Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að ýmis kostn- aður sem leggst á fyrirtæki við að ráða starfsfólk hægi á fjölgun starfa. Þetta er mat Katrínar Óladóttur, framkvæmdastjóra Hagvangs, sem segir framboð á störfum fyrir há- skólamenntað fólk lítið hafa aukist að undanförnu. „Það hefur aðeins aukist eftirspurn eftir t.d. bókurum sem ekki þurfa háskólamenntun. Það er verið að leita að sölufólki sem er mjög jákvætt. Það er verið að leita að fólki til að sinna þjónustu, enda verkefnum að fjölga. Það er hins vegar ekki sama eftirspurn eftir háskólamenntuðu fólki,“ segir Katr- ín. Það segir sitt um eftirspurnina eftir störfum að alls 811 umsóknir bárust um nokkrar stöður hjá Ríkis- skattstjóra, þar af 441 umsókn um aðeins fimm stöður, að því er fram kemur í riti embættisins, Tíund. Katrín telur aðspurð að ef efna- hagsbatinn haldi áfram og stigin verði skref í afléttingu hafta „hljóti að fara að skapast ný tækifæri hjá fyrirtækjum sem geri það að verk- um að þau fara að kalla eftir há- skólamenntuðu fólki“. Dýrt að hafa fólk í vinnu – Hvernig meturðu kostnaðinn við að hafa starfsfólk? „Hann er gríðarlega mikill. Hverj- um starfsmanni fylgja ekki aðeins laun, heldur ýmis launatengd gjöld sem fyrirtækin eru að sligast undan. Þess vegna ráða þau ekki fólk í eins miklum mæli og þau myndu ella gera. Tryggingagjaldið er enn mjög hátt. Venjuleg fyrirtæki munar gríðarlega um þann kostnað. Svo er aukaframlag fyrirtækja í séreign- arsjóði gríðarlegur pakki fyrir fyr- irtækin,“ segir Katrín og vísar til þess að margir launþegar nýta sér skattleysi séreignar, í tengslum við leiðréttingu verðtryggðra íbúðalána. Með þennan kostnað í huga kveðst Katrín „uggandi yfir um- ræðum um kjaramál“. „Hvert eiga fyrirtækin að sækja þessa peninga sem eiga að fara í launaleiðréttingar á meðan þau skila ekki meiri fram- legð og á meðan hagvöxtur er ekki meiri en þetta?“ spyr Katrín sem telur þetta kerfi orðið of flókið. Hún bendir á að innan fjármála- fyrirtækja sé verið að segja upp fólki. Lægstu tekjuhóparnir eigi erf- itt með að láta enda ná saman. „Maður finnur þrýstinginn hjá fólki sem er með minna en meðal- tekjur. Neyslumynstrið hefur breyst talvert mikið hjá þeim hópi. Það er oft þungur róður fyrir foreldra sem eru með börn í skóla að standa straum af öllum útgjöldum. Þetta er orðið tvískipt þjóðfélag að þessu leyti. Við erum annars vegar með stóran hóp fólks sem er með ágætar tekjur og svo hins vegar hóp sem sjálfsagt fer stækkandi sem hefur ekki nóg. Það er því mikilvægt að kjaraviðræður séu ekki sífellt að þjóna öllum þessum hópum. Að það komi ekki flöt hækkun á alla hópa,“ segir Katrín sem svarar því aðspurð til að það þurfi „að sjálfsögðu að hækka laun á lægri endanum“. Helga Jónsdóttir, ráðgjafi og meðeigandi hjá Capacent, hefur starfað við starfsmannaráðningar frá árinu 1987. Hún segir framboð starfa fjölbreyttara en nokkru sinni. Fyrir raungreinamenntað fólk hafi framboðið t.d. aukist mikið. Breidd- in á vinnumarkaði sé orðin töluverð. „Íslenskur vinnumarkaður sveifl- ast alltaf töluvert. Það var mikil þensla 1987 og síðan upp úr 1990 verður viss samdráttur, bæði hér og hjá norrænu þjóðunum og víðar. Síð- an fer allt á góðan skrið hjá okkur upp úr 1995 og 96. Þá voru stofnuð nokkur stór fyrirtæki. Símafyr- irtækið Tal hóf starfsemi og Íslensk erfðagreining tekur til starfa. Mörg fyrirtæki voru skráð á markað í Kauphöllinni. Mikil uppbygging fór í hönd. Það varð sprenging í hugbún- aðargeiranum í kringum aldamót og 2000-vandann. Allir þekkja söguna fram til 2008. Þetta eru miklar sveiflur, hafa alltaf verið og munu alltaf verða.“ Spurð hvernig lýsa megi framboði á störfum í byrjun nýs árs segir hún erfitt að lýsa því í fáum orðum. „Kjarasamningar eru opnir. Deil- ur á vinnumarkaði skapa erfiðleika og óvissuástand sem gerir erfitt að spá um framhaldið. Það er margt í pípunum. Maður heyrir það og veit það. Það er alltaf eftirspurn eftir ákveðinni menntun, eins og verk- fræði, t.d. rafmagnsverkfræði, for- ritun og tölvunarfræði. Það er við- varandi eftirspurn,“ segir Helga sem kveðst aðspurð ekki hafa orðið vör við mettun í tölvunarfræði. „Lögfræðingum hefur fjölgað töluvert á síðastliðnum 3-4 árum. Það gæti tekið tíma fyrir þá að kom- ast á vinnumarkaðinn að námi loknu, en vissulega er það menntun sem nýtist á mörgum sviðum. Þá er mjög stór hópur með BS í viðskiptafræði, rekstrarfræði og skyldum fræðum og það er spurning hvort allir fái strax vinnu við sitt hæfi. Maður finnur þó að það er mik- il hreyfing á markaðnum. Mér finnst hins vegar mjög erfitt að segja fyrir um framhaldið á þessu ári.“ Of dýrt fyrir fyrirtæki að ráða fólk  Framkvæmdastjóri Hagvangs segir mörg fyrirtæki að sligast undan launatengdum gjöldum  Margt háskólafólk án vinnu  Sérfræðingur hjá Capacent segir offramboð af lögfræðingum Morgunblaðið/Golli Steypuvinna Atvinnuleysi meðal fólks með iðnmenntun hefur minnkað mikið síðan í janúar 2012. Þar hefur atvinnulausum fækkað um 1.200. Helga Jónsdóttir Katrín Óladóttir Menntun atvinnulausra Grunnskólanám eða sambærilegt Starfstengt nám á framhaldssk.stigi Iðnnám Stúdentspróf Háskólanám / sérskólar við háskólastig Samtals jan. 12 5.945 1.122 1.725 1.358 1.930 12.080 apr. 12 5.442 971 1.459 1.297 1.821 10.990 júl. 12 4.204 811 1.021 1.039 1.621 8.696 okt. 12 4.137 847 1.060 978 1.570 8.592 jan. 13 4.370 920 1.192 1.127 1.680 9.289 apr. 13 3.899 766 1.008 1.073 1.597 8.343 júl. 13 3.293 695 768 930 1.598 7.284 okt. 13 2.987 664 722 853 1.540 6.766 jan. 14 3.558 845 822 971 1.650 7.846 apr. 14 3.316 742 686 962 1.499 7.205 júl. 14 2.621 611 532 769 1.442 5.975 okt. 14 2.479 635 509 669 1.448 5.740 nóv. 14 2.575 638 514 690 1.421 5.838 Hlutf. fækkun -57% -43% -70% -49% -26% 100% 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Jólatíðin er nýafstaðin og leituðu margir á náðir hjálparsamtaka og þáðu matargjafir. „Hluti af þeim hópi sem leitaði til okkar er þó hætt- ur að koma. Til dæmis hafa atvinnu- lausir fengið vinnu,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálp- arstarfs kirkjunnar og telur stöðuna almennt hafa skánað frá fyrri árum. „Við sjáum hins vegar einstæða foreldra og mæður, öryrkja og aðra sem höfðu það erfitt fyrir efnahags- hrunið hafa það enn erfitt og hefur þeim lítið fækkað,“ bætir hann við. Bjarni telur heildarnálgun á þessi mál nauðsynlega til að stöðva víta- hring fátæktarinnar, til dæmis með námskeiðum og aðstoð með fjár- málin. „Við viljum ekki bara að þú lifir af til morguns heldur að þú getir séð fyrir þér sjálfur,“ segir Bjarni. Til Fjölskylduhjálparinnar leituðu fleiri um jólin en fyrri ár, að sögn Ás- gerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar Íslands, og telur hún að efnahagur fólks sé mun verri og fátæktin dýpri. Mataraðstoðin hafi farið til þeirra sem bágust hafi kjörin og hafi úthlutun staðið fram á aðfangadag því þá horfðust margir í augu við það „að ekki næðust endar saman þótt þeir hafi reynt sitt besta,“ að sögn Ásgerðar. Hjá Mæðrastyrksnefnd Reykja- víkur var aðsóknin svipuð og áður þó mikið væri um ný andlit, að sögn Ragnhildar G. Guðmundsdóttur, for- manns stjórnar. Bendir hún einnig á að fleiri konur sæki aðstoð til þeirra en karlar, sem sé bagalegt því körl- um hætti frekar til að loka sig af án aðstoðar. Ásgerður og Ragnhildur telja nýtt ár ekki boða betri tíð fyrir þá sem bágstaddir eru þar sem stytta eigi atvinnuleysisbótatímann á árinu. Búast þær því við að veita þurfi mun frekari mataraðstoð nú en áður hefur verið af þeim sökum. laufey@mbl.is Ljósmynd/Mæðrastyrsnefnd Góð gjöf Félagar í Kiwanisklúbbnum Grími í Grímsey færðu Mæðrastyrks- nefnd Akureyrar 500 þúsund krónur. Félagarnir eru 24 talsins. Mataraðstoð hjálpar- samtaka nýtt um jólin  Fjöldinn var svipaður  Nýtt ár verður erfitt Alaskasigling Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sp ör eh f. Fararstjóri: Ari Trausti Guðmundsson Kynningarfundur verður haldinn 7. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Ævintýraleg lúxussigling frá Vancouver til Seward í Alaska undir tryggri fararstjórn Ara Trausta. Á vegi okkar verður ótrúlegt landslag, vogskornir firðir, skógivaxnar eyjar, sker og skriðjöklar. Viðkoma verður í helstu bæjum og borgum Alaska þar sem við fræðumst um menningu og mannlíf. 11. - 21. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.