Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 26
FRAMUNDAN 2015 JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Gjafir sem gleðja Líttu við og skoðaðu úrva lið Glæsilegir skartgripir á frábæru verði Verð 45.400,- Demantur 6p. Verð 37.900,- Demantur 2p. Verð 69.000,- Demantur 11p.Verð 47.000,- Verð 35.900,- Verð 33.900,- FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Líklegt er að breytingarnar sem gerðar voru á ríkisstjórninni um ára- mótin, þegar Sigrún Magnúsdóttir tók við embætti umhverfis- og auð- lindaráðherra, og fyrr í desember þegar Ólöf Nordal varð innanrík- isráðherra, verði til þess að styrkja ríkisstjórnina. Þær stöllur eru taldar hafa breiðari skírskotun en margir aðrir ráðherrar og njóta trausts út fyrir raðir stjórnarflokkanna. Ekki veitir af, má segja, því samkvæmt könnunum styðja innan við 40 prósent kjósenda ríkisstjórn- ina. Framsóknarflokkurinn, sem leið- ir stjórnina, hefur tapað miklu fylgi frá kosningunum vorið 2013. Flokk- urinn hefur ekki notið þess að hið umdeilda kosningamál hans um skuldaleiðréttingu náði fram að ganga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frekar sótt í sig veðrið, en er þó langt frá því fylgi sem hefðbundið var ára- tugum saman. Aukinn stuðningur við flokkinn á sama tíma og svokallað lekamál hefur verið í brennidepli stjórnmálanna bendir til þess að kjósendur ætli ekki að láta flokkinn svara fyrir það. Stjórnmálin hafa allt frá mynd- un ríkisstjórnarinnar einkennst af hörðum átökum, enda mörg umdeild mál komið fram og stefnubreytingin í landsmálunum frá tíð fyrri ríkis- stjórnar vinstri flokkanna mikil. Um- ræðurnar fara nú einkum fram á net- inu, sérstaklega á samfélagsmiðlun- um, og þar safna menn liði til mótmælafunda og annarra aðgerða. Athyglisvert er að það eru ekki stjórnarandstöðuflokkarnir sem leiða andófið gegn ríkisstjórninni og ein- stökum stefnumálum hennar heldur álitsgjafar, aðgerðasinnar og blogg- arar. Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur ekki verið öflug og engan veg- inn náð vopnum sínum frá því í þing- kosningunum. Sennilegt er að stjórnmáladeil- urnar verði engu minni á því ári sem nú er hafið en á síðasta ári. Skulu hér nefnd nokkur þeirra mála sem verða ofarlega á baugi á næstu vikum og mánuðum. Erfiðir kjarasamningar Fyrst er að nefna kjarasamn- inga á almennum vinnumarkaði. Samningar eru lausir og verkalýðs- hreyfingin hefur boðað að hún muni enga linkind sýna í baráttu fyrir hærri launum og bættum kjörum. Enginn þjóðarsáttartónn hefur verið sleginn að þessu sinni. Formlega eru samningarnir á milli aðila vinnu- markaðarins, en ljóst er að þeir verða ekki leiddir til lykta án aðkomu ríkis- stjórnarinnar. Þá er spurningin á hvaða sviðum stjórnvöld geta komið til móts við verkalýðshreyfinguna til að greiða fyrir samningum. Það blas- ir ekki við enda hafa forystumenn launþega lýst andstöðu við ýmis grundvallaratriði í stefnu ríkisstjórn- arinnar, til að mynda þær breytingar sem gerðar voru á skattkerfinu um áramótin. Hætt er við að kjaramálin fari í vandleystan hnút. Lausn haftanna Annað stærsta mál stjórnmál- anna eru fjármagnshöftin. Stjórnvöld stefna að því að hefja losun þeirra snemma á þessu ári og fram hafa komið vísbendingar um hvernig þau vilja standa að verki. Engan veginn er þó ljóst að þær hugmyndir gangi eftir. Gífurlegir hagsmunir almenn- ings eru í húfi að ekki verði anað að neinu í þessu efni. Rétt er að hafa í huga að þótt fjármagnshöftin séu verulega óþægileg fyrir nokkurn hluta atvinnulífsins hafa þau myndað það skjól sem núverandi bati í efna- hagslífinu byggist á. Kvótinn aftur á dagskrá Fiskveiðikvótinn og ráðstöfun hans gæti orðið eitt af hinum stóru deilumálum vetrarins framundan. Síðla í nóvember kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra þingflokkunum drög að lagafrumvarpi sem gerir ráð fyrir róttækum breytingum á kvótakerf- inu. Er hugmyndin að hverfa frá nú- verandi fyrirkomulagi á úthlutun aflaheimilda og taka þess í stað upp nýtingarsamninga við útgerðir til ákveðins árafjölda. Er gert ráð fyrir 23 ára tímabili; mögulegri uppsögn eftir 8 ár og 15 ára uppsagnarfresti. Fyrir liggur að engin sátt verður um þessa leið. Hér gæti verið í uppsigl- ingu stærsta deilumál þingsins í vet- ur. Byggðamálin Heilbrigðismálin verða vafalaust ofarlega á baugi á árinu. Þegar þetta er skrifað er læknaverkfallinu ólokið, en lausn þess er forsenda þess að bærilegur friður geti orðið til frekari uppbyggingar heilbrigðiskerfisins. Milljarðurinn sem Landspítalinn fékk aukalega á fjárlögum þessa árs mun vafalaust bæta eitthvað rekstr- arskilyrði spítalans, en tími ákvarð- ana um hin stærri mál, nýbyggingu og tækjakost heilbrigðisstofnana, er runninn upp. Byggðamál verða einnig í sviðs- ljósinu. Deilurnar um flutning Fiski- stofu til Akureyrar eru forsmekkur þess sem koma skal ef taka má mið af tillögum svokallaðrar Norðvestur- nefndar um flutning stofnana og verkefna út á land. Sagt er að ágrein- ingur sé á milli stjórnarflokkanna um það hve langt eigi að ganga og gætu byggðamálin orðið ríkisstjórninni erfið. Umdeildur náttúrupassi Náttúrupassinn sem Ragnheið- ur Elín Árnadóttir iðnaðar- og við- skiptaráðherra vill innleiða á einnig eftir að verða deiluefni. Innan beggja stjórnarflokkanna eru efasemdir um að þessi leið til að afla fjár til vernd- unar og viðhalds ferðamannastaða sé skynsamleg. Utan þings er einnig hörð andstaða við náttúrupassann. Ekki síst eru menn óánægðir með að gengið sé gegn grundvallarreglunni um frjálsa för um landið þegar aðrar og einfaldari leiðir til fjáröflunar eru fyrir hendi. Framhaldskólinn og RÚV Breytingar þær sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra áformar að gera á framhaldsskól- unum, þ.e. stytting námstímans, fá vafalaust aukna umræðu þegar nær dregur framkvæmdinni síðar á árinu. Óánægja er með þessi áform meðal margra skólastjórnenda og kennara og raunar víðar í þjóðfélaginu. Í við- tali hér í blaðinu í dag segist Yngvi Pétursson, rektor MR, hafa þungar áhyggjur af skerðingu námsins í kjöl- farið og hann segist ekki sjá hvernig hægt verði að útfæra breytingarnar með góðu móti. Málefni Ríkisútvarpsins eiga ennfremur eftir að verða ofarlega á baugi. Forsvarsmenn stofnunarinnar eru óánægðir með fjárveitingar til hennar og hafa gefið í skyn að fram- undan sé róttækur uppskurður á allri dagskránni til að laga hana að nýjum veruleika. Af þessu gæti hlotist mikil togstreita og uppnám. Það er því óhætt að spá tíðinda- sömu ári á vettvangi stjórnmálanna framundan. Glíma við höft og lausa kjara- samninga  Mörg erfið úrlausnarefni blasa við Alþingi og ríkisstjórn á nýja árinu Morgunblaðið/Ómar Breytingar Ríkisstjórn og forseti á ríkisráðsfundi á gamlaársdag. Tveir nýir ráðherrar hafa tekið við embættum. Morgunblaðið/Ómar Deilur Mörg stór mál munu koma til kasta Alþingis. Andófið gegn rík- isstjórninni hefur að undanförnu verið öflugra utan þings en innan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.