Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 1
SUNNUDAGUR
HVAÐ SEGJA STJÖRN-URNAR UM ARNALD?
GOTT ÁR FRAMUNDAN
MATARVEISLA SJÁLF-STÆÐS FÓLKS STJÖRNUKORTIÐ 44
MAGGA STÍNA 2
MATUR 32
ÆVINTÝRAFÖRTIL ÁSTRALÍU
4. JANÚAR 2015
VAR FYRIRTÆKI ÍIGU ÁBERANDIAMARKAÐI ÍKRÓATÍU. BÖNDUMVARKOMIÐ Á STARFSEMINAMEÐ LÖGUM
4
Sögur í myndINGVAR ÞÓRÐARSONKVIKMYNDAFRAMLEIÐ-ANDI SEGIR BRÝNT AÐSEGJA ÍSLENSKAR SÖGUROG FLYTJA ÞÆR ÚT 14
2014VAR ÁRSJÁLFSMYNDA
2010-2012
ÍSLENSKRI E
Á SMÁLÁN
TRÚÐI EKKI ÁHAMINGJUNAÞRÁTT FYRIR TVO ENGLANDSMEISTARATITLA HEFURLÍFIÐ Í LIVERPOOL EKKI ALLTAF VERIÐ DANS Á RÓSUMHJÁ KATRÍNU ÓMARSDÓTTUR. HÚN GLÍMDI UM TÍMA VIÐÞUNGLYNDI EN VAR ALLTAF ÁKVEÐIN Í AÐ NÁ BATA 48
*
Íslensksmálán íKróatíu
L A U G A R D A G U R 3. J A N Ú A R 2 0 1 5
Stofnað 1913 2. tölublað 103. árgangur
ÚTSALAN ER HAFIN
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
SÍ
A
OPIÐ 10–18
VEL HEPPNUÐ
UPPFÆRSLA Á
DÚKKUHEIMILI
ÞJÓÐLÍFIÐ Á
ÍSLANDI Í
HNOTSKURN
ÁRIÐ 2015 26-36 OG 52-61LEIKLISTARDÓMUR 78
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að fjár-
festingar í nýsköpun í tæknigeiranum muni
aukast hjá Símanum en fjárfestingar Símans
hafa aukist hratt á undanförnum misserum og
á þessu ári nema þær rúmum 4,5 milljörðum
króna, sem eru um 15% af veltu samstæðunn-
ar. „Við gerum ráð fyrir að hlutfallið verði svip-
að á þessu ári og því næsta. Við erum meðal
annars að fjárfesta í 4G, efla sjónvarp Símans
og stytta leiðir fyrir neytendur í kerfinu okkar
þannig að færri hendur þurfi t.d. í að með-
höndla reikninga og áskriftir o.fl. í þeim dúr.
áramót, sem m.a. nær til sjónvarps Símans.
Spurður um ummæli Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar forsætisráðherra um ljósleið-
aravæðingu á landsbyggðinni segir Orri þar
vera mjög spennandi hugmyndir á ferðinni.
„Um 90% landsmanna hafa nú þegar aðgang
að mjög góðu háhraðaneti. Auðvitað á eftir að
útfæra þessar hugmyndir nánar. Þegar mark-
aðsbrestur er, vegna fámennis, fjarlægðar eða
hvors tveggja, er aðkoma ríkisins nauðsynleg.
Síðan geta fjarskiptafyrirtækin keppt um við-
skiptavini með samkeppnishæfu verði og góðri
þjónustu.“
Fyrirtæki eins og Síminn
getur aldrei leyft sér að
slaka á taumunum,“ segir
Orri en með markvissum
fjárfestingum eru sköpuð
ný tækifæri fyrir viðskipta-
vini Símans. „Við erum á
sama tíma að treysta
rekstrargrundvöllinn til
framtíðar.“ Aukin fjárfest-
ing kemur í kjölfar mikillar
vinnu við einföldun á efnahagsreikningi félags-
ins og endurskipulagningar þess. Þá segir Orri
að Síminn ætli ekki að hækka verð á vörum
sem fara úr 7% virðisaukaskatti í 11% núna um
4,5 milljarða fjárfestingar
Styrkja á innviði Símans og gera neytendum auðveldara að sækja efni
Hækkar ekki verð á þjónustu sem fer úr 7% í 11% við vsk-breytingu
Orri Hauksson
MStýrir Símanum inn í framtíðina »24-25
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreina-
sambandsins, segir að til verkfalla geti komið
á almennum vinnumarkaði í mars og apríl.
Hann talar um líkur á köldum vetri í kjara-
málum í viðtali við Morgunblaðið í dag. Við-
talið er hluti af yfirliti blaðsins um það sem
framundan er á ýmsum sviðum íslensks þjóð-
lífs á árinu sem nú er hafið. Fjallað er um
horfur í stjórnmálum, á vinnumarkaði, í at-
vinnulífi, í byggðamálum, heilbrigðismálum
og skólamálum.
Kjarasamningar eru framundan og segir
Björn að kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar
muni koma í ljós fyrir lok þessa mánaðar.
Hann á von á því að viðræður aðila vinnu-
markaðarins verði erfiðar og segir að miklu
skipti að samstaða verkalýðshreyfingarinnar
bresti ekki.
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, leggur áherslu á að
stöðugleiki a vinnumarkaði sé forsenda batn-
andi lífskjara. Hlutfall launa í verðlagi sé
hátt á Íslandi og með því hæsta sem gerist á
meðal þjóða. Árið 2014 hafi verið mjög hag-
fellt fyrir atvinnulíf landsmanna og gefi góð
fyrirheit, en krefjandi verkefni séu fram-
undan á árinu. gudmundur@mbl.is »34
Telur lík-
ur á verk-
föllum
Kaldur vetur í kjara-
málum framundan
Ýmis íþyngjandi kostnaður
sem fylgir mannaráðn-
ingum heldur aftur af
fjölgun starfa. Trygginga-
gjald er enn hátt og reynist
það mörgum fyrirtækjum
þungur baggi. Þetta er
skoðun Katrínar Óladótt-
ur, framkvæmdastjóra
Hagvangs, sem segir „gríð-
arlegt framboð af háskóla-
menntuðu fólki en ekki
sama eftirspurnin úr öllum háskólagreinum“.
Framboð á störfum fyrir háskólamenntað
fólk jókst lítið í fyrra. Oft sækir mikill fjöldi
fólks um laus störf og má nefna að Ríkisskatt-
stjóra bárust á níunda hundrað umsóknir um
nokkur störf. Helga Jónsdóttir, ráðgjafi og
meðeigandi hjá Capacent, segir framboð af
lögfræðingum umfram eftirspurn. »6
Kostnaður hægir
á fjölgun starfa
Katrín
Óladóttir
Tenórarnir þrír, Kristján Jóhannsson, Garð-
ar Thór Cortes og Gissur Páll Gissurarson,
héldu tvenna tónleika í Hörpu í gær undir
yfirheitinu Óperudraugarnir. Þremenning-
arnir, sem halda tvenna tónleika í Hofi á Ak-
ureyri í dag, hafa áður sungið undir yfirheit-
inu og tókst það svo vel að ástæða var til að
endurtaka leikinn. Troðfullt var í Norður-
ljósasalnum á hvorum tveggja tónleikunum
og mikil stemning í salnum. Fluttu söngv-
ararnir klassískar söngperlur frá ýmsum tím-
um og óperuaríur við allra hæfi. Ljóst er að
árið 2015 hófst á mikilli sprengingu hjá
söngvurunum og fengu þeir höfðinglegar við-
tökur að loknum tónleikum. »75
Kristján Jóhannsson, Garðar Thór Cortes og Gissur Páll Gissurarson með tvenna tónleika í gær
Morgunblaðið/Kristinn
Óperudraugarnir tóku vel á móti nýju ári í Hörpu