörf af því þeir séu dómarar. Hvergi í hinum vestræna heimi yrði það látið eftir manni sem gegnir æðsta dómara- embætti viðkomandi ríkis að þegja svona ásakanir í hel. Nema á Ís- landi. Allir helstu fjölmiðlar lands- ins þegja með honum. Þar má telja fréttastofur RÚV, Stöðvar 2, Bylgjunnar og dagblöðin Morg- unblaðið og Fréttablaðið. Eini fjöl- miðillinn sem skýrt hefur frá því að maðurinn hafi verið inntur eftir viðbrögðum er DV. Þar kom í ljós að hann vildi ekki svara. Allir aðr- ir fjölmiðlar í landinu þegja með honum. Hann þarf að þeirra mati ekki einu sinni að svara því hvort hann hafi eitthvað við frásögnina að athuga að efni til. Þeir hafa heldur ekki spurt hann um ástæð- ur þess að rétturinn vildi ekki fá þennan mann í hópinn á sínum tíma. Ef allt væri með felldu bæri ís- lenska ríkinu að höfða mál gegn forseta Hæstaréttar til embætt- ismissis. En hann er látinn í friði. Hann er ekki einu sinni inntur svara svo almenningur fái fram af- stöðu hans til málsins og skýr- ingar ef einhverjar eru. Af hverju ætli það sé? Telur þjóðin í lagi að dómarar við æðsta dómstól þjóð- arinnar brjóti af ásetningi gegn lögum við embættissýslan sína öðrum til skaða fyrst ekkert áfengi er í spilinu? Spyr sá sem ekki veit. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »Ef allt væri með felldu bæri íslenska ríkinu að höfða mál gegn forseta Hæsta- réttar til embætt- ismissis. En hann er lát- inn í friði. Hann er ekki einu sinni inntur svara svo almenningur fái fram afstöðu hans til málsins og skýringar ef einhverjar eru. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er fyrrverandi dómari við Hæstarétt og höfundur bókarinnar „Í krafti sannfæringar“. Þagað í hel?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.