Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 53
FRAMUNDAN 2015JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Grímur Sæmundsen segir síðasta ár hafa verið gott fyrir ferðaþjón- ustuna og bendi flest til þess að á árinu 2015 verði sambæriegur vöxtur og árin á undan. Aðalverk- efni ferðaþjónustunnar sé kannski fyrst og fremst að glíma við of hraðan vöxt. Grímur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Þessi mikli vöxtur og meðfylgjandi uppbygg- ing hefur átt sinn þátt í að orðið hafa vatnaskil í afstöðu þjóð- arinnar til greinarinnar. Ferða- þjónustan er farin að njóta meiri viðurkenningar sem burðargrein í íslensku atvinnulífi en var lengi vel álitin hálfgerð aukabúgrein og sumariðja. Í dag sjáum við ferða- þjónustu skila þjóðarbúinu miklum tekjum og ekki fer milli mála að það var fyrst og fremst ferðaþjón- ustan sem hjálpaði landinu að komast í gegnum hrunið með þeim miklu gjaldeyristekjum, sem hún hefur skapað á undanförnum ár- um.“ Síðasta ár voru stigin mik- ilvæg fyrstu skref í breytingum á lagaumhverfi greinarinnar og von er á enn frekari breytingum á nýju ári. Grímur segir lagaum- hverfi ferðaþjónustunnar orðið áratugagamalt og ekki í samræmi við umfang greinarinnar í dag. Segir hann ákveðna vinnu fram- undan, m.a. um útfærslu virð- isaukaskattsreglna ferðaþjónust- unnar, sem urðu að lögum á nýafstöðnu haustþingi og eins verði mjög mikilvægt að fá far- sæla lausn á gjaldtöku vegna verndar og uppbyggingar ferða- mannastaða. Passi eða gistináttagjald? Hann segir náttúrupassa eina leið til að bregðast við vaxandi ágangi á vinsælum ferða- mannastöðum. Samtök ferðaþjón- ustunnar hefðu þó viljað sjá gjald- tökuna í öðru formi. „Mikilvægt er að koma á viðvarandi fyr- irkomulagi sem tryggir verndun náttúrunnar og uppbyggingu ferðamannastaða og um þetta rík- ir almenn sátt. Hins vegar hafa menn ekki gengið í takt hvað varðar innheimtu fjárins. Samtök ferðaþjónustunnar komust að þeirri niðurstöðu eftir mikla og markvissa vinnu með félagsmönn- um að einfaldast, gerlegast og skilvirkast væri að nýta gistinátt- agjaldið, sem þegar er innheimt, og gera um leið ákveðnar breyt- ingar sem myndu taka íbúða- gistingu inn í gistináttagjalds- kerfið. Staðan er hins vegar sú núna að stjórnvöld vilja fara aðra leið. Samtök ferðaþjónustunnar eru með sterka sýn á nátt- úruvernd, enda er okkar ósnortna náttúra aðalaðdráttarafl Íslands og sú vara sem greinin er fyrst og fremst að selja. Það er gríðarlega mikilvægt að farsæl lausn finnist á þessu verkefni nú á vorþingi.“ Með uppganginum í ferða- þjónustunni heyrast æ oftar radd- ir sem lýsa áhyggjum yfir því að vöxturinn sé of hraður og vara við bólumyndun í greininni. Grímur er á þeirri skoðun að það væri þægi- legra fyrir greinina að vaxa um 10% á ári frekar en 20%. „Þessi mikli vöxtur er alveg á mörkum þess sem hollt getur talist og svona hröðum vexti fylgja ákveðnir vaxtarverkir. Við erum t.d. í dag þegar að finna fyrir skorti á bæði gistiaðstöðu yfir há- önnina og vöntun á afþreying- arvalkostum en við því er verið að bregðast. Hins vegar held ég að vöxturinn í ferðaþjónustunni sé allt annað en bóla og engin teikn á lofti um annað en að greinin geti áfram verið burðargrein í gjald- eyrissköpun þjóðarinnar næstu áratugi ef rétt er á spilum haldið.“ Ævintýri á norðurslóðum Grímur nefnir að í heildar- samhenginu sé Ísland að fá til sín aðeins agnarlítinn hluta ferða- manna á heimsvísu og því sé mikið eftir af kökunni. Það sé langt frá því að allir þeir sem á annað borð vilja heimsækja Ísland hafi þegar heimsótt landið. „Þá sýna rann- sóknir að hinn almenni ferðamað- ur sækist i vaxandi mæli eftir ferðalögum sem fela í sér upplifun en þar stendur Ísland vel að vígi. Hjálpar það líka að almennur áhugi á norðurslóðum er vaxandi. Ísland er orðið þekktur áfanga- staður, fólk veit að landið er öruggur staður og um 90% ferða- langa gefa Íslandsheimsókninni hæstu einkunn í könnunum.“ Mikill árlegur vöxtur þýðir ekki að ferðaþjónustan geti slakað á og einfaldlega fylgst með krón- unum koma í kassann. Grímur segir eitt af verkefnum nýja árs- ins vera mótun framtíðarsýnar fyrir greinina en í október setti ráðherra ferðamála af stað vinnu- hóp, samvinnu við SAF, um það mál og von er á niðurstöðu með vorinu. „Greinin þarf að horfa á meira en eingöngu fjölgun gesta og reyna t.d. að leita leiða til að laða til landsins betur borgandi ferðamenn. Einnig er mikið verk óunnið í að fjölga ferðamönnum utan háannatíma, dreifa gestum okkar betur um allt landið og gera Ísland þannig að eftirsókn- arverðum áfangastað árið um kring. Þar kemur markaðs- verkefnið „Ísland allt árið“, mark- aðsstarf „Meet in Reykjavík“ og fleiri aðila sterkt inní myndina.“ Móta þarf framtíðarsýn fyrir greinina  Örum vexti í ferðaþjónustu fylgja ákveðnir vaxtaverkir Morgunblaðið/Golli Upp Grímur Sæmundsen reiknar ekki með að hægi á vextinum. Loke Auriga Modular Las Vegas Aves NikitaCatwalk Selene Opið: Mánudag til föstudag kl.10 -18 Laugardag kl. 11- 16 Sunnudag kl. 12 - 16 www.rafkaup.is Úrval ljósa á betra verði 10-70% afslátt ur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.