Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 41
FRÉTTIR 41Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015
Kringlunni 4 | Sími 568 4900
ÚTSALAN
er hafin
Sérfræðingar frá Frakklandi og
Singapúr aðstoðuðu í gær við leit að
farþegaþotu flugfélagsins AirAsia
sem hrapaði í hafið í óveðri undan
strönd Indónesíu á sunnudaginn var.
Franskir sérfræðingar notuðu
hljóðsjárbúnað við leitina að far-
þegaþotunni og flugritum hennar,
svörtu kössunum svonefndu. Slæmt
veður er á svæðinu og hefur torveld-
að leitina.
Á 25 til 32 metra dýpi
Þrjátíu lík höfðu fundist í sjónum í
gær. Alls voru 162 í vélinni sem var
af gerðinni Airbus A320-200 og á
leiðinni frá indónesísku borginni Su-
rabaya til Singapúr þegar hún hvarf.
Flestir þeirra, eða 155, voru frá
Indónesíu. Af 145 farþegum þotunn-
ar voru átján börn.
29 skip og 17 flugvélar hafa tekið
þátt í leitinni og 40 rússneskir kaf-
arar komu á svæðið í gær. Leitað var
á 1.575 fersjómílna svæði í Jövuhafi
og talið er að þotan liggi á 25 til 32
metra dýpi. Nokkur brot úr þotunni
hafa fundist, en ekki skrokkurinn.
Ofreis þotan?
Ekki er vitað um orsök slyssins.
Fréttaveitan Reuters hafði eftir
rannsóknarmanni að ratsjárgögn
bentu til þess að þotan hefði ofrisið
skömmu áður en hún hvarf af ratsjá.
Heimildarmaðurinn lagði þó áherslu
á að rannsókninni á ratsjárgögnun-
um væri ekki lokið og of snemmt
væri að fullyrða nokkuð um hvað olli
slysinu.
Áður en farþegaþotan fór á loft
hafði flugstjórinn óskað eftir leyfi
flugumferðarstjóra til að fljúga
hærra en gert var ráð fyrir í flug-
áætlun til að sneiða hjá óveðri sem
var á þessum slóðum. Beiðninni var
synjað vegna mikillar flugumferðar
á svæðinu.
Eftir að þotan var komin á loft bað
flugstjórinn um að fá að hækka flug-
ið og breyta flugstefnunni vegna
óveðursins. Þotan fékk að breyta
stefnunni en beiðni um að hækka
flugið úr 32.000 fetum í 38.000 fet var
ekki samþykkt vegna hættu á
árekstri við aðrar flugvélar. Tveimur
eða þremur mínútum síðar hugðist
flugumferðarstjóri heimila þotunni
að hækka flugið í 34.000 fet en þá
hafði sambandið við þotuna rofnað,
um 40 mínútum eftir flugtak, að sögn
flugumferðarstjórnar Indónesíu.
bogi@mbl.is
AFP
Sorg Ættingjar farþega sem fórust í slysinu gráta á sjúkrahúsi í Surabaya.
Þotan kann að hafa ofris-
ið áður en hún hrapaði
Farþegaþotu leitað í Jövuhafi Orsök slyssins enn ókunn
Flest tilfelli krabbameins eru vegna
hreinnar óheppni frekar en óheil-
brigðs lífsstíls eða erfða. Handa-
hófskenndar stökkbreytingar í
DNA-erfðamengi þegar frumur
skipta sér eru ástæðan í um tveim-
ur þriðja krabbameinstilfella, en
þriðjungur orsakast af ytri áhrif-
um, umhverfisáhrifum eða erfðum.
Þetta kemur fram í nýrri rann-
sókn sem vísindamenn við John
Hopkins-háskólasjúkrahúsið í
Bandaríkjunum gáfu út nýlega.
Þeim mun oftar sem frumur skipta
sér, þeim mun líklegra er að DNA-
erfðakeðjan ruglist, sem getur leitt
til aukinnar áhættu á krabbameini.
Í rannsókninni kemur fram að þessi
handahófskennda stökkbreyting
eigi sér stað í 65% krabbameins-
tilfella.
„Öll tilfelli krabbameins eru til-
komin vegna blöndu af óheppni,
umhverfinu og erfðum,“ segir Bert
Vogelstein á John Hopkins-
háskólasjúkrahúsinu. Meðhöfundur
að rannsókninni, Cristian Tom-
asetti, einnig frá John Hopkins,
segir að með þessu sjáist að um
þriðjungur krabbameinstilfella sé
vegna umhverfisþátta, sem geti
m.a. verið lífsstíll og mataræði.
Niðurstaða rannsóknarinnar sé
sú að heilbrigt líf geti minnkað lík-
ur á sjúkdómnum en aðrar aðferðir
geti verið áhrifaríkari í baráttunni
gegn honum. „Við ættum að ein-
beita okkur meira að því að finna
leiðir til að finna krabbamein
snemma, þegar það er á læknan-
legu stigi,“ segir Tomasetti.
Óheppni
aðalástæða
krabba
Krabbamein
oftast háð tilviljun