Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 23
Nánari upplýsingar áwww.rsk.is
4421000
Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is
Virðisaukaskattur og vörugjald
Með nýsamþykktum lögum frá Alþingi voru gerðar breytingar á lögum
um virðisaukaskatt og vörugjald fellt niður. Helstu breytingar sem taka
gildi 1. janúar 2015:
Almennt skattþrep verður 24%
Almennt skatthlutfall virðisaukaskatts lækkar úr 25,5% í 24%. Breytingin tekur til sölu á allri skattskyldri vöru
og þjónustu sem ekki er sérstaklega undanþegin eða ber virðisaukaskatt í lægra skatthlutfalli.
Lægra skattþrep verður 11%
Lægra skattþrep virðisaukaskatts hækkar úr 7% í 11%. Breytingin tekur m.a. til sölu á gistiþjónustu, matvöru,
bókum, blöðum, tímaritum, afnotagjöldum útvarps- og sjónvarpsstöðva, aðgangi að vegamannvirkjum,
heitu vatni, rafmagni og olíu til hitunar húsa og laugarvatns, geisladiska o.fl. með tónlist.
Vörugjald fellur niður
Lög um vörugjald nr. 97/1987 falla brott. Þar með falla niður vörugjöld á m.a. sykur, sælgæti, gúmmívörur,
ýmis byggingarefni, bílahluta, vinnuvélar, lyftur, teppi, lampa, heimilistæki o.fl.
Heimild til stöðvunar á atvinnurekstri
Ríkisskattstjóra eru veittar heimildir til þess að stöðva atvinnurekstur skattaðila ef þeir t.d. vanrækja skyldu til
færslu bókhalds eða til að nota tilskilið söluskráningarkerfi, vanrækja tilkynningarskyldu eða skilaskyldu á
virðisaukaskatti, eða hafa sætt áætlun á skattinum í tvö uppgjörstímabil eða fleiri á næstliðnum tveimur árum
frá yfirstandandi uppgjörstímabili.
Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu við íbúðarhúsnæði verður 60%
Endurgreiðsla virðisaukaskatts sem greiddur er vegna vinnu manna á byggingarstað við nýbyggingu, viðhald
og endubætur íbúðarhúsnæðis verður 60%. Jafnframt fellur niður heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts
vegna vinnu við frístundahúsnæði, vinnu við hönnun og eftirlit með byggingu, viðhaldi og endurbótum
íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis. Heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við annað
húsnæði í eigu sveitarfélaga fellur einnig niður.
Framlengd er heimild til færslu ógreidds virðisaukaskatts vegna innflutnings
Framlengd er heimild til þess að færa sem innskatt virðisaukaskatt sem greiða ber í tolli vegna eigin
innflutnings þótt einungis hluti hans hafi verið greiddur og gildir fyrir öll uppgjörstímabil ársins 2015.
Ívilnun vegna vistvænna bifreiða
Heimild til þess að telja hluta söluverðs nýrra vistvænna bifreiða til undanþeginnar veltu og til að fella niður
hluta virðisaukaskatts við tollafgreiðslu þeirra er framlengd og gildir út árið 2015.