Morgunblaðið - 21.02.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 21.02.2015, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ísvari heil-brigðisráð-herra við fyr- irspurn á Alþingi segir að þátttaka í bólusetningum barna sé „almennt góð hér á landi“. Þar er síðan rakið hver þátttakan í bólu- setningum gegn hinum ýmsu sjúkdómum hafi verið frá til- komu gagnagrunns árið 2005. Þátttaka í bólusetningum fyrir barnaveiki, stífkrampa, kíghósta, Hib-heilahimnu- bólgu og lömunarveiki var 95% hjá þriggja mánaða gömlum börnum, 93% hjá fimm mánaða gömlum börnum og 88% hjá tólf mánaða gömlum börnum að meðaltali á þessu tíu ára tímabili. Þátttaka í bólusetn- ingum fyrir mislingum, hettu- sótt og rauðum hundum var 90% hjá 18 mánaða gömlum börnum frá 2005 til 2014. Virð- ist hlutfallið hafa verið nokkuð svipað milli ára á þessu tíma- bili. Í svarinu kemur fram að til þess að ná til barna, sem ekki hafi verið bólusett, sendi sótt- varnalæknir nafnalista til heilsugæslunnar til að hægt sé að bjóða þeim bólusetningu. Í frétt Morgunblaðsins um málið í vikunni var rætt við Þórólf Guðnason, yfirlækni sóttvarna hjá Landlæknisemb- ættinu, sem segir embættið hvetja fólk eindregið til að láta bólusetja börnin sín, en það séu þó alltaf einhverjir sem ekki vilji það af einhverjum or- sökum. Í fréttinni segir hann að meginástæða þess sé sú að fólk sé hrætt við aukaverkanir af völdum bólusetninga. Þá séu sumir alfarið á móti bólusetn- ingum, og telji jafnvel betra fyrir börn sín að fá þá sjúk- dóma sem bólusett er við. Auk þess segir Þórólfur marga halda að þessir sjúkdómar séu ekki hér á landi og því sé óþarfi að bólusetja börnin. „Fólk gleymir því að þeir eru ekki hér vegna þess að það eru svo margir bólusettir,“ segir Þórólfur í frétt mbl.is. Tortryggni í garð bólusetn- inga fékk byr undir báða vængi þegar grein birtist í breska læknatímaritinu Lan- cet eftir lækninn Andrew Wakefield. Þar sagðist hann hafa fundið samband á milli bóluefnisins við mislingum, hettusótt og rauðum hundum og einhverfu. Wakefield skrifaði að rann- sókn sín á 12 börnum sýndi að bóluefnið gegn þessum þrem- ur sjúkdómum í einu lagi gæti breytt ónæmiskerfum, valdið meltingargtruflunum og síðan náð til og skaddað heilann. Niðurstöðum hans var alfar- ið hafnað. Tugir faraldurs- fræðilegra rann- sókna hafa verið gerðir sem sýna að ekki standi steinn yfir steini í rann- sóknum Wakefields, sem byggðar voru á mjög fáum ein- staklingum. Breska tímaritið British Medical Journal sagði að hann hefði stundað blekk- ingar í rannsóknum sínum og tímaritið Lancet, sem birti greinina, dró hana til baka. Bresk heilbrigðisyfirvöld tóku síðan af honum læknisleyfið. Þótt niðurstöðum Wake- fields hafi alfarið verið vísað á bug eru þess enn dæmi að fólk sé sannfært um að tengsl séu á milli bóluefnisins við sjúkdóm- unum þremur og einhverfu. Mikil umræða hefur verið um þetta í Bandaríkjunum á þessu ári vegna fjölda tilfella af misl- ingum, sem menn töldu að nánast hefði verið útrýmt. Hópur fólks virðist trúa því að bóluefni séu hættuleg og heil- brigðara sé að láta ónæm- iskerfi barna þroskast án bólu- setninga. Þótt hlutfall bólusetninga sé almennt hátt í Bandaríkjunum eru und- antekningar. Í grein í The New York Times var nýlega tekið dæmi um barnaskóla í Kaliforníu þar sem 40% barna voru ekki bólusett við misl- ingum. Það vekur athygli að hér á landi sé bólusetningarhlut- fallið lægst í bólusetningum við mislingum, hettusótt og rauðum hundum – 90%. Mik- ilvægt er að hlutfall bólusetn- inga sé sem hæst. Sérfræð- ingar hafa nefnt töluna 95%. Eftir því sem fleiri eru bólu- settir verður ólíklegra að ein- staklingur, sem er smitaður af tilteknum sjúkdómi, breiði hann út. Séu hins vegar fáir bólusettir og sjúkdómur á borð við mislinga nái að breiðast út eru ungabörn, sem ekki hafa verið bólusett, og aldraðir í mestri hættu. Með bólusetn- ingum urðu einhverjar mestu framfarir í heilbrigðismálum í sögunni. Ef til vill hefur vernd- in af bólusetningum verið svo lengi til staðar að fólk áttar sig ekki á hvernig ástandið var áð- ur en þær komu til sögunnar. Bólusetningar eru ekki að- eins spurning um rétt ein- staklingsins til að ráða sínu lífi. Sá sem ekki lætur bólu- setja sig stefnir öðrum í hættu. Eftir því sem fleiri taka ákvarðanir um að hafna bólu- setningum eykst hættan. Það er skiljanlegt að foreldrar vilji vernda börn sín, en það er al- varlegt mál þegar það er gert á forsendum, sem ekki er hægt að kalla annað en bull. Tortryggni gegn bólusetningum er lífseig, en byggð á gervivísindum} Mikilvægi bólusetninga R udy Giuliani, fyrrverandi borgar- stjóri New York, vakti tilætlaða athygli á dögunum þegar hann sakaði Barack Obama Banda- ríkjaforseta um að elska hvorki land né þjóð. „Ég trúi ekki, og ég veit að það er hræðilegt að segja þetta; en ég hef ekki trú á því að forsetinn elski Bandaríkin,“ sagði Giuli- ani. „Hann elskar ekki þig. Og hann elskar ekki mig. Hann ólst ekki upp á þann hátt sem þú ólst upp og ég ólst upp; við ást á landinu sínu.“ Líkt og Variety bendir á, er líklega rétt hjá Giuliani að Obama unni honum ekki hugástum, og í ljósi ummæla hans er það fullkomlega skiljanlegt. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera. En hvað er að elska landið sitt? Það er mín ágiskun að í huga Giuliani snúist það ekki um að sjá fólki fyrir sjúkratryggingum eða stíga varlega til jarðar í utanríkismálum. Forseti sem elskar landið sitt stígur í pontu, helst á flugmóðurskipi, og fer með gæsahúðarræðu líka þeirri sem Bill Pullman flytur í Independece Day. Við athugun kemur í ljós að „patriotic speeches in movies“ er gjöfull leitarstrengur og með hon- um má m.a. finna eftirfarandi ræðubrot úr Air Force One, með eilífðartöffaranum Harrison Ford í aðalhlutverki: „Grimmdarverk og ógnanir eru ekki pólitísk vopn og við þá sem hyggjast grípa til þeirra: Ykkar dagur er lið- inn. Við munum aldrei semja. Við munum ekki lengur láta viðgangast og við munum ekki hræðast. Það er komið að ykkur að hræðast.“ Þetta er utanríkismálastefna sem bragð er að, og eins og (bíó)dæmin sanna þá gagnast orðræða af þessu tagi ekki bara í baráttunni við útlenska vondukalla, heldur jafnframt gegn harðsvír- uðum geimverum. Bretar gera þetta ekki al- veg eins vel. Þar er ég helst minnug hugljúfs atriðis úr Love Actually, þar sem forsætisráð- herrann breski segir forsetanum bandaríska til syndanna. Mjög svo kurteislega, að sjálf- sögðu: „Það má vera að við séum lítið land, en við erum líka mikið land. Land Shakespeare, Churchill, Bítlana, Harry Potter. Hægri fótar David Beckham. Vinstri fótar David Beck- ham, ef út í það er farið.“ Ekki alveg jafn magnað, en Hugh Grant yrði heldur ekki fyrsti maðurinn til að fá sím- tal ef geimverur herjuðu á jörðina. Ræðan hitti stjórnmálamenn hins vegar beint í hjartastað, og voru fjölmiðlar í landi hægri fótar David Beckham fljótir að vekja athygli á því þegar nafni hans Cameron forsætisráðherra sló á kunnuglega strengi í St. Pétursborg í september 2013, og talaði á dramatískan hátt um smæð en mikilfengleika móðurlandsins. Stuttu síðar, í desember sama ár, snéru spjótin að ein- um þekktasta fjölmiðlamanni Breta, Alan Rusbridger rit- stjóra Guardian, þegar hann var kallaður fyrir þingnefnd til að ræða fréttaflutning byggðan á uppljóstrunum Edw- ard Snowden. „Unnir þú þessu landi?“ spurði formaður nefndarinnar alvarlegur á svip. Spurningin kom aug- ljóslega flatt upp á ritstjórann. Því hvað er að elska landið sitt? holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Að elska landið sitt STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ámeðan íslensk stjórn-völd eru að velta sæstrengtil Bretlands fyrir sér þáeru Norðmenn komnir æði langt í sínum sæstrengsmálum. Fyr- ir eru þeir með þrjá strengi milli Noregs og Danmerkur og nýverið tilkynntu þeir samning við Þjóðverja um nýjan 500 km langan sæstreng á milli Noregs og Þýskalands sem ætl- unin er að verði kominn í gagnið árið 2020. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að strengurinn yrði tilbúinn 2018. Flutningsgeta strengsins yrði um 1.400 MW. Það eru Statnett (Landsnetið norska), TenneT og KfW Bank sem gera samninginn en um er að ræða fjárfestingu upp á allt að tvo millj- arða evra, jafnvirði um 300 milljarða króna. Statnett er einnig með áform um sæstreng til Bretlands, í sam- starfi við National Grid, sem yrði ríf- lega 700 km langur og tilbúinn árið 2020. Jafnframt áformar Statnett fjórða strenginn til Danmerkur, Skagerrak 4, í samvinnu við Energi- net. Flutningsgeta strengjanna þriggja sem fyrir eru er um 1.000 MW en fer í 1.700 MW með nýja strengnum. Bretar áhugasamir Sem kunnugt er hafa hug- myndir verið uppi um að leggja sæ- streng til að flytja raforku á milli Ís- lands og Bretlands, með flutnings- getu upp á 700-900MW. Sérstök verkefnisstjórn hóf nýverið störf við að kanna hagkvæmni á slíkum streng en í skýrslu ráðgjafahóps til iðnaðarráðherra árið 2013 var mælt með því að skoða málið frekar og kanna þjóðhagslega hagkvæmni sæ- strengs. Hafa Bretar sýnt þessu mikinn áhuga en Viðskiptablaðið greindi frá því í vikunni að breski orkumálaráðherrann hefði sent Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, bréf í janúar sl. og óskað eftir fundi um lagningu sæstrengs. Ekki er vitað hvenær sá fundur fer fram en stefnt er að því að ljúka hagkvæmniat- hugun á þessu ári. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir vissulega margt að gerast í sæstrengsmálum í Evrópu í dag, sér í lagi hjá Norð- mönnum. „Reynsla Norðmanna af sæstrengjum er orðin mjög löng og þeir virðast hafa markað sér mjög skýra stefnu í að nýta þessi tækifæri. Norðmenn hafa jafnframt verið mjög farsælir í að þróa sína auðlinda- stefnu,“ segir hann. Aðspurður segir Hörður enga hættu á að Íslendingar dragist aftur úr, eftir því sem fleiri sæstrengir verði lagðir. Þetta sé bara byrjunin á því að raforkukerfi í heiminum muni tengjast meira sín á milli. Að því sé mikið hagræði, þannig náist aukin verðmætasköpun, aukið orku- öryggi og bætt nýting auðlinda. Bendir Hörður á að fjölmörg önnur ríki í Evrópu séu að skoða tengingar við önnur lönd, eins og Danir, Svíar, Írar, Frakkar og Spánverjar. Þessi ríki horfi mjög til Bretlands og þeirra tækifæra sem þar séu. Fyrirsjáanlegt er að Bretar þurfa að gera mikið átak í sínum raf- orkumálum og auka sitt orkuöryggi. Spurður hvenær hann sjái fyr- ir sér að sæstrengur til Bretlands muni líta dagsins ljós segir Hörður að það sé alfarið undir Íslend- ingum komið. „Tæknilega séð er þetta hægt en það er bara ákvörðun Íslendinga hve- nær við viljum nýta okkur þetta einstaka tækifæri. Boltinn er hjá stjórnvöld- um,“ segir Hörður. Sæstrengir lagðir milli æ fleiri landa Sæstrengir í N-Evrópu - til flutnings á raforku milli landa Í notkun Í undirbúningi Á sama tíma og verið er að ræða sæstreng til Bretlands hefur eft- irspurn eftir raforku hér á landi aukist verulega en framboðið orðið af skornum skammti. Hef- ur Landsvirkjun kallað eftir fleiri virkjanakostum og segir Hörður Arnarson þessa stöðu fara ágæt- lega saman við áform um sæ- streng. Slíkur strengur sé í raun ekkert annað en ákveðin tegund af viðskiptavini. „Við teljum að sala raforku um sæstreng og sala til iðnaðar fari mjög vel saman. Það sýna dæmin í Nor- egi. Norðmönnum gengur mjög vel að laða til sín iðnað og styðja við hann í sínu landi, samhliða því að eiga í raforku- viðskiptum við önnur lönd. Sala um sæstreng myndi hjálpa okkur að nýta auðlindirnar mun betur en við erum að gera í dag, og skapa þannig aukin verð- mæti fyrir Ís- land.“ Skapar aukin verðmæti SALA UM SÆSTRENG Hörður Arnarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.