Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 VITA Skógarhlíð 12 Sími 570 4444 Flogið með Icelandair Skíðafrí á Ítalíu Morgunflug með Icelandair Verð frá69.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar Flugsæti til og frá Verona. *Verð án Vildarpunkta 79.900 kr. Síðustu sætin 14. og 21. feb. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það má búast við að næstu tveir mánuðir verði rétt undir meðallagi. Í janúar eru áætl- aðar um 250 fæðingar og 255 í febrúar. Annars getur þetta sveiflast töluvert,“ segir Anna Sig- ríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðing- arvaktinni á Landspítalanum. Desember er yfirleitt nokkuð rólegur, þ.e. fæðingar eru undir meðaltali og var nýliðinn desember engin undantekning. Að jafnaði fæð- ast 260 til 270 börn í hverjum mánuði á Land- spítala. Þar fæddust 3.159 börn í fyrra. Rúmlega fjögur þúsund börn fæddust á landinu árið 2014 samkvæmt lauslegri sam- antekt Morgunblaðsins en endanlegur fjöldi barnsfæðinga liggur ekki fyrir. Nýársbarnið á Akureyri komið „Nýársbarnið er komið. Á nýársdag kl. 18.43, fæddist stúlka,“ segir Ingibjörg Jóns- dóttir, yfirljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Heldur fleiri börn fæddust þar í ár en í fyrra. Alls komu í heiminn 443 börn í 439 fæð- ingum, tvíburafæðingar voru því fjórar talsins. Þetta voru 219 stúlkur og 224 drengir. „Strák- arnir eru yfirleitt aðeins fleiri en skiptingin er ótrúlega jöfn milli kynjanna.“ „Ég var að taka á móti barni fyrir klukku- stund. Það var fyrsta barn ársins hjá okkur,“ segir Sigrún Rósa Vilhjálmsdóttir ljósmóðir á fæðingardeildinni á Ísafirði. Það var stúlka sem fæddist um miðjan dag í gær og öllum heilsast vel. Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði fæddust 39 börn árið 2014, 21 drengur og 18 stúlkur. Ef talið er einhver áhætta geti mögu- lega fylgt fæðingunni þá fara konurnar til Reykjavíkur og eiga börnin þar. En hvorki svæfinga- né barnalæknir er starfandi á Ísa- firði. Á síðasta ári fóru 14 konur og fæddu í Reykjavík. Á Akranesi fæddust 269 börn á síðasta ári heldur fleiri en árið áður en þá fæddust 224 börn. Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi komu 82 börn í heiminn árið 2014. Aðeins færri, eða 78 börn fæddust árið 2014 á Heil- brigðisstofnun Austurlands. Fæðingarnar voru aðeins fleiri en árið á undan. Fyrsta barn ársins á Austurlandi var þó ekki komið í gær en það er þó væntanlegt á næstu dögum. Færri börn fæðast næstu mánuði  Áætlað að 250 börn fæðist í janúar 2015  Að meðaltali fæðast um 265 börn á mánuði  3.159 börn fæddust á Landspítalanum árið 2014  Fleiri drengir en stúlkur fæddust á Akureyri árið 2014 Morgunblaðið/Kristinn Barnsfæðingar Fjórar tvíburafæðingar voru á Akureyri árið 2014, alls fæddust 443 börn. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Þótt vörugjöld hafi verið afnumin um áramótin getur áhrifa gjaldsins gætt í verði ýmissa vara nokkrar vikur fram á nýja árið. Það er vegna þess að margar verslanir eru enn með vörur til sölu sem voru keyptar áður en vörugjöldin voru afnumin. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hvetur neytendur til að fylgjast vel með áætluðum áhrifum breyting- anna og hvernig þær skila sér út í verðlag. Félag atvinnurekenda tek- ur undir hvatningu ASÍ og fagnar neysluskattsbreytingunum, sem fela í sér annars vegar samræmingu skattþrepa virðisaukaskatts og hins vegar afnám vörugjalda. Félag atvinnurekenda hvetur þó neytendur til að hafa í huga að mörg fyrirtæki lækkuðu verð sitt til sam- ræmis við afnám vörugjaldanna strax í september til að tryggja sölu það sem eftir lifði árs, ella hefðu ver- ið líkur á að margir frestuðu kaupum á raftækjum fram yfir áramót. Þá segir félagið fyrirtækin hafa tekið vörugjaldið á sig í nokkra mánuði og tryggt að neytendur nutu verðlækk- unarinnar fyrr en ella. Ríkisstjórnin féllst ekki á tillögur félagsins um að innflytjendur fengju endurgreidd vörugjöld sem þeir hafa þegar greitt til ríkissjóðs af vörum sem þeir eiga óseldar á lager um ára- mót. Ólafur Stephensen, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnurek- enda, segir erfitt að setja fingurinn á hversu háar þessar fjárhæðir geta verið sem endurgreiðslan hefði num- ið. „Innflytjendur hafa verið að flytja inn sem allra minnst fram að ára- mótum til þess að lenda ekki í því að þurfa að velta vörugjaldinu áfram út í verðlagið, en þetta eru vörur fyrir mjög háar upphæðir sem ríkisvaldið krækti í tekjur af á síðustu dögum ársins 2014.“ Áhrif vörugjalda til staðar Mergð Margir kaupa á útsölunum. Morgunblaðið/Styrmir Kári  Neytendur hvattir til að fylgj- ast vel með Færeyska skipið Finnur Fríði landaði fyrsta kol- munnafarminum á þessu ári hjá Loðnuvinnsl- unni á Fáskrúðsfirði í gær. Skipið kom með 2.500 tonn sem fóru í bræðslu. Aflinn fékkst á þremur sólarhringum, að sögn Alberts Kemp, fréttaritara. Trondur í Götu, annað færeyskt skip frá sömu útgerð, er væntanlegur með önnur 2.500 tonn til löndunar á Fáskrúðsfirði. Skip frá þessari út- gerð hafa landað á Fáskrúðsfirði í mörg ár. Beitir NK átti að fara til kolmunnaveiða í gær- kvöldi, að sögn Gunnþórs Ingvasonar, fram- kvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hann hafði heyrt að fleiri íslensk skip væru einn- ig á leið á kolmunna. „Loðnuvertíðin er næsta verkefni á dagskrá hjá okkur. Ég reikna með að við einbeitum okk- ur að henni,“ sagði Garðar Svavarssonar, deild- arstjóra uppsjávarsviðs hjá HB Granda. Skip HB Granda, Faxi RE, Ingunn AK og Lundey NS veiddu allan sinn kolmunnakvóta í fyrra. Garðar sagði að fyrir áramótin sé kolmunninn feitur og skili góðri lýsisnýtingu. Hann horast síðan fram á vorið, en þá veiðist best og eins eru uppsjáv- arskipin þá yfirleitt ekki við aðrar veiðar. Garðar kvaðst binda vonir við að aukið verði við loðnukvótann. Mæling haustið 2013 á ung- loðnu hafi gefið góð fyrirheit. Hann býst við að fyrstu loðnuskipin haldi til veiða næstu daga, jafnvel þegar í dag. gudni@mbl.is Færeysk uppsjávarveiðiskip landa kolmunna á Fáskrúðsfirði Morgunblaðið/Albert Kemp Fyrsti kolmunnafarmur ársins kominn á land Félag íslenskra bif- reiðaeigenda sendi í gær út tilkynningu þar sem óskað var eftir rannsókn á ið- gjöldum bílatrygg- inga. FÍB segist hafa ástæðu til að ætla að afnám vöru- gjalda af vara- hlutum bíla og lækkun virðisaukaskatts eftir áramót komi ekki fram í lægri iðgjöldum bíla- trygginga. Þá telur FÍB eðlilegt að slík rannsókn sé framkvæmd af Neyt- endastofu. „Við höfum þó ekkert að fela“ Samkvæmt tilkynningunni gefur lausleg könnun FÍB meðal bíleigenda til kynna að iðgjöld hafi ekki lækkað eins og lög gera ráð fyrir, heldur hækkað eða staðið í stað. Árið 2014 hækkuðu iðgjöld ökutækjatrygginga langt umfram verðbólgu þrátt fyrir fækkun alvarlegra umferðarslysa. FÍB telur tilefni til að iðgjöld trygg- ingafélaganna verði tekin til rann- sóknar, þar sem ástæða er til að ótt- ast að jákvæðar ytri aðstæður í ökutækjatryggingum skili sér ekki til neytenda. „Við erum tilbúin til viðræðna hvað þetta varðar, við höfum þó ekkert að fela. Annars á ég erfitt með að tjá mig um þetta þar sem ég hef ekki séð til- kynninguna sjálfur. Við verðum bara að skoða þetta betur,“ segir Her- mann Björnsson, forstjóri Sjóvár. davidmar@mbl.is FÍB fer fram á rannsókn Hermann Björnsson  Sjóvá til viðræðna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.