Reykjalundur - 01.06.1950, Blaðsíða 26

Reykjalundur - 01.06.1950, Blaðsíða 26
Heilsuhæli i Tiuruniemi í Suðaustur-Finnlandi. í stríðinu varð þrivegis að leggja þar inn særða hermenn til aðgerðar. Við friSarsamningana lentu landamæri Sovétrikjanna aðeins nokkrum kílómetrum austan við hælið. — Myndin til hægri: Svalir hælisins. skipt í berklavarnarumdæmi, þar sem sér- fræðingar annast rannsóknir, berklabólu- setningu (calmette), loftbrjóstaðgerðir, gefa ráð og leiðbeina berklasjúklingum, sem dveljast heima. í ársbyrjun 1949 gengu í gildi ný berkla- varnarlög, og komust þá á fót öflugar varn- ir gegn þessum sjúkdómi. Ásamt miklum calmette-bólusetningum er gerður hjá okkur fjöldi smáröntgenmyndana, og fer þetta m. a. fram meðal starfsfólks í ýmsum mis- munandi iðngreinum og á ýmsum stöðum eftir ósk viðkomandi. Auk þessa hafa ríkis- járnbrautirnar sérstaklega útbúinn vagn með röntgentækjum til að annast rannsókn- ir meðal járnbrautastarfsmanna. í Finnlandi eru um þrjátíu heilsuhæli, flest byggð á árunum 1930—1939. Eftir stríðið hefur okkur enn ekki verið auðið að reisa ný hæli. Reynt hefur verið að bæta við vistmönnum með því að setja eitt rúm til viðbótar í hverja sjúkrastofu, og hefur tala vistmanna nú aukizt í hér um bil 5500 við þessar ráðstafanir. Mikill skortur er á sjúkraplássum. Nú finnast mörg ný sjúkdómstilfelli við hinar auknu kannanir (röntgenmyndanir), en sjúklingarnir verða oft að bíða lengi eftir rúmi í heilsuhælum og yfirgefa þau allt of fljótt. Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika liafa berklavarnarmálin snúizt til betri vegar hjá okkur, og dánartalan er að komast niður í það, sem var fyrir 1939. í þessu eiga auð- vitað sinn stóra þátt í Finnlandi eins og annars staðar þau nýju berklalyf, sem kom- ið hafa á markaðinn í seinni tíð. Fyrrum voru heilsuhælin í Finnlandi aðeins rekin af sveitarfélögum, borgum og kaupstöðum. Hin nýju lierklavarnalög mæla svo fyrir, að ríkið skuli að miklu leyti taka þátt í byggingarkostnaði og einnig reksturskostnaði hælanna. Vistgjöld efnalítilla sjúklinga eru greidd af heimasveit þeirra eða bæjarfélagi eða þá ríkinu. Ekkert almennt sjúkrasamlagakerfi er til í landi okkar. Þeir, sem sýktust af berklum á stríðsárunum, fá örorkubætur frá ríkis- sjóði, og handa þeim er haldið uppi vinnu- 24 Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.