Morgunblaðið - 03.01.2015, Page 50

Morgunblaðið - 03.01.2015, Page 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Fæst í Hagkaup, Elko, Spilavinum og www.heimkaup.is NÝTT www.nordicgames.is FJÖLSKYLDU- OG PARTÍSPILIÐ 2000 nýjar þrautir og spurningar Verð fr á KAI eru: • Japanskir hágæða hnífar sem hafa verið framleiddir í yfir 100 ár • Gerðir úr hágæða stáli • Yfir 23.000 hnífar seldir á Íslandi • Hnífar fyrir fagmanninn jafnt sem áhugamanninn Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga frá 09:00 – 17:00. Hágæða hnífar SEKI MC Shun Prem iere Pure coma chi 2 Wasabi Bla ck 2.250 kr. Shun Allt fyrir eldhúsið hækkun launa skuld- arans/greiðandans er lánið tók. Þarna er raunveru- lega verið að segja að ef launin hækki megi afborgun lánsins jafn- framt hækka enda hafi þá kaupmáttur skuld- arans aukist. Ef kaup- máttur skuldarans hefur hins vegar ekki hækkað neitt er engin forsenda fyrir hækk- uninni, því ef svo væri þá væru lögin eins og þau voru upphaflega sett til verndar einstaklingnum/skuldaranum að mestu tilgangslaus, ekki satt? Hér er því í raun átt við raunverulegan kaupmátt en ekki hráa launavísitölu og er mikilvægt að benda á það. Í gegnum tíðina hefur ein aðalréttlæt- ing ráðamanna verið að benda á launavísitöluna sem ástæðu þess að afborgunarþátturinn megi hækka eins og raun ber vitni, svona eins og til að villa um fyrir venjulegu fólki. En staðreynd málsins er sú að launavísitalan hefur einfaldlega lítið sem ekkert að gera með raunveru- legan kaupmátt minn og þinn. Kaupmátturinn ræður því hvort þú ræður við aukna greiðslubyrði láns- ins, en ekki bara launahækkunin sem slík. Þetta ætti hver maður að skilja. Í fyrstu grein minni tengdri þessu er birt var í Morgunblaðinu 4. des- ember 2013 fjallaði ég ítarlega um hvernig meint lögbrot fjármálafyr- irtækjanna væru í framkvæmd. Þar benti ég jafnframt á yfirgengilegt áhugaleysi allra stjórnmálaflokka þessa lands á þessu vandamáli. Það er eins og Alþingi sé alger- lega stjórnað af „elítu“ spillts „flokksræðis“ og vilji alltaf líta í hina áttina þegar kemur að því að skara þurfi að köku fjármálafyr- irtækjanna til að verja hagsmuni þeirra sem minna mega sín. Það er vitað að nægir eru gjafa- peningarnir hjá bönkunum og að þeir hika ekki við að henda aurum í málarekstur til að reyna að „komast hjá“ að breyta rétt, enda hafa þeir nægt gjafaféð til þess arna. Kannski vill Alþingi síður hvekkja þá ríku þar sem þeir hafa efni á málarekstri gegn hverjum sem er, stjórnvöldum líka, en við einstaklingarnir höfum þessi efni auðvitað alls ekki. Þá fær nú ekki hver sem er gjafsókn á Ís- landi, en hér er réttaröryggi borg- aranna ekki til umræðu svo ekki meira um það. Langoftast getur venjulegt fólk ekki fylgt eftir laga- legum rétti sínum gagnvart þessum „skrímslum“ sem bankarnir okkar sannanlega eru orðnir, til þess er vald/valdbeiting þeirra og auður of mikill. Endurreisn bankanna hérlendis virðist algerlega vera unnin á ábyrgð þeirra hægri/vinstri rík- isstjórna er ríktu hér fyrir og eftir Í niðurlagi greinar minnar, sem birtist 29. desember sl., vísa ég til breytinga á 29 ára gömlum lögum nr. 63/1985. En breytingalögin eru nr. 133/2008. Þar bendi ég á að skv. þessum lögum frá 1985 má afborgun á verðtryggðu fasteignaláni ein- staklings ekki hækka á yfirstand- andi ári í prósentum talið umfram hrun. Hér á Íslandi virðist gilda ein- kennilega afbakað lýð- ræði sem mætti kalla „flokksræðislegt lýð- ræði“. Á það skal bent að sökum þessa fárán- lega „lýðræðis/fyrirkomu- lags“ er raunverulegt lýðræði skrumskælt og sniðgengið á Íslandi. Því með að láta „flokks- ræðislega“ skipaða ráð- herra hafa nánast full- komið „alræðisvald“ geta þeir meir og minna „stjórnað“ öllum þremur stoðum stjórnskipunarinnar og þar með skrumskælt lýðræðið. En þess- um þremur stoðum var upphaflega ætlað að vera 100% sjálfstæðar og veita hvorri annarri aðhald. Með þessari stjórnskipan hafa ráðherrar óumdeilanlega „veruleg áhrif“ á sjálfstæði hverrar stoðar fyrir sig, en stoðirnar eru löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Með þessu „þægilega“ fyrirkomulagi hef- ur Alþingi/ráðamenn náð að styðja dyggilega við þróun fjármálakerf- isins fyrir og eftir hrun og gera enn. Þetta „fyrirkomulag“ er og verður aldrei ásættanlegt fyrir hinn al- menna borgara. Einstaklingurinn er nefnilega rúinn inn að skinni þegar hann er síðar knúinn til að greiða fyrir „mistök hinna kjörnu fulltrúa löggjafans“ þe. þegar bankarnir taka sinn toll. En þetta er tollur sem hefur oft skelfilega birtingarmynd fyrir þann sem fyrir honum verður. Það er einlæg ósk mín að gerð verði bragabót á þeim „meinta“ órétti sem í dag er beitt við inn- heimtu afborgunarþáttar verð- tryggðra fasteignalána hjá þeim ein- staklingum sem skulda slíkt á Íslandi. Ég er sammála biskupi Ís- lands um að virða eigi sett lög er ég segi að það þurfi einfaldlega að fara að „upphaflegum“ tilgangi settra laga, í þessu tilviki frá 1985, við inn- heimtu afborgana þessara lána. Skuldarinn á að lögum val í þessu efni, þe. hvort hann vilji; – axla aukna greiðslubyrði eða – lengja í láninu eins og hann á rétt til. Það er ekki gert í dag! Skuldarinn hefur þrátt fyrir lagalegan rétt sinn ekkert val fengið fram að þessu, eða í 29 ár, og hefur og er einfaldlega gert að axla stökkbreytta greiðslu- byrðina hvort sem honum líkar bet- ur eða verr. Meira síðar. Er löggjafinn að aðstoða bank- ana við að brjóta á okkur rétt? Eftir Jakob Inga Jakobsson Jakob Ingi Jakobsson »Kaupmátturinn ræður því hvort þú ræður við aukna greiðslubyrði lánsins, en ekki bara launa- hækkunin sem slík. Höfundur er lögfræðingur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Hlynur Garðarsson og Jón Ingþórsson unnu jólamót BH Jólamót Bridsfélags Hafnarfjarð- ar fór fram sl. laugardag með þátt- töku 46 para. Jón Ingþórsson og Hlynur Garðarsson áttu góðan loka- sprett og sigruðu örugglega eftir hörkukeppni. Lokastaðan: Hlynur Garðarsson – Jón Ingþórsson 60,3 Gunnlaugur Karlss. – Kjartan Ingvarss. 58,5 Hrólfur Hjaltason – Guðm. Snorrason 57,3 Hjördís Sigurjónsd. – Kristján Blöndal 57,0 Jón Baldurss. – Guðm. Gunnarss. 56,7 Karl G. Karlss. – Hrannar Erlingsson 56,4 Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Áramótaskaupið Skaupið Húllumhæ og sprell í gömlu áramótaskaupi. Ég get nú eiginlega ekki orða bund- ist eftir að hafa orðið vitni að hörm- ung og niðurlægingu RÚV á gaml- árskvöld. Við vorum hérna saman komnar þrjár kynslóðir og vorum að horfa á feikivinsælan þýsk- austurrísk-svissneskan músíkþátt á ARD sjónvarpsstöðinni þýsku sem stóð allt kvöldið. Svo kom skaupið á RÚV og við stilltum spennt á það – enginn brosti, fólkið hálf-skamm- aðist sín fyrir húmorsleysi og lág- kúruna hjá sjónvarpinu. Aftur var stillt á þýsku stöðina. Eftir tvær til þrjár tilraunir var samþykkt sam- hljóða að hætta og stilla bara á ARD og á hana var horft til kl. hálf eitt. Þetta er í fyrsta sinn síðan við feng- um sjónvarpið 1966 sem fjölskyldan hættir að horfa á svonefnt skaup. Sem betur fer höfum við nú aðra val- kosti. Ég spyr – og þjóðin á kröfu á svari – hvað kostaði skaupið? Stórfjölskylda í Sóltúninu. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.