Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Núvitund Karlapúl Orkulausnir Hreyfilausnir E in st a kl in g sþ já lf u n Slökun Hugarlausnir Stoðkerfislausnir H ei ls ul au sn ir Sj úk ra þj ál fu n Heilsumat S á lf ræ ð in g a r Eldum betur B o rð u m b e tu r A ð h a ld h jú kr u n a rf ræ ð in g s Sofum betur k þ u m b e t E in st Sj ú Sj ú B o rð u - Þín brú til betri heilsu www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Kynningarfundur á námskeiðum Heilsuborgarskólans fimmtudaginn 8. janúar kl 18:00 Hvað hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf – Ertu ekki að hreyfa þig reglulega? – Eru kílóin að hlaðast á? – Er svefninn í ólagi? – Ertu með verki? – Líður þér illa andlega? – ....eða er hreinlega allt í rugli? Taktu í taumana og finndu þitt jafnvægi S ve fn m æ lin g a r O ffi tu rá ð g jö f Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Árið 2014 var á flesta vegu gott fyr- ir fjármálageirann að mati Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. „Rekstur stóru bankanna var vel viðunandi en enn eru óreglulegir þættir að hafa áhrif á afkomutöl- urnar og áríðandi að bæta tiltekna grunnþætti til að tryggja áfram- haldandi arðsemi til framtíðar.“ Guðjón segir að markverðustu tíðindin á árinu felist meðal annars í því að þrír stærstu viðskiptabank- arnir eru á ný komnir með lánshæf- iseinkunn frá erlendu matsfyr- irtækjunum og séu farnir að ryðja brautina fyrir erlenda skuldabréfa- fjármögnun. „Tryggingafélögin hafa líka verið í leiðandi hlutverki og eft- ir síðasta ár eru þrjú stærstu trygg- ingafélögin öll skráð á hlutabréfa- markaði. Þá hefur verið ánægjulegt að sjá kraftinn í smærri fjármála- fyrirtækjum og þá miklu gerjun sem hefur verið á verðbréfamark- aðnum.“ Fasteignalán og rafræn skilríki Þróun á fasteignalánamark- aðnum árið 2014 var eftirtektarverð að mati Guðjóns. Hann bendir á að í krafti hagstæðra kjara og fjöl- breytts vöruúrvals hafi bönkum og sparisjóðum tekist að koma til móts við þarfir viðskiptavina, en mikill meirihluti fasteignalána er veittur af þessum aðilum. Einnig sæti tíð- indum krafturinn við innleiðingu rafrænna skilríkja sinni hluta árs, en mikil tækifæri munu felast í þeirri lausn fyrir atvinnulífið og al- menning á komandi árum. Þá segir Guðjón tímamótaáfanga hafa falist í samkomulagi sem náðist milli EFTA-ríkjanna og ESB um innleið- ingu nýrra reglna um eftirlit á fjár- málamarkaði. Guðjón bendir um leið á ým- islegt sem má laga og áskoranir sem bíða fjármálageirans á þessu ári og komandi árum. Fyrst nefnir hann skattahækkanir á greinina: „Sérskattar á fjármálafyrirtæki hafa farið vaxandi sem dregur úr samkeppnisfærni íslenska fjár- málageirans. Sama gildir um ýmis gjöld sem greinin þarf að standa straum af, s.s. vegna lögboðins eft- irlits. Skýr merki eru um að þessar opinberu álögur séu farnar að hafa áhrif á rekstrarkostnað fjármálafyr- irtækja og skaða samkeppnisstöðu geirans. Íslensk fjármálafyrirtæki hafa þannig verið að tapa hlutdeild á útlánamarkaði. Hlutur erlendra aðila í útlánum til íslenskra fyr- irtækja var 30% árið 2013 en fór upp í tæp 40% á liðnu ári sam- kvæmt greiningu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.“ Dalandi samkeppnishæfni Að mati Guðjóns er ljóst að fjármálafyrirtækin þurfa að leita leiða til að gera reksturinn strauml- ínulagaðri en borið saman við ná- grannalöndin er fjármálageirinn ekki nægilega skilvirkur. „Til við- bótar við sanngjarnari skattlagningu á greinina væri líka æskilegt ef slak- að væri á reglum t.d. um eiginfjár- hlutfall en óvíða í heiminum eru gerðar jafnstrangar eiginfjárkröfur til fjármálafyrirtækja og hér á landi. Raunar þarf íslenski fjármálageirinn að búa við ótal sérreglur sem bætast við þann aragrúa reglna sem settar eru um greinina í Brussel og skerðir samkeppnisstöðuna enn frekar.“ Guðjón segir eftirvæntingu ríkja á fjármálamarkaðnum um það hvaða útspil stjórnvöld komi með á árinu í tengslum við afnám gjald- eyrishafta. Miklu skipti fyrir fjár- málageirann, rétt eins og íslenskt efnahags- og atvinnulíf í heild sinni, að komast út úr höftunum til fram- búðar. „Mikil undirbúningsvinna átti sér stað árið 2014 og má reikna fastlega með að stigin verði stór skref á þessu ári. Verkefnið er samt gríðarstórt og margslungið. Þessu tengt má gera ráð fyrir að við losun gjaldeyrishafta verði ráðamönnum auðveldara að selja eignarhlut rík- isins í stóru bönkunum og grynnka þannig á skuldastöðu ríkissjóðs á sama tíma og bönkunum verður tryggt fastara land undir fótum hvað eignarhald varðar.“ Árið 2015 gæti líka orðið ár róttækra breytinga á rekstri Íbúða- lánasjóðs. „Nefnd á vegum stjórn- valda hefur verið að endurskoða umgjörð íbúðalána í landinu og ljóst að rekstur Íbúðalánasjóðs er orðið þungur baggi á ríkinu, og verður það áfram ef ekkert verður að gert. Það yrði til farsældar fyrir íslensk- an almenning til framtíðar að skjóta styrkari stoðum undir þá þróun sem hefur átt sér stað á þessum markaði undanfarin ár,“ segir Guðjón. Hann bætir við að þrátt fyrir að blikur séu á lofti í heimsbú- skapnum sé margt jákvætt í kort- unum og þá fyrst og fremst kraft- urinn sem er hlaupinn í bandaríska hagkerfið. „Hér heima hefur mynd- ast ákveðinn stöðugleiki og takist okkur að byggja á honum til fram- búðar ættu horfur í íslensku efna- hagslífi að vera bjartar. Fjár- málageirinn er vel í stakk búinn til styðja við þau sóknarfæri sem eru framundan.“ Há gjöld og heimagerðar sérregl- ur skerða samkeppnisstöðuna  Bíða með eftirvæntingu eftir að sjá útspil stjórnvalda í gjaldeyrishaftamálum á árinu Morgunblaðið/Þórður Undirstöðurnar Guðjón Rúnarsson segir þurfa að byggja á stöðugleika. FRAMUNDAN 2015JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.