Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 TÖLVUDEILD - ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568 1581 www.thor.is ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR 14.00 0 EPSO N Exp ressio n Home XP-32 2 ,- EPSON EXPRESSION HOME XP-322 Einfaldur og þægilegur þráðlaus heimilisprentari Fjölnotatæki (skanni, ljósritun og prentun) 4 Hylki - Hentar í ljósmyndir & texta. Þráðlaus og einfaldur í notkun Prentar allt að 33 bls á mín (15 bls í lit á mín). Allar helstu skipanir á skjá. Hagkvæmur í rekstri. Epson Expression Photo XP-760 Hágæða þráðlaus ljósmyndaprentari Fjölnotatæki (skanni, ljósritun og prentun) 6 Hylki - Hentar sérstaklega vel í hágæða ljósmyndir. Þráðlaus (fjöldi aðgerða í boði í iPrint appi) Prentar allt að 32 bls á mín (bæði í lit og svörtu). Kortalesari & blæðandi útprentun Prentar báðummegin á pappírinn. Allar helstu aðgerðir á stórum snertiskjá. 34.00 0 EPSO N Exp ressio n Photo XP-76 0 ,- ,- 11.50 0LW -400 ,- 8.500 LW-40 0 EPSON Límmiða prentarar 145.0 00E B-X18 ,- EPSON Skjávarpar í miklu úrvali Mikið úrval af EPSON ljósmyndapappír og bleki! Glamox Luxo er leiðandi framleiðandi LED lýsingarbúnaðar og býður heildarlausnir fyrir skrifstofuhúsnæði Leitaðu upplýsinga hjá löggiltum rafverktökum, lýsingahönnuðum og arkitektum Fáðu fagmann í verkið til að tryggja rétta meðhöndlun, endingu og ábyrgð. Það er þitt öryggi. www.reykjafell.is ÚR BÆJARLÍFINU Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður Áramótin voru í alla staði friðsæl og áfallalaus í Grundarfirði og vel viðraði til flugeldaskota. Miðað við ljósadýrðina yfir bænum um mið- næturbil hafa Grundfirðingar stutt dyggilega við eina helstu fjáröflun Björgunarsveitarinnar Klakks um þessi áramót. Eftir því sem næst verður komist urðu engin slys eða óhöpp við uppskot eldverksins, en fregnir bárust af því að hrossastóð hefði fælst á bænum Brimilsvöllum í Fróðárhreppi í nágrenni Ólafs- víkur og hlaupið sem leið lá yfir í Eyrarsveit. En það er alkunna að þegar hross fælast svona halda engar girðingar. Á nýjársdags- morgun huldi logndrífan öll um- merki áramótagleðinnar.    Ferðamenn sáust töluvert á ferli í Grundarfirði um jól og ára- mót og áttu hér gistinætur hjá ferðaþjónustuaðilum. Það þarf því ekki að koma á óvart að uppi eru áform um stækkun Hótel Fram- ness á árinu og var tillaga um breytingu á deiliskipulagi á lóðum umhverfis það auglýst skömmu fyr- ir áramót. Þá eru fleiri fram- kvæmdir sem tengjast ferðamönn- um komnar í gang því á dögunum var flutt á staðinn tvílyft timburhús ættað frá Akranesi sem haft hafði viðkomu í Borgarnesi þar sem það var gert upp áður en það svo endaði fremst á Framnesi í Grundarfirði. Þar með hafa Grundfirðingar eign- ast eitt gamalt hús því að umrætt hús var reist árið 1908 og á sér merkilega sögu. Við húsið verður síðan byggður lágreistur skáli og mun gluggahlið hans snúa mót staðardjásninu Kirkjufelli. Í þess- um byggingum mun þegar líður að vori vera meiningin að opna veit- ingahús.    Veðurfar er eitthvað sem menn tala um þegar umræðuefni skortir en það er ekki örgrannt um að merkja megi vissar breytingar á veðurlagi a.m.k. ef litið er til baka yfir liðið ár. Frá áramótum og fram undir vor var klakalag á öllum göt- um bæjarins því aldrei gerði al- mennilega sunnanátt, heldur var hálfgerð veðurleysa með frosti og hláku til skiptis. Sumarið var hvorki gott né vont en haustið, sér- staklega október og nóvember, með besta móti. Í desember snjóaði allt á kaf einkum eftir að jólasöngva- vertíðin hófst og farið var að syngja „meiri snjó, meiri snjó“. Þegar svo miklar lægðir tóku að ganga að landinu þá sluppum við ótrúlega vel við verstu veðrin þar sem vindáttin var ýmist austan við suðaustrið eða vestan við suðvestrið en loks á fjórða degi jóla brast hann á með ekta Grundarfjarðarsunnan og asa- hláku og upp tók allan snjó og Kvernártúnið hvarf undir vatn. Þessi hvellur kom aðeins við hesta- menn því nokkrar einingar í reið- höll Snæfellings hurfu út í veður og vind og Landstólpamenn sem reistu húsið hafa vafalítið fengið hiksta. Viðraði vel til flugeldaskota Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Öldungur Gamla húsið sómir sér vel með Kirkjufell í baksýn. Lögreglan í Reykjavík opnaði um áramótin end- urbætta vefsíðu á sama léni, logregla.is. „Helstu breytingar eru þær að við erum komin til nútímans, ef svo má segja. Þetta er vefur lögreglunnar í land- inu og við lögðum áherslu á það,“ segir Eva Gunn- laugsdóttir, verkefnastjóri verkefnisins. Eins og á gamla vefnum er þarna margt að finna, ýmiskonar fréttir, fróðleik, eyðublöð og upplýsingar. Þá er einnig hægt að lesa sér til um algengar spurningar sem lögreglan fær og er þar meðal annars farið yfir hver á réttinn í hægri rétti. „Nýi vefurinn er að- gengilegri fyrir alla sem þurfa að leita upplýsinga. Þetta er samt fyrsti áfanginn og við erum ekkert hætt þótt vefurinn sé kominn í loftið. Við munum vinna áfram í honum og tökum glöð við ábendingum á nyrvefur@lögreglan.is. Við viljum fá ábendingar og vinna með þær.“ Eva bendir á að hægt sé að skoða hina skemmti- legu og margfrægu instagramsíðu lögreglunnar með aðeins einum smelli, en síðan er trúlega ein frægasta instagramsíða landsins og þótt víðar væri leitað. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og margir sem tóku þátt í því. Næsta skref er að setja meiri fræðslu, svör við fleiri spurningum, fleiri eyðublöð. Vinnan er rétt að byrja.“ Ný og endurbætt vefsíða lögreglunnar Nýi vefurinn Þar má finna ýmiskonar fréttir, fróðleik, eyðublöð og upplýsingar. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu, utan Kópavogs, hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra. Strætó bs. var falið að reka þjónustuna frá og með áramót- unum, en Strætó hefur annast slíka þjónustu í Reykjavík frá árinu 2001. „Markmið Strætó er að tryggja notendum akstursþjónustunnar bæði sveigjanlegri og öruggari þjónustu en þeir hafa áður fengið,“ segir í fréttatilkynningu frá Strætó. „Aukinn sveigjanleiki felst meðal annars í því að nú geta notendur pantað ferðir með tveggja klukku- stunda fyrirvara í stað eins sólar- hrings áður. Þjónustuverið verður opið mun lengur en áður, eða með- an ökutæki fyrirtækisins eru í akstri. Aukið öryggi notenda verður m.a. tryggt með endurnýjun öku- tækja akstursþjónustunnar auk þess sem á þeim verða gerðar reglubundnar gæða- og öryggis- úttektir.“ gudni@mbl.is Aukin akst- ursþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.