Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is „Ég hef þungar áhyggjur, námið skerðist óhjákvæmilega og ég sé ekki hvernig hægt verður að útfæra þessar breytingar með góðu móti. Mér heyrist að flestir framhalds- skólar fari þá leið að skera utan af náminu og fyrir vikið veitir það ekki eins breiða almenna menntun sem er einn af styrkleikum núverandi kerf- is,“ segir Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, um styttingu náms til stúdentsprófs frá og með næsta hausti. „Skólinn fór fram á að bjóða áfram nám á fjórum árum en fá í staðinn að taka nemendur inn að loknu grunnskólanámi níunda bekkj- ar, eins og við gerðum í þróunarverk- efni 2007 og 2008. Þannig útskrif- uðust nemendurnir einu ári yngri, miðað við núverandi kerfi, en þeirri ósk okkar hefur nú verið hafnað, því miður.“ Yngvi bendir á að í lögum frá 2008 sé skólunum gert kleift að fara fjölbreyttar leiðir og byggja skóla- námskrá á styrkleikum hvers skóla, þeirri stefnu hefði hann kosið að fá að fylgja. „Menntaskólinn í Reykja- vík er bekkjaskóli. Námsbrautirnar eru tvær, málabraut og náttúru- fræðibraut. Hérna veitum við nem- endum alhliða menntun á sviði bók- legra greina og við teljum að skólinn hafi búið nemendur sína vel undir að takast á við háskólanám og lífið. Því viljum við að sjálfsögðu fá að halda áfram, en því miður óttast ég að sú leið sem stefnt er að sé ekki sú væn- legasta í stöðunni.“ Umræðan ekki náð að þroskast Yngvi segist vera talsmaður þess að finna möguleg úrræði til að stytta námstímann til stúdentsprófs, fleiri leiðir komi til greina en að stytta námið um eitt ár í framhalds- skólum. „Ég tel skynsamlegt að stokka upp efstu bekki grunnskólans og bjóða nemendum upp á að fara fyrr í framhaldsskóla, rétt eins og gert var í okkar þróunarverkefni á sínum tíma. Með því að skera niður 12 einingar í byrjendaáföngum í ís- lensku, dönsku, ensku og stærðfræði í framhaldsskólum, óttast ég að höggið verði býsna þungt fyrir marga nemendur. Ég hefði viljað fá meiri og dýpri umræðu um þessi áform stjórnvalda, en þriggja ára nám virðist sem sagt vera niður- staðan og því verðum við að hlíta.“ Sumir nemendur þurfa lengri tíma Hjalti Jón Sveinsson, skóla- meistari Verkmenntaskólans á Ak- ureyri, er jafnframt formaður Skóla- meistarafélags Íslands og Félags íslenskra framhaldsskóla. Hann seg- ir að flestir skólar séu um þessar mundir að undirbúa breytingarnar, nauðsynlegri undirbúningsvinnu ljúki væntanlega síðar í vetur. „Ein- hverjir skólar koma til með að fresta þessum breytingum, en langflestir stíga væntanlega skrefið til fulls í þessum efnum, frá og með næsta hausti.“ Hann segir að nokkrir skól- ar bjóði nú þegar upp á þriggja ára nám. „Nemendur þessara skóla hafa tekið þessum kosti vel og flestir ljúka náminu á þremur árum. Við vitum hins vegar að ekki geta allir lokið náminu á þessum tíma.“ Hjalti Jón segir að með stytt- ingu námsins fækki námsgreinum sem nemendur taka til stúdents- prófs, námið verði áfram fjölbreytt. „Sumir kollegar mínir í bekkja- skólum fullyrða að þetta verði skref aftur á bak, þeir geti ekki undirbúið nemendur undir háskólanám jafn vel og í núverandi kerfi. Ég get tekið undir þessar áhyggjur stjórnenda bekkjaskólanna, sem bjóða í flestum tilvikum eingöngu upp á bóknám. Ef við lítum hins vegar á skólana sem bjóða upp á fjölbreyttara nám verður fækkun nemenda ekki jafnmikil hlut- fallslega,“ segir Hjalti Jón. Þrjú ár á Tröllaskaga Menntaskólinn á Tröllaskaga í Ólafsfirði hóf störf haustið árið 2010, nemendur skólans eru í dag ríflega 200, alls hafa um 70 stúdentar út- skrifast frá skólanum, frá því hann var stofnaður. Þar geta nemendur lokið stúdentsprófi á þremur árum. „Þetta hefur almennt gengið mjög vel. Við sleppum svokölluðum 100-áföngum í ensku, dönsku, ís- lensku og stærðfræði og byrjum í staðinn einu þrepi ofar. Það kom mér verulega á óvart hversu vel nemend- urnir voru undirbúnir, enda kom í ljós að þessir áfangar höfðu almennt verið kenndir í grunnskólanum. Við sáum því enga ástæðu til að end- urtaka þessa áfanga. Einnig var dregið úr fjölda faggreina og í stað- inn voru settir á laggirnar aðrir áfangar. Þannig náðum við að koma einingunum upp í 200 og flestir geta lokið þeim á þremur til þremur og hálfu ári. Þróunin hefur reyndar ver- ið sú að hlutfall þeirra sem ljúka námi á þremur árum hefur hækkað,“ segir Lára Stefánsdóttir skólameist- ari, en hún hefur stýrt skólanum frá upphafi. Fjarmenntaskólinn Fjarmenntaskólinn er sam- starfsverkefni 12 framhaldsskóla í dreifbýli og er Lára forseti stjórnar. Hún segir samstarf skóla í dreifbýli mikilvægt. „Þessir skólar þekkja menningarumhverfi hver annars og rekstur í fámennum byggðarlögum. Með þessari samvinnu náum við með ýmsu móti að tryggja fjölbreytni í námi og reksturinn verður líka markvissari. Starfsöryggi starfsfólks eykst og með þessu samstarfi höfum við getað keyrt áfanga sem annars hefði þurft að fella niður vegna fá- mennis, svo dæmi sé tekið. Þessi samvinna hefur skilað miklu og gert skólana á margan hátt betri.“ Vill fá að taka inn eldri nemendur Menntunarstig er hærra á höfuðborgarsvæðinu en á lands- byggðinni, samkvæmt tölum Hag- stofu Íslands. Frá og með næsta hausti verður aðgengi eldri nemenda að bóknámi í framhaldsskólum skert. „Menntaskólinn á Tröllaskaga var stofnaður á sínum tíma til að hækka menntunarstigið á svæðinu og hefur sannarlega gert það á sínum starfs- tíma. Ég hefði gjarnan viljað fá nokkur ár til viðbótar til að vinna að þessu markmiði og fá að taka áfram inn eldri nemendur. Við skulum sjá hvað nýtt ár ber í skauti sér í þessum efnum,“ segir Lára Stefánsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Tröllaskaga. Staðið sig vel Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, segir að skólanum hafi gengið vel að búa nem- endur sína undir háskólanám. Hann vill finna fleiri úrræði til að stytta námstímann til stúdentsprófs. Ár breytinga hjá framhaldsskólum landsins  Stjórnendur framhaldsskólanna undirbúa styttingu náms til stúdentsprófs um eitt ár  Menntaskólinn í Reykjavík vill fara aðrar leiðir en fær ekki hljómgrunn  Þriggja ára nám hefur gefið góða raun í Ólafsfirði Þrjú ár Nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga geta lokið stúdentsprófi á þremur árum. Lára Stefánsdóttir skólameistari segir það hafa gefist vel. Ljósmynd/Gísli Kristinsson Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar FRAMUNDAN 2015 JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.