Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Söfn • Setur • Sýningar Gleðilegt nýtt ár! Sýningunum Silfur Íslands, Silfursmiður í hjáverkum, Svipmyndir eins augnabliks. Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar og Natríum Sól lýkur 4. janúar. Jólin hans Hallgríms, jólasýning og ratleikur á Torgi Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. JÓN ÓSKAR - NÝ VERK 7.11. 2014 - 8.2. 2015 LISTASAFN ÍSLANDS 1884-2014 VALIN VERK ÚR SAFNEIGN 7.11. 2014 - 8.2. 2015 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar KJARNI - Sigrún Hrólfsdóttir - Sýning á videóverki á kaffistofu LÍ. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, Lokað í des. og jan. www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616 Lokað í des. og jan. www.listasafn.is VARA-LITIR Málverk eftir sjö íslenska samtímalistamenn Listamannaspjall sunnud. 4. jan. kl. 15 Ragnar Þórisson ræðir við gesti um verk sín. Síðasta sýningarhelgi. Verk úr safneign Elías B. Halldórsson Síðasta sýningarhelgi. Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Gleðilegt nýtt ár Valdís G. Gregory sópran kemur fram í Kaldalóni í Hörpu á mánu- dagskvöld en tónleikarnir sem hefj- ast klukkan 20 eru í röðinni „Tón- snillingar morgundagsins“. Píanóleikari á tónleikunum er Kristinn Örn Kristinsson. Valdís G. Gregory hóf klassískt söngnám á unglingsaldri en hafði þá lært á fiðlu frá sex ára aldri og síðar selló. Valdís var jafnframt í Kór- skóla Langholtskirkju. Söngkenn- arar hennar hér á landi hafa verið Signý Sæmundsdóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Þóra Einarsdóttir. Valdís lauk bachelor-gráðu í söng frá The Hartt School of Music, Uni- versity of Hartford. Með Hartt Opera Theatre söng Valdís hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfra- flautu Mozarts og Mrs. Jenks í The Tender Land eftir Copland. Valdís hefur sótt tíma í söng- og leiklist í New York og við Bel Canto Institute í Flórens á Ítalíu þar sem hún vann til verðlauna. Hún hefur haldið einsöngstónleika í Selinu á Stokkalæk og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, og meðal annars komið fram sem einsöngvari með Sinfón- íuhljómsveit Íslands, Sinfón- íuhljómsveit áhugamanna, Söng- sveitinni Fílharmóníu, Sönghópnum Spectrum og Hartt Choir. Þá söng hún hlutverk Donnu Önnu í Don Giovanni eftir Mozart með Sinfón- íuhljómsveit unga fólksins, Echo í Ariadne auf Naxos eftir Strauss með Land of Enchantment Opera í New Mexico og Fyrstu dömu í Töfraflautunni með Manhattan Opera Studio. Valdís stundar nú meistaranám í söng við Chicago College of Per- forming Arts þar sem aðalkennari hennar er Allan Glassman ten- órsöngvari við Metropolitan- óperuna. Ljósmynd/Kristín Bogadóttir Söngkonan Valdís Gregory syngur í tónleikaröðinni „Tónsnillingar morgundagsins“ á mánudag. Valdís Gregory syngur í Kaldalóni Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mér finnst þetta ákaflega skemmti- legur miðill og hefði gjarnan viljað leikstýra meira fyrir útvarp gegnum tíðina,“ segir Kristín Jóhannesdóttir um útvarpsmiðilinn en hún leik- stýrir útvarpsleikritinu Blinda kon- an og þjónninn eftir Sigurð Pálsson sem frumflutt verður í Útvarpsleik- húsinu á morgun, sunnudag, kl. 13. „Heyrnin er mjög magnað fyrir- brigði. Hún, fremur öðrum skilning- arvitum, opnar fyrir leyndardóma undirmeðvitundar og þess sem er dulið, s.s. tilfinningar og það sem við höfum þaggað niður og viljum helst ekki horfast í augu við,“ segir Krist- ín og bendir á að heyrnin sé tengd við hægra heilahvelið. „En hægra heilahvelið stjórnar einmitt tilfinn- ingum og undirvitundarlífi. Þess vegna er útvarpsmiðillinn mjög spennandi þegar maður fær í hend- urnar verk eins og Blinda konan og þjónninn sem er beinlínis skrifað með þetta í huga, þ.e. fyrir útvarp og fyrir fólk sem er tilbúið til þess að loka augunum og hlusta án þess að gera neitt annað á meðan.“ Marglaga sköpun Blaðamaður rifjar upp að þegar verkið var frumflutt með sviðsettum leiklestri á Listahátíð í Reykjavík vorið 2013 í Kringlusafni Borg- arbókasafnsins bauð Kristín við- stöddum að setja upp augnleppa til þess að hlustendur gætu einbeitt sér að hlustuninni. Leiklesturinn nálg- aðist tilvonandi útvarpsflutning mik- ið, enda lásu Ólafía Hrönn Jóns- dóttir og Valur Freyr Einarsson hlutverk sín sem Blinda konan og þjónninn í míkrófóna og notuð voru viðeigandi leikhljóð. Í ljósi þessa liggur beint við að spyrja Kristínu hvort verkið og nálgunin hafi tekið miklum breytingum á þeim tíma sem liðið er frá leiklestrinum. „Já, það gerðust undur og stór- merki. Af því að maður setti sig í spor hlustandans og byrgði sýn þá fóru að opnast fyrir nýjar víddir þannig að verkið tók töluverðum breytingum,“ segir Kristín og bend- ir sem dæmi á að persónum verksins hafi fjölgað úr tveimur í fjóra. „Verkið fjallar nú um Þjóninn sem er leikskáld sem er að skrifa út- varpsleikrit. Hann skapar Blindu konuna en missir smám saman tökin á sköpunarverki sínu. Hún öðlast sjálfstæðan vilja. Þannig tekur hið skapaða völdin af skaparanum. Utan við verk Þjónsins er stærri rammi, því þar leynist Höfundurinn sem bjó til Þjóninn og stjórnar hljóðheimi verksins, þ.e.a.s. útvarpsleikritinu sem Þjónninn er að skrifa. Og utan við þetta er enn stærri rammi, þ.e. Guð almáttugur, skapari himins og jarðar sem hvíslar að hlustendum smábútum úr sköpunarsögunni eins og hún birtist í fyrstu Mósebók.“ Sem fyrr eru Ólafía Hrönn og Val- ur Freyr í hlutverkunum sem Blinda konan og Þjónninn, en skáldið sjálft, þ.e. Sigurður Pálsson, túlkar Höf- undinn. „Guð heyrist síðan sem hvíslandi rödd stúlkubarns,“ segir Kristín, en þá rödd á Líneik Þula Jónsdóttir dóttir Soffíu Bjarnadótt- ur skáldkonu. Hún var níu ára þegar upptökurnar fóru fram í fyrra. „Núna eru komnar inn í verkið víddir sköpunarsögunnar, þ.e. Guð sem skapaði heiminn og Skáldið sem skapar sinn heim og persónu Þjóns- ins sem heldur að hann sé að skrifa leikrit um Blindu konuna, en svo kemur í ljós að hún ræður öllu og tekur völdin. Þannig að þetta er marglaga sköpun í mörgum vídd- um,“ segir Kristín og bendir á að góður efniviður og hugmyndir bjóði upp á endalausa möguleika í úr- vinnslu fyrir hina ólíku listmiðla. „Þegar maður stendur með góðan efnivið í höndunum er hægt að þróa hann óendanlega.“ Blinda konan og þjónninn er ann- að útvarpsleikritið sem Kristín og Sigurður vinna saman, en þau hjón- in hafa unnið saman í leikhúsi og kvikmyndum um langt ára bil. „Það er komin góð reynsla á okkar sam- starf. Það er mjög merkilegt að finna hvað Sigurður, sem er ekki að- eins skáld heldur leikhúsfræðingur og dramatúrg, skilur hvað það er að eiga samræður við leikstjóra. Þegar höfundur skilar höfuðdráttum að verki heldur hann áfram að vinna með leikstjóranum, en verkinu er ekki lokið fyrr en á frumsýningu eða þegar upptökur hefjast. Sigurður hefur margsinnis talað um það að höfundurinn verði að treysta leik- stjóranum og hann áttar sig á því að það hefst nýtt sköpunarferli og nýtt höfundarverk þegar kemur að leik- stjórninni. Verkið rís ekkert sjálf- krafa upp af blaðsíðunum. Það er martröð fyrir höfund ef hann áttar sig ekki á því að hann verður að sleppa þegar kemur að sviðsetning- unni, annað gæfi bara tilefni til magasára og taugaáfalla fyrir höf- undinn.“ Virða frelsi hvort annars Aðspurð hvort þau hjónin sjái allt- af leikverk Sigurðar sömu augum eða hvort verkin kalli á miklar rök- ræður svarar Kristín: „Við hjónin erum svo lánsöm að vera sprottin upp úr sama umhverfi. Sem dæmi erum við bæði menntuð í Frakklandi og lásum sömu höfunda og sömu teóríur og höfum verið samloka í alla þessa áratugi sem þýðir að það er komin góð reynsla á að ná mála- miðlun. Við erum svo lánsöm að geta átt alvöru samræður þar sem mark- miðið er ekki að ryðjast í gegn með ákveðna hugmynd heldur er hug- myndum sáð í huga þess sem þú átt samræður við sem sjálfur kemur með aðra hugmynd sem verður jarð- vegur þriðju hugmyndarinnar sem er yfirleitt langbest. Samstarf okkar er því sannkölluð ræktunarsaga eða gróðurfræði,“ segir Kristín og tekur fram að grunnur allrar frjórrar sam- ræðu sé traust. „Traustið er frum- skilyrði sem og að virða frelsi hvort annars og hugmyndir.“ „Samstarf okkar er ræktunarsaga“  Útvarpsleikhúsið frumflytur Blindu konuna og þjóninn Morgunblaðið/Kristinn Samrýnd „Við hjónin erum svo lánsöm að vera sprottin upp úr sama umhverfi,“ segir Kristín Jóhannesdóttir leik- stjóri sem leikstýrir útvarpsleikriti eiginmanns síns, Sigurðar Pálssonar, sem frumflutt verður á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.