Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Karl Eskil Pálsson karlesp@simne.is „Staða þjóðkirkjunnar er sterk að mínu mati. Mikill meiri hluti þjóðarinnar treystir kirkjunni og leitar til hennar bæði í gleði og sorg. Skólar leita til presta þegar áföll verða og prestar sinna mikilli sálgæslu alls staðar um landið. Kirkjan hefur á að skipa þéttriðnu neti fagfólks um allt land, sem er tilbúið að koma til hjálpar við afar margvíslegar aðstæður. Mikill fjöldi sjálfboðaliða vinnur að því all- an ársins hring að halda kirkju- húsum landsins við, halda þeim hreinum og fallegum fyrir athafnir sem oft verða með skömmum fyr- irvara. Alls staðar er messað um hátíðar og þá er kirkjusókn góð. Barna- og æskulýðsstarf kirkj- unnar er mjög sterkt og þar stönd- um við feti framar en nágranna- þjóðir okkar. Árlega er haldið Landsmót æskulýðsfélaganna og þar mæta um 600 unglingar, þannig að staðan er óneitanlega sterk,“ segir séra Solveig Lára Guðmunds- dóttir, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal, þegar hún er spurð um stöðu þjóðkirkjunnar um þessar mundir. Þekkir innviði kirkjunnar vel Séra Solveig Lára var kjörin vígslubiskup á Hólum í júní 2012 og tók við starfinu 1. september það ár. Hún var sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal í 12 ár og sóknarprestur á Seltjarnarnesi í 14 ár og prestur í Bústaðakirkju í Reykjavík í 3 ár. Hún þekkir því innviði og rekstur þjóðkirkjunnar í þaula. Séra Solveig Lára segir að fjárhagsvandi kirkjunnar sé helsta vandamálið nú um stundir. „Fyrir hrun vorum við með 138 embætti presta, en nú aðeins 107 embætti. Auk þess hafa sóknar- gjöldin verið skert umfram annað í samfélaginu. Á síðasta ári voru þau 793,53 kr. á mánuði. Á þessu ári verður það skv. fjárlagafrumvarp- inu kr. 810, en væri u.þ.b. 1.106 kr. ef farið væri að sóknargjaldalögun- um. Þetta er gríðarleg skerðing bæði fyrir stóra og smærri söfnuði, sem hefur haft það í för með sér að stóru söfnuðirnir hafa þurft að segja upp æskulýðsleiðtogum og smærri söfnuðirnir eiga rétt svo fyrir organistakostnaði um hátíð- ar.“ Hún vonar að ekki þurfi að fækka prestaköllum enn frekar. „Vonandi ekki. Það er útilokað að fækka enn frekar prestum í land- inu. Hitt er hins vegar annað mál að tilgangur sameininga prestakalla er að auka samstarf og jafna þjónustu- byrðina og það er til góðs, en sam- einingar prestakalla þar sem prest- um á svæðinu fækkar er ekki valkostur að mínu viti.“ Vonar að fjölgi á ný í kirkjunni Samkvæmt bókhaldi Hagstofu Íslands hefur meðlimum þjóðkirkj- unnar fækkað á undanförnum ár- um. Þetta á bæði við um fjölda og hlutfall landsmanna. Samkvæmt nýjustu tölum voru rúmlega 244 þúsund manns í þjóðkirkjunni á ný- liðnu ári, en um aldamótin voru meðlimir um 247 þúsund. Á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað. Séra Solveig Lára vonar að töl- urnar verði á nýjan leik jákvæðar. „Ég sé ekki fyrir mér að mikið fleiri segi sig úr þjóðkirkjunni af því að ég held að fólk sé farið á átta sig á þeirri staðreynd að kirkjan skiptir máli og ef þau segja sig úr þjóð- kirkjunni þá verði þróunin sú að við getum ekki haldið uppi því þjón- ustustigi sem við höfum núna, sem byggist á því að við þjónum öllum.“ Ekki alltaf sanngjörn um- ræða Hún segir að opinber umræða um þjóðkirkjuna hafi ekki alltaf verið sanngjörn, hins vegar eigi kirkjan að vera áberandi í um- ræðunni. „Það er alltaf matsatriði hversu sanngjörn þjóðfélags- umræða er. Við sem sinnum bisk- upsþjónustunni í landinu núna höf- um lagt okkur fram við að hlusta á fólk, heimsækja söfnuði og bregðast við þeim vandamálum sem upp kunna að koma strax. Það er gríð- arlega mikilvægt. En auðvitað má alltaf hlusta betur og eiga samtal við þjóðina.“ Sóknarfæri Séra Solveig Lára segir að sóknarfæri þjóðkirkjunnar liggi í því að þjóna fólkinu í landinu sem best. „Þá fjölgar þeim sem vilja til- heyra kirkjunni. Vandinn er að nú tilheyra aðeins 75% þjóðarinnar þjóðkirkjunni, en 95% þiggja útfar- arþjónustu kirkjunnar og yfir 80% barna láta ferma sig í kirkjunni. Við erum því að þjóna miklu stærri hópi en þeim sem tilheyra kirkjunni. En motto kirkjunnar er að þjóna öllum burt séð frá trúfélagsaðild. Margir sögðu sig úr kirkjunni á tímabili vegna þess að þau vildu mótmæla yfirstjórn kirkjunnar, en áttuðu sig ekki á því að það bitnar einungis á heimasöfnuðinum. Ef fólk segir sig úr kirkjunni fer gjaldið ekki til heimakirkjunnar, en rennur beint í ríkissjóð. Þannig bitnar það að- allega á barna- og æskulýðsstarfi í heimakirkjunni ef fólk segir sig úr þjóðkirkjunni. Þarna þurfum við að vinna vel að upplýsingu og fá fólk til liðs við okkur.“ Prestar virkir á Facebook Vígslubiskupinn á Hólum segir að þjóðkirkjan þurfi að tileinka sér nýjar aðferðir við að koma boðskap sínum á framfæri, til dæmis með aðstoð samfélagsmiðla. Það geri hún reyndar með nokkuð myndar- legum hætti. „Það felast óendanlegir mögu- leikar í nýjum samfélagsmiðlum og kirkjan hefur svo sannarlega not- fært sér þá, þó að alltaf megi gera betur. Allt barnaefni kirkjunnar er inni á efnisveitu kirkjunnar. Þar eru myndasögur, bíómyndir, brúðu- leikrit og margt fleira áhugavert, „Treysti Guði til að benda mér á verkefni sem verðugast er að vinna“  Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, segir stöðu þjóðkirkjunnar sterka. Kirkjan njóti trausts í gleði og sorg Biskupar Séra Solveig og fyrirrennari hennar, séra Jón A. Baldvinsson. Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! Hæ sæti, hvað ert þú að borða? Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Verð frá 2.494 kr. – fyrir dýrin þín Bragðgott, holl t og næringarr íkt Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ FRAMUNDAN 2015 JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.