Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Skáldið Ingibjörg Elsa Björnsdóttir byrjaði að skrifa rúmlega fertug að aldri og segist ekki hafa verið nægilega þroskuð fyrr. Hún blómstrar í dag og safnar fyrir prentkostnaði ljóðabókar samhliða doktorsnámi í þýðingafræði. Malín Brand malin@mbl.is Ópus fyrir ömmu er ljóða-bók sem er mitt á millimódernisma og róm-antíkur en ég er að reyna að fara meira inn í rómantíkina því ég er orðin svolítið leið á póstmód- ernismanum og pósthúmanism- anum,“ segir Ingibjörg Elsa um ljóðabókina Ópus fyrir ömmu en hún safnar nú fyrir prentkostnaði á vefsíðunni www.karolinafund.com. „Ég er að reyna að koma með smá rómantík aftur inn í skáldskapinn,“ segir hún. Ingibjörg Elsa sökkti sér ofan í verk rómantískra skálda, ljóð sem ort voru í lok átjándu aldar og byrjun þeirrar nítjándu. „Samt er ég með módernísk ljóð líka og eru sum blönduð, önnur meira módern- ísk og enn önnur klassískari.“ Hún segist einingis vera að safna fyrir prentkostnaði bókarinnar á Karol- inafund. „Það er mjög dýrt að prenta en fólk vill samt fá venjuleg- ar bækur. Það vill fá ljóðabækur sem það getur flett þanig að ég er ekki að safna fyrir neinu öðru en prentkostnaði.“ Í lagi að byrja seint Ingibjörg Elsa er þýðingafræð- ingur og þýðandi. Hún er í dokt- orsnámi í þýðingafræði og segir að skáldskapurinn sé tómstundagaman sem hún nýti frístundirnar í. Samt sem áður hafa nú þegar komið út tvær bækur eftir hana. Annars veg- ar ljóðabókin Rökkursónatan og hins vegar smásagnasafnið Ferðin til Rómar. Þær bækur voru prent- aðar í innan við 100 eintökum og því ekki fáanlegar lengur. Ingibjörg Elsa vonast til að geta prentað Ópus fyrir ömmu í 150 til 200 ein- tökum. Það má kannski segja að það sé óvenjulegt að byrja að yrkja á besta aldri og það á einmitt við um Ingi- björgu Elsu. „Ég byrja að skrifa seint. Ég er að verða fimmtug og var svo lengi að þroskast. Maður blómstrar bara svona seint. Sumir þroskast svo seint að það kemur ekki fyrr en um fertugt sem kemur kannski hjá öðrum um tvítugt,“ seg- ir hún. Áttræð og ástfangin Yrkisefnið er margvíslegt en eldra fólk er Ingibjörgu Elsu hug- leikið og ratar gjarnan í ljóð henn- ar. „Ég skrifa um hvernig það er að verða eldri borgari og um ástfangna konu sem er um áttrætt og fleira í þeim dúr,“ segir Ingibjörg Elsa sem hefur verið töluvert innan um eldra fólk og það veitir henni innsýn í veruleika þess. „Ég var mikið hjá afa og ömmu sem barn og svo hef ég verið í Rauða krossinum að heimsækja eldra fólk. Ég er alltaf innan um eldri borgara.“Aðspurð hvort hún telji gleymast að eldra fólk hafi tilfinningar rétt eins og yngra fólk segist hún halda það. „Smásagan Ferðin til Rómar er um áttræða konu sem er ástfangin. Ég ætlaði aldrei að skrifa ástarsögu en áttaði mig allt í einu á að ég var bú- in að skrifa ástarsögu. Af hverju ætti áttræð manneskja ekki að geta orðið ástfangin? Fólk hefur sínar tilfinningar alla ævi og mér finnst svolítið eins og það gleymist.“ Ingi- björg Elsa skrifaði líka smásögu um kvenfélag sem fer í óvissuferð og skemmtir sér konunglega. „Og þar er nú meðalaldurinn líka svolítið hár. Ég er að reyna að vekja athygli fólks á því að það gerist ýmislegt eftir fertugt. Lífinu er ekki lokið.“ Kynslóð langömmu Titill bókarinnar, Ópus handa ömmu, vekur athygli og kallar á út- skýringar. „Bókin er tileinkuð lang- ömmu minni sem hét Ingibjörg Brynjólfsdóttir. Ég er að skrifa til hennar. Þetta er til fólksins sem var hér á 19. öld og bjó við allt aðrar að- stæður, upplifði kannski Kötlugos og þurfti að fara yfir sanda og fljót. Þetta er eiginlega Ópus handa lang- ömmu en mér fannst það aðeins of langt þannig að ég breytti því í Ópus handa ömmu,“ segir Ingibjörg Elsa Björnsdóttir um bókina Ópus handa ömmu sem kemur út innan skamms, en fjöldi eintaka fer eftir því hvernig söfnunin gengur. Enn eru 19 dagar eftir af söfnuninni og geta áhugasamir og þeir sem vilja tryggja sér eintak af bókinni farið inn á www.karolinafund.com, smellt þar á verkefni og fundið bókina undir Ópus handa ömmu. Það gerist ýmislegt eftir fertugt Hvort sem um tónsmíðar, skáldskap eða hvers kyns listsköpun er að ræða skiptir aldurinn ekki máli. Þýð- andinn og skáldið Ingibjörg Elsa Björnsdóttir var rúmlega fertug þegar hún byrjaði að skrifa. Hún nálg- ast nú fimmtugt og er að gefa út sína þriðju bók. Morgunblaðið/Kristinn Ást Ellin, ástin og eldri borgarar eru Ingibjörgu Elsu oft yrkisefni. Eldra fólk getur nefnilega verið ástfangið og tilfinningaríkt rétt eins og það yngra. Fegurst sá einn fuglinn syngur sem ber í sér dauðans hjartasár. Áður en hann úr harmi springur, falla til jarðar kærleiks tár. Allt sem frýs í frosti vetrar, á sér um vorsins ljóma von. Allt sem deyr í dauðans ranni rís á ný sem Drottins son. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir (2014) Fegursti fuglinn Innihurðir í öllum stærðum og gerðum! Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Lei tið tilb oða hjá fag mö nnu m o kka r • Hvítar innihurðir • Spónlagðar innihurðir • Eldvarnarhurðir • Hljóðvistarhurðir • Hótelhurðir • Rennihurðir • Með og án gerefta ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.