Reykjalundur - 01.06.1950, Side 26

Reykjalundur - 01.06.1950, Side 26
Heilsuhæli i Tiuruniemi í Suðaustur-Finnlandi. í stríðinu varð þrivegis að leggja þar inn særða hermenn til aðgerðar. Við friSarsamningana lentu landamæri Sovétrikjanna aðeins nokkrum kílómetrum austan við hælið. — Myndin til hægri: Svalir hælisins. skipt í berklavarnarumdæmi, þar sem sér- fræðingar annast rannsóknir, berklabólu- setningu (calmette), loftbrjóstaðgerðir, gefa ráð og leiðbeina berklasjúklingum, sem dveljast heima. í ársbyrjun 1949 gengu í gildi ný berkla- varnarlög, og komust þá á fót öflugar varn- ir gegn þessum sjúkdómi. Ásamt miklum calmette-bólusetningum er gerður hjá okkur fjöldi smáröntgenmyndana, og fer þetta m. a. fram meðal starfsfólks í ýmsum mis- munandi iðngreinum og á ýmsum stöðum eftir ósk viðkomandi. Auk þessa hafa ríkis- járnbrautirnar sérstaklega útbúinn vagn með röntgentækjum til að annast rannsókn- ir meðal járnbrautastarfsmanna. í Finnlandi eru um þrjátíu heilsuhæli, flest byggð á árunum 1930—1939. Eftir stríðið hefur okkur enn ekki verið auðið að reisa ný hæli. Reynt hefur verið að bæta við vistmönnum með því að setja eitt rúm til viðbótar í hverja sjúkrastofu, og hefur tala vistmanna nú aukizt í hér um bil 5500 við þessar ráðstafanir. Mikill skortur er á sjúkraplássum. Nú finnast mörg ný sjúkdómstilfelli við hinar auknu kannanir (röntgenmyndanir), en sjúklingarnir verða oft að bíða lengi eftir rúmi í heilsuhælum og yfirgefa þau allt of fljótt. Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika liafa berklavarnarmálin snúizt til betri vegar hjá okkur, og dánartalan er að komast niður í það, sem var fyrir 1939. í þessu eiga auð- vitað sinn stóra þátt í Finnlandi eins og annars staðar þau nýju berklalyf, sem kom- ið hafa á markaðinn í seinni tíð. Fyrrum voru heilsuhælin í Finnlandi aðeins rekin af sveitarfélögum, borgum og kaupstöðum. Hin nýju lierklavarnalög mæla svo fyrir, að ríkið skuli að miklu leyti taka þátt í byggingarkostnaði og einnig reksturskostnaði hælanna. Vistgjöld efnalítilla sjúklinga eru greidd af heimasveit þeirra eða bæjarfélagi eða þá ríkinu. Ekkert almennt sjúkrasamlagakerfi er til í landi okkar. Þeir, sem sýktust af berklum á stríðsárunum, fá örorkubætur frá ríkis- sjóði, og handa þeim er haldið uppi vinnu- 24 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.