Morgunblaðið - 21.02.2015, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.02.2015, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Frankfurt. AFP. | Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, er áhrifamikill og gamalreyndur stjórnmálamaður, eindreginn stuðn- ingsmaður náins samstarfs Evrópu- ríkja en harður á því að virða beri gerða samninga og hefur fengið sig fullsaddan á nýju ráðamönnunum í Grikklandi. Schäuble er 72 ára, reyndasti ráð- herrann í þýsku stjórninni og hefur verið hægri hönd Angelu Merkel kanslara í deilunni við Grikki sem vilja semja um breytingar á skil- málum aðstoðar Evrópusambands- ins við þá vegna skuldavanda Grikk- lands. Hann hefur staðið fast á þeirri kröfu að Grikkir komi á umbótum og grípi til erfiðra sparnaðaraðgerða. Með ósveigjanlegri afstöðu sinni hefur hann áunnið sér jafnt aðdáun sem hatur. „Viðurstyggileg“ skopmynd Rimma Schäuble við Grikki undir forystu Alexis Tsipras forsætisráð- herra og Yanis Varoufakis fjár- málaráðherra hefur verið harkaleg. Það andaði því köldu á milli þeirra á sameiginlegum blaðamannafundi fjármálaráðherranna tveggja í Berl- ín í byrjun mánaðarins. Mikill hiti færðist síðan í rimmuna þegar vinstrisinnað grískt dagblað, Avgi, birti skopmynd af Schäuble í herbúningi þýskra nasista með orð- unum: „Við krefjumst sápunnar úr fitunni í ykkur… við erum tilbúnir að ræða um áburðinn úr öskunni ykkar.“ Talsmaður Schäuble sagði að skopmyndin væri „viðurstyggileg“. Síðan þá hefur Schäuble verið mjög gramur út í Grikki og gefið til kynna að hann líti á gagnrýni þeirra sem persónulegar árásir á sig. Tsipras segir að þýski fjármálaráðherrann hafi misst stjórn á skapi sínu í orða- sennu við Varoufakis á fundi í Bruss- el. Schäuble segist ekki aðeins berj- ast í þágu Þýskalands, heldur einnig smærri evrulanda sem hafi þurft að færa fórnir og koma á erfiðum efna- hagsumbótum til að halda evrunni. Rimma sterkra persónuleika Hátt settur embættismaður í Brussel sagði að deila Þjóðverja og Grikkja hefði orðið að rimmu milli tveggja sterkra persónuleika, Schäuble og Varoufakis. Gríski fjár- málaráðherrann er ómyrkur í máli og lætur allt vaða á samningafund- um. „Ég skil að Schäuble skuli hafa tekið sum ummæli Varoufakis óstinnt upp,“ sagði embættismað- urinn. Schäuble er einn af nánustu og reyndustu bandamönnum Merkel. Hann hefur gegnt fimm ráðherra- embættum frá árinu 1994 og átt sæti á þýska þinginu í rúm 40 ár. Hann komst til áhrifa í kanslaratíð Hel- muts Kohl og var um tíma álitinn lík- legur arftaki hans. Schäuble hefur þurft að nota hjólastól frá því að hann varð fyrir skotárás árið 1990 þegar hann hafði umsjón með endursameiningu Þýskalands. Hann þurfti að draga sig í hlé vegna fjármálahneykslis, sem olli Kohl álitshnekki, en hellti sér aftur í stjórnmálin árið 2002. Merkel vildi ekki styðja Schäuble tveimur árum síðar þegar hann sótt- ist eftir því að verða forseti Þýska- lands. Kanslarinn studdi hins vegar Horst Köhler, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sem var kjörinn forseti árið 2004. Hún gerði þó Schäuble að innanríkisráðherra ári síðar og að fjármálaráðherra í október 2009. Schäuble fæddist í Freiburg í suð- vestanverðu Þýskalandi árið 1942 og er sonur ráðgjafa í skattamálum. Hann er sagður mikill bókamaður, háðskur og hnyttinn. Hann er kvæntur og á fjögur börn. Hans Peter Schütz, sem skrifaði ævisögu Schäuble, segir að hann sé „heiðarlegasti maður“ sem hann hafi kynnst, „þótt hann sé ekki alltaf mjög heillandi“. Schäuble er fastur fyrir, dáður og hataður  Hörð rimma milli þýska fjármálaráðherrans og Grikkja AFP Bandamenn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Wolfgang Schäuble á fundi á þýska þinginu þegar fjárlagafrumvarp stjórnarinnar var afgreitt. AFP Í herbúningi nasista Skopmynd í grísku dagblaði af Schäuble. Fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykktu í gærkvöld að framlengja neyðarlán til Grikkja um fjóra mán- uði, vegna skuldavanda þeirra. Fjármálaráðherra Hollands, Jero- en Dijsselbloem, sem veitir fjármála- ráðherrum evruríkjanna forystu sagði Grikki hafa heitið því að standa skil á skuldum sínum. „Þetta er mjög jákvæð niðurstaða,“ sagði hann á blaðamannafundi í gærkvöldi. Engar hótanir eða blekkingar „Fyrsta skrefið í því að endur- heimta traustið var stigið hér í kvöld. Við vitum að auðveldara er að glata trausti en að endurvinna það en þetta var skref í rétta átt,“ sagði hann að loknum viðræðunum. Grikk- land samþykkti einnig að leggja til fyrstu skref í umbótaáætlun fyrir næstkomandi mánudag. Gríski fjár- málaráðherrann, Yakis Varoufakis, sagði samkomulagið vera lítið skref í nýja átt og að Grikkland hefði hvorki beitt hótunum né blekkingum. Emb- ættismaður grískra stjórnvalda lét hafa eftir sér að Grikkir hefðu nú fengið tíma til að semja upp á nýtt. „Grikkland hefur snúið við blaðinu. Við komumst hjá því að beita aðgerð- um sem hefðu kallað frekari efna- hagslegar þrengingar yfir grísku þjóðina,“ sagði embættismaðurinn. Grikkir gerðu kröfu um sex mán- aða neyðarlán en höfðu ekki erindi sem erfiði. Fjármálaráðherrar evru- ríkjanna samþykktu þó að veita fjög- urra mánaða neyðarlán sem kemur í veg fyrir að Grikkland verði ógreiðslufært í næsta mánuði. „Við erum ánægð með að geta loks gengið raunverulega til verks,“ sagði Christine Lagarde, framkvæmda- stjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. laufey@mbl.is EPA Neyðarlán Gríski fjármálaráðherrann, Yakis Varoufakis, gengur á fund fjármálaráðherra evruríkjanna í gær vegna framlengingar neyðarláns. „Mjög jákvæð niðurstaða“  Framlengja neyðarlán til Grikklands Hundruð manna voru viðstödd út- för Omars Abdels Hamids el- Husseins, 22 ára Dana af palest- ínskum ættum, sem var borinn til grafar í gær eftir að hafa orðið tveimur mönnum að bana og sært fimm lögreglumenn í tveimur skot- árásum í Kaupmannahöfn um síð- ustu helgi. Hussein beið bana í skot- bardaga við lögreglumenn eftir árásirnar. Útför Husseins fór fram frá mosku í Kaupmannahöfn. Frétta- vefur Politiken hefur eftir tals- manni samtaka danskra múslíma að um tvisvar sinnum fleiri hafi ver- ið við útförina en að jafnaði við föstudagsbænir í moskunni. Um það bil 400 manns komu að gröf hans í tengslum við útförina, að sögn fréttamanns Politiken. DANMÖRK Hundruð manna við útför árásarmannsins EPA Útför Ekið með kistu Husseins. Rússneskur dómstóll dæmdi Alexei Navalní, helsta andstæðing Vladim- írs Pútíns Rússlandsforseta, í tveggja vikna fangelsi í gær fyrir að dreifa auglýsingum í jarðlesta- stöðvum í Moskvu um mótmæla- fund sem á að halda 1. mars. Fang- elsisdómurinn verður til þess að Navalní getur ekki tekið þátt í mót- mælafundinum. Dómstóll í Moskvu dæmdi Naval- ní í þriggja og hálfs árs skilorðs- bundið fangelsi í desember fyrir fjársvik. Andstæðingar Pútíns segja að saksóknirnar á hendur Na- valní sé af póli- tískum rótum runnar. Ráðamenn í Kreml hafa lengi haft horn í síðu Navalnís sem er álitinn hættuleg- asti pólitíski and- stæðingur Pútíns og sá eini sem talinn er geta velgt forsetanum undir uggum. Navalní hafði boðað framboð gegn Pútín í næstu for- setakosningum árið 2018. RÚSSLAND Erkifjandi Pútíns dæmdur í fangelsi Alexei Navalní Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á ÍslandiFæst í öllum helstu raftækjaverslunum Allt í eldhúsið frá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.