Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 72
72 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS EKKISLEIKJA MALBIKIÐ Í FROSTINU! -NAGLADEKKIN UNDIRHJÓLIÐ FÁST ÍGÁP Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú átt erfitt með að einbeita þér vegna innri togstreitu. Taktu hugmyndum makans um breytingar hvers konar með bros á vör. Besta ráðið er að sýna þolinmæði. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú gefur heiminum frí í dag og færð greiðann launaðan. Gerðu eitthvað í málinu áður en það gerir endanlega út af við þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er sama hversu mælskur þú ert um þessar mundir, gerðir þínar segja meira en mörg orð. Varðveittu undrun þína yfir eiginleikum makans, þótt þið hafið verið saman í óralangan tíma. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er enginn tími til að hika eða efast – þú ert of upptekinn við að gera huga og líkama gott. Leggðu á ráðin um það hvern- ig þú getir bætt heimilisaðstæður þínar til langframa. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. Reyndu að takmarka orðaflauminn og gefa öðrum færi á að segja sína sögu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þið þurfið að vera á tánum ef þið viljið að ykkar málefni nái fram að ganga. Reyndu að forðast deilur við maka þinn og vini þótt þið séuð ekki á einu máli um hlutina. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það eru ýmsir möguleikar opnir í stöð- unni og þú þarft að gefa þér tíma til að gaum- gæfa málin vandlega. Gættu þess að fá næga hvíld til að sinna þínu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Viðræður við vin um vonir þínar og drauma fyrir framtíðina gætu borið óvæntan ávöxt. Hugmyndir þínar um venju- legan dag eru allt öðruvísi en fyrir viku. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú kemst ekki hjá því að leggja hart að þér á næstunni. En það er mikil kúnst að sjá alltaf skemmtilegu hliðina á öllu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú metur sjálfa/n þig eftir gildis- mati þínu eins og flestir. Maður getur bara tekið við vissu magni af upplýsingum áður en maður þarf að endurraða á harða diskinum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur góðan byr í seglin en þarft að gæta þess að kollsigla þig ekki. Hugsaðu vel um heilsuna og gefðu þér tíma til að stunda líkamsrækt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt þú hafir í mörg horn að líta máttu ekki láta það verða til að þú missir sjónar á markmiðum þínum. Reyndu að temja þér meiri tillitssemi í samskiptum við aðra. Síðasta laugardagsgáta var eft-ir Pál Jónasson í Hlíð: Kappar hraustir klífa hann, kveikjuneista deilir hann, allir smiðir eiga hann, í eyru lamba skorinn hann. Svo er eitt af okkar skáldum alltaf kennt við hann. Það er skemmtilegt að nýir vísnasmiðir bætast í hópinn. Sig- rún Erla Hákonardóttir á þessa lausn: Vísnagátan virðist þessi vera snúin. Ætla ég þó að ráða reyna. Rétt er hamar, vil ég meina. Pétur Þórðarson leysir gátuna þannig: Hamar brattan klífur hann. Hamar rafstraum deila kann. Hamra skaltu járnið heitt. Í hamarsmynd er eyrað sneitt. Frá Hamri orðsnilld andans streymir. Að eiga slíka oft mig dreymir. Árni Blöndal svarar: List er að klifra hamra háa. Hamra þekki, stóra og smáa. Allir smiðir eiga gripinn, ámóta þeir eru á svipinn. Á eyru lamba er hann skorinn. Er Þorsteinn skáld á Hamri borinn? Harpa á Hjarðarholti skrifar: „Hér er lausnin: Hamar kappar klífa hér, kveikjuhamar sýnist mér. Smíðahamar smiður ber, smátt ei markið hamar er. Þorsteinn heitir halur sem við Hamar kenndur er.“ Guðmundur Arnfinnsson skrif- aði mér og sagði að dýrt kveðin svör hefðu borist við laugardags- gátunni, – „m.a. frá Laugavegs- karlinum, sem bað um tóbakskorn í nefið og réð gátuna þegar í stað, svo að mér hrutu orð af vörum: Gild hér svörin greina má frá gátuvinum snjöllum, og Laugavegskarlinn, kappinn sá, kemur ekki af fjöllum.“ Hér kemur svar Guðmundar við gátu Páls: Hamarinn klífa kappar enn. Kveikjuhamarinn brúka menn. Smiðir greiða með hamri högg. Hamar er merking í eyra glögg. Skáldið frá Hamri lífvæn ljóð löngum býður sinni þjóð. Og ný gáta eftir Guðmund: Klukku gefur gjallan hljóm. Greitt um loftið flýgur sá. Á stilkum ýms hann bera blóm. Brotnar sjávarklettum á. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hamar er einfalt orð og þó margrætt Í klípu „ÞETTA LÍTUR VEL ÚT. ÉG VONA BARA AÐ ÞÚ SÉRT EKKI AÐ LEIÐA OKKUR Í MOLDINA Á NÝ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „KONAN ÞÍN FÓR MEÐ BARNIÐ HEIM Í LEIGUBÍL FYRIR KLUKKUSTUND.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að trúa að þau hafi lifað „hamingjusöm um aldur og ævi“. HEFURÐU EINHVERN TÍMANN SETT SKÓNA Á ÞIG Á UNDAN SOKKUNUM? Ó, EKKI ÉG HELDUR! JÁ, JÁ NEI FYRIR HÖND HINNA FÁTÆKU OG KÚGUÐU ÍBÚA NOREGS, KREFST ÉG ÞESS AÐ ÞÚ GEFIR OKKUR AUÐÆVI ÞÍN! HVER HELDUR ÞÚ AÐ ÞÚ SÉRT – HRÓI HÖTTUR?! Áramótaheit eru það sem flestirtala um þessa dagana. Hvernig og um hvað áramótaheitin snúast sem fólk strengir er vinsælt um- ræðuefni. Víkverji á í erfiðu sambandi við áramótaheit. Hann viðurkennir að hann er eitthvað hræddur við að strengja slíkt – kannski hreinlega af ótta við að standa ekki við heitin. Ástæðan er einnig sú að áramóta- heit eru í tísku. Margir strengja þess heit að hreyfa sig meira, hætta að reykja og drekka minna. Því miður springa margir á limminu. Hluti af ástæðunni gæti hreinlega verið að fólk er ekki búið að undirbúa sig nóg og tekur ákvörðun um breytingar af því að allir aðrir eru að strengja þessi heit. „Af hverju ekki að taka þátt?“ hugsa eflaust margir. x x x Og já, Víkverji hefur lesið sjálfs-hjálparbækur sem segja að vissulega séu meiri líkur á að þeir sem setji sér markmið eigi frekar eftir að ná þeim, svo ekki sé nú talað um ef þau eru gerð opinber t.d. á Facebook. Að sjálfsögðu hafa marg- ir komið auga á þessa tilhneigingu hjá okkur mannskepnunni. Margar verslanir, svo ekki sé nú talað um líkamsræktarstöðvar, eru með tilboð á þjónustu sinni. Fólk hleypur til og vill festa kaup til dæmis á tilboðs- kortum því jú, auðvitað rímar það við fyrri yfirlýsingar sem gefnar voru um að taka heilsuna fastari tök- um. x x x Áramót eru tímamót og því er ekk-ert óeðlilegt við það að líta yfir farinn veg og horfa á það sem vel gekk og það sem miður fór. Draga af því lærdóm og halda áfram. Tíma- mót fela ávallt í sér ákveðna von. Von um að bæta sig. Staldra við og líta í eigin barm um vonir og vænt- ingar til sjálfs sín og lífsins. Í áramótaveislu Víkverja sögðu allir frá hápunktum og lágpunktum ársins. Það var segin saga að af lág- punktum ársins hlaust alltaf eitt- hvað gott í kjölfarið þegar það var sett í samhengi. Því fagnar Víkverji hverjum mistökum sem gerð voru á árinu, hvort sem þau voru í vinnu, í fjölskyldulífinu, áhugamálinu eða öðrum sviðum lífsins. Hann telur sig a.m.k. hafa lært. víkverji@mbl.is Víkverji En mín gæði eru það að vera nálægt Guði, ég gerði Drottin að athvarfi mínu og segi frá öllum verkum þínum. (Sálmarnir 73:28)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.