Reykjalundur - 01.06.1950, Síða 45

Reykjalundur - 01.06.1950, Síða 45
GUY DE MAUPASSANT: Venus fvá Bvanzta. - SMÁSAGA - Fyrir nokkrum árum bjó víðkunnur lög- málsspekingur í borginni Branzia. Hann átti frægð sína ekki síður að þakka liinni fögru konu sinni en lærdómi sínum, guðs- ótta og vizku, Venus frá Branzia var hún kölluð, og lnin átti heitið sannarlega skilið, í fyrsta lagi fyrir afburða fegurð sína, og þá ekki síður þar sem hún var gift lögmáls- spekingi, því að konur gyðinglegra spek- inga eru allajafna forljótar eða á einlivern hátt líkamlega bæklaðar. Hin nýja júðska lögbók skýrir þetta fyrirbrigði á eftirfarandi hátt: Það er alkunna, að til hjónabanda er stofnað á himnum, og þegar drengur fæðist, tilnefnir guðleg rödd væntanlega eiginkonu hans. Slíkt hið sama, er stúlkubörn fæðast. En alveg á sarna liátt og góður faðir falbýð- ur sinn ágæta, ógallaða varning á markaðs- torgum, og notar aðeins það sem skemmt er eða gallað, til heimilisþarfa, eins úthlutar guð lögmálsspekingum sínunr þessum kon- um, sem aðrir menn myndu ekki kæra sig um. Jæja, guð brá nú út af venjunni í þetta sinn og veitti nefndum spekingi forkunn- arfagra konu, e. t. v. til þess eins að stað- festa regluna með þessari undantekningu, og til þess að draga úr sárasta broddi venj- unnar. Þessi kona hefði sómt sér vel í hásæti hvaða þjóðhöfðingja sem var eða á fótstalli í sérhverju höggmyndasafni. Hún var há vexti, form hennar slungin seiðmagni og Reykjalundur luin bar höfuð sitt með hartnær annarleg- um þokka. Augun, stór og svört, skinu dreymin undir löngu brúnu augnahár- unum og hendurnar voru sem skornar í fílabein. Þessi glæsilega kona, sem af forsjóninni virtist ætlað að stjórna, að sjá þræla við fætur sér, þessi kona, sem virtist þess um- komin að blása lífsanda í málverk, högg- mynd og Ijóð, lifði lífi sjaldgæfs og fagurs blóms, sem vex upp í vermireit. Tímunum saman sat hún við glugga sinn, vafin dýr- mætum loðskinnum og horfði dreymnum augum niður á strætið. Þeim hjónum hafði ekki orðið barna attðið. Maður hennar, spekingurinn, las og bað og las aftur frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld. Kona hans var „hin lnilda fegurð“, eins og spekingarnir segja um Leyndardóminn. Hún skeytti ekkert um húshaldið, því að hún var rík og allt gekk af sjálfu sér, eins og klukka, sem að- eins þarf að draga upp einu sinni í viku. Aldrei leit nokkur ókunnugur þar inn og aldrei heimsótti hún neinn. Hún sat við gluggann, gaf sig dagdraumunum á vald, hugsaði og — geispaði. ★ Dag nokkurn, þegar ægilegt þrumuveð- ur hafði farið hamförum yfir borgina, og búið var að opna alla glugga til þess að hleypa Messíasi inn, sat hin júðska Venus hugsandi í hægindastól sínum, eins og hún 43

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.